Bankarnir „teknir yfir af glæpamönnum“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 19. ágúst 2010 18:30 Davíð Oddsson seðlabankastjóri tjáði mönnum sumarið 2008 að íslensku bankarnir hefðu verið „teknir yfir af glæpamönnum", sem ætluðu sér að gera Ísland gjaldþrota. Þetta kemur fram á nýrri vefsíðu Björgólfs Thors sem opnaði í dag. Margt forvitnilegt er að finna á nýrri vefsíðu Björgólfs Thors á slóðinni btb.is. Björgólfur Thor segir að tilgangurinn með síðunni sé að miðla upplýsingum um viðskipti sín á Íslandi. Á vefsíðunni kemur fram að Björgólfur Thor hafi lagt mikla áherslu á að sameina Straum og Landsbankann árin fyrir hrun og fjórum til fimm sinnum hafi slíkar samrunatilraunir misheppnast, en ætlunin hafi verið að William Fall, forstjóri Straums, yrði forstjóri sameinaðs banka. Ítarlega er fjallað um Actavis og þar segir að eftir að eftir að Björgólfur Thor keypti aðra hluthafa út hafi komið í ljós að rekstraráætlanir stjórnenda hafi engan veginn staðist og því hafi verið tekin ákvörðun um að víkja Róberti Wessman forstjóra úr starfi árið 2008. Í greinargerð um aðdraganda falls Landsbankans sem er að finna á vefsíðunni er vitnað til minnisblaðs og ónafngreindra heimildarmanna að Davíð Oddsson, þáverandi seðlabankastjóri, hafi tjáð mönnum sumarið 2008 að íslensku bankarnir hefðu „verið teknir yfir af glæpamönnum," sem ætluðu sér að gera Ísland gjaldþrota. Þá segir í greinargerðinni að fyrir liggi vitnisburðir þriggja manna úr ólíkum áttum sem áttu samtöl við Davíð og segja að boðskapur hans hafi verið skýr, bönkunum yrði ekki bjargað. Þá hefði hann einnig látið þess getið að hann stæði sjálfur persónulega í vegi fyrir því að tekið yrði stórt erlent lán til að styrkja gjaldeyrisvaraforðann, að því er fram kemur í greinargerðinni sem er rituð af Birni Jóni Bragasyni, sagnfræðingi. Björgólfur Thor víkur sérstaklega að Icesave-reikningum Landsbankans undir þeim lið síðunnar er rekur viðskipti hans og eignarhald á bankanum árin 2002-2008. Björgólfur segist ekki bera ábyrgð á Icesave, enda hafi hann ekki stýrt Landsbankanum þó hann væri stór hluthafi. Síðan segir hann: „Það, að stjórnmálamenn kjósi nú að gera Icesave og Landsbankann að blóraböggli, er á engan hátt eðlilegt, einkum þegar haft er í huga að formleg ábyrgð íslenska ríkisins á Icesave skuldbindingum kom til eftir að ríkisvaldið tók yfir Landsbankann og stjórnmálamenn hófu bein afskipti a(f) málefnum bankans.“ Margt annað forvitnilegt kemur fram á síðunni, t.d að íslenskir stjórnmálamenn, þeirra á meðal forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson, hafi beðið Björgólf Thor um að koma heim til Íslands dagana fyrir bankahrunið, en hann hafi fyrst þá gert sér grein fyrir því hversu alvarleg staðan væri orðin. Skroll-Viðskipti Mest lesið Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Neytendur 2 Guys á Ægisíðu lokað Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Til skoðunar að selja almenningi bankann Viðskipti innlent Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Viðskipti innlent Fleiri fréttir 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Sjá meira
Davíð Oddsson seðlabankastjóri tjáði mönnum sumarið 2008 að íslensku bankarnir hefðu verið „teknir yfir af glæpamönnum", sem ætluðu sér að gera Ísland gjaldþrota. Þetta kemur fram á nýrri vefsíðu Björgólfs Thors sem opnaði í dag. Margt forvitnilegt er að finna á nýrri vefsíðu Björgólfs Thors á slóðinni btb.is. Björgólfur Thor segir að tilgangurinn með síðunni sé að miðla upplýsingum um viðskipti sín á Íslandi. Á vefsíðunni kemur fram að Björgólfur Thor hafi lagt mikla áherslu á að sameina Straum og Landsbankann árin fyrir hrun og fjórum til fimm sinnum hafi slíkar samrunatilraunir misheppnast, en ætlunin hafi verið að William Fall, forstjóri Straums, yrði forstjóri sameinaðs banka. Ítarlega er fjallað um Actavis og þar segir að eftir að eftir að Björgólfur Thor keypti aðra hluthafa út hafi komið í ljós að rekstraráætlanir stjórnenda hafi engan veginn staðist og því hafi verið tekin ákvörðun um að víkja Róberti Wessman forstjóra úr starfi árið 2008. Í greinargerð um aðdraganda falls Landsbankans sem er að finna á vefsíðunni er vitnað til minnisblaðs og ónafngreindra heimildarmanna að Davíð Oddsson, þáverandi seðlabankastjóri, hafi tjáð mönnum sumarið 2008 að íslensku bankarnir hefðu „verið teknir yfir af glæpamönnum," sem ætluðu sér að gera Ísland gjaldþrota. Þá segir í greinargerðinni að fyrir liggi vitnisburðir þriggja manna úr ólíkum áttum sem áttu samtöl við Davíð og segja að boðskapur hans hafi verið skýr, bönkunum yrði ekki bjargað. Þá hefði hann einnig látið þess getið að hann stæði sjálfur persónulega í vegi fyrir því að tekið yrði stórt erlent lán til að styrkja gjaldeyrisvaraforðann, að því er fram kemur í greinargerðinni sem er rituð af Birni Jóni Bragasyni, sagnfræðingi. Björgólfur Thor víkur sérstaklega að Icesave-reikningum Landsbankans undir þeim lið síðunnar er rekur viðskipti hans og eignarhald á bankanum árin 2002-2008. Björgólfur segist ekki bera ábyrgð á Icesave, enda hafi hann ekki stýrt Landsbankanum þó hann væri stór hluthafi. Síðan segir hann: „Það, að stjórnmálamenn kjósi nú að gera Icesave og Landsbankann að blóraböggli, er á engan hátt eðlilegt, einkum þegar haft er í huga að formleg ábyrgð íslenska ríkisins á Icesave skuldbindingum kom til eftir að ríkisvaldið tók yfir Landsbankann og stjórnmálamenn hófu bein afskipti a(f) málefnum bankans.“ Margt annað forvitnilegt kemur fram á síðunni, t.d að íslenskir stjórnmálamenn, þeirra á meðal forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson, hafi beðið Björgólf Thor um að koma heim til Íslands dagana fyrir bankahrunið, en hann hafi fyrst þá gert sér grein fyrir því hversu alvarleg staðan væri orðin.
Skroll-Viðskipti Mest lesið Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Neytendur 2 Guys á Ægisíðu lokað Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Til skoðunar að selja almenningi bankann Viðskipti innlent Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Viðskipti innlent Fleiri fréttir 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Sjá meira