Bankarnir „teknir yfir af glæpamönnum“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 19. ágúst 2010 18:30 Davíð Oddsson seðlabankastjóri tjáði mönnum sumarið 2008 að íslensku bankarnir hefðu verið „teknir yfir af glæpamönnum", sem ætluðu sér að gera Ísland gjaldþrota. Þetta kemur fram á nýrri vefsíðu Björgólfs Thors sem opnaði í dag. Margt forvitnilegt er að finna á nýrri vefsíðu Björgólfs Thors á slóðinni btb.is. Björgólfur Thor segir að tilgangurinn með síðunni sé að miðla upplýsingum um viðskipti sín á Íslandi. Á vefsíðunni kemur fram að Björgólfur Thor hafi lagt mikla áherslu á að sameina Straum og Landsbankann árin fyrir hrun og fjórum til fimm sinnum hafi slíkar samrunatilraunir misheppnast, en ætlunin hafi verið að William Fall, forstjóri Straums, yrði forstjóri sameinaðs banka. Ítarlega er fjallað um Actavis og þar segir að eftir að eftir að Björgólfur Thor keypti aðra hluthafa út hafi komið í ljós að rekstraráætlanir stjórnenda hafi engan veginn staðist og því hafi verið tekin ákvörðun um að víkja Róberti Wessman forstjóra úr starfi árið 2008. Í greinargerð um aðdraganda falls Landsbankans sem er að finna á vefsíðunni er vitnað til minnisblaðs og ónafngreindra heimildarmanna að Davíð Oddsson, þáverandi seðlabankastjóri, hafi tjáð mönnum sumarið 2008 að íslensku bankarnir hefðu „verið teknir yfir af glæpamönnum," sem ætluðu sér að gera Ísland gjaldþrota. Þá segir í greinargerðinni að fyrir liggi vitnisburðir þriggja manna úr ólíkum áttum sem áttu samtöl við Davíð og segja að boðskapur hans hafi verið skýr, bönkunum yrði ekki bjargað. Þá hefði hann einnig látið þess getið að hann stæði sjálfur persónulega í vegi fyrir því að tekið yrði stórt erlent lán til að styrkja gjaldeyrisvaraforðann, að því er fram kemur í greinargerðinni sem er rituð af Birni Jóni Bragasyni, sagnfræðingi. Björgólfur Thor víkur sérstaklega að Icesave-reikningum Landsbankans undir þeim lið síðunnar er rekur viðskipti hans og eignarhald á bankanum árin 2002-2008. Björgólfur segist ekki bera ábyrgð á Icesave, enda hafi hann ekki stýrt Landsbankanum þó hann væri stór hluthafi. Síðan segir hann: „Það, að stjórnmálamenn kjósi nú að gera Icesave og Landsbankann að blóraböggli, er á engan hátt eðlilegt, einkum þegar haft er í huga að formleg ábyrgð íslenska ríkisins á Icesave skuldbindingum kom til eftir að ríkisvaldið tók yfir Landsbankann og stjórnmálamenn hófu bein afskipti a(f) málefnum bankans.“ Margt annað forvitnilegt kemur fram á síðunni, t.d að íslenskir stjórnmálamenn, þeirra á meðal forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson, hafi beðið Björgólf Thor um að koma heim til Íslands dagana fyrir bankahrunið, en hann hafi fyrst þá gert sér grein fyrir því hversu alvarleg staðan væri orðin. Skroll-Viðskipti Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Sjá meira
Davíð Oddsson seðlabankastjóri tjáði mönnum sumarið 2008 að íslensku bankarnir hefðu verið „teknir yfir af glæpamönnum", sem ætluðu sér að gera Ísland gjaldþrota. Þetta kemur fram á nýrri vefsíðu Björgólfs Thors sem opnaði í dag. Margt forvitnilegt er að finna á nýrri vefsíðu Björgólfs Thors á slóðinni btb.is. Björgólfur Thor segir að tilgangurinn með síðunni sé að miðla upplýsingum um viðskipti sín á Íslandi. Á vefsíðunni kemur fram að Björgólfur Thor hafi lagt mikla áherslu á að sameina Straum og Landsbankann árin fyrir hrun og fjórum til fimm sinnum hafi slíkar samrunatilraunir misheppnast, en ætlunin hafi verið að William Fall, forstjóri Straums, yrði forstjóri sameinaðs banka. Ítarlega er fjallað um Actavis og þar segir að eftir að eftir að Björgólfur Thor keypti aðra hluthafa út hafi komið í ljós að rekstraráætlanir stjórnenda hafi engan veginn staðist og því hafi verið tekin ákvörðun um að víkja Róberti Wessman forstjóra úr starfi árið 2008. Í greinargerð um aðdraganda falls Landsbankans sem er að finna á vefsíðunni er vitnað til minnisblaðs og ónafngreindra heimildarmanna að Davíð Oddsson, þáverandi seðlabankastjóri, hafi tjáð mönnum sumarið 2008 að íslensku bankarnir hefðu „verið teknir yfir af glæpamönnum," sem ætluðu sér að gera Ísland gjaldþrota. Þá segir í greinargerðinni að fyrir liggi vitnisburðir þriggja manna úr ólíkum áttum sem áttu samtöl við Davíð og segja að boðskapur hans hafi verið skýr, bönkunum yrði ekki bjargað. Þá hefði hann einnig látið þess getið að hann stæði sjálfur persónulega í vegi fyrir því að tekið yrði stórt erlent lán til að styrkja gjaldeyrisvaraforðann, að því er fram kemur í greinargerðinni sem er rituð af Birni Jóni Bragasyni, sagnfræðingi. Björgólfur Thor víkur sérstaklega að Icesave-reikningum Landsbankans undir þeim lið síðunnar er rekur viðskipti hans og eignarhald á bankanum árin 2002-2008. Björgólfur segist ekki bera ábyrgð á Icesave, enda hafi hann ekki stýrt Landsbankanum þó hann væri stór hluthafi. Síðan segir hann: „Það, að stjórnmálamenn kjósi nú að gera Icesave og Landsbankann að blóraböggli, er á engan hátt eðlilegt, einkum þegar haft er í huga að formleg ábyrgð íslenska ríkisins á Icesave skuldbindingum kom til eftir að ríkisvaldið tók yfir Landsbankann og stjórnmálamenn hófu bein afskipti a(f) málefnum bankans.“ Margt annað forvitnilegt kemur fram á síðunni, t.d að íslenskir stjórnmálamenn, þeirra á meðal forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson, hafi beðið Björgólf Thor um að koma heim til Íslands dagana fyrir bankahrunið, en hann hafi fyrst þá gert sér grein fyrir því hversu alvarleg staðan væri orðin.
Skroll-Viðskipti Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Sjá meira