Ólafur Stephensen: Rannsóknar þörf Ólafur Stephensen skrifar 23. apríl 2010 06:00 Þúsundir lífeyrisþega standa frammi fyrir því þessa dagana að kjör þeirra versna vegna skerðingar greiðslna úr sjóðunum. Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri Landssambands lífeyrissjóða, sagði í Fréttablaðinu í fyrradag að ástæður skerðingarinnar væru einkum tvær; stærsta skýringin væri bankahrunið en jafnframt þyrfti að bregðast við hækkandi meðalaldri sjóðfélaga. Vissulega töpuðu lífeyrissjóðirnir miklum eignum í hruninu og ávöxtun þeirra skertist. En forsvarsmenn þeirra geta samt ekki bara afgreitt málið með því að skert kjör séu hruninu að kenna. Fyrst þarf að svara þeirri spurningu hver þáttur lífeyrissjóðanna kunni að hafa verið í því að svo fór sem fór. Lífeyrissjóðirnir voru ekki það íhaldssama afl á hlutabréfamarkaðnum sem ætlast mátti til - og lífeyrissjóðir eru víðast á þroskuðum fjármagnsmörkuðum. Þeir risu ekki upp gegn áhættusömum fjárfestingum. Þeir tóku heldur ekki í taumana þegar stjórnendalaun og bónuskerfi fóru úr böndunum. Sagan af framgöngu þáverandi formanns VR, stærsta stéttarfélags landsins og fulltrúa eins stærsta lífeyrissjóðs landsins í stjórn Kaupþings, er þvert á móti dæmi um hið gagnstæða. Forsvarsmenn lífeyrissjóðanna voru í makindalegu sambandi við bankana, þátttakendur í boðsferðum og lúxuslífi bankaforkólfanna. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er ekki að finna sérstaka rannsókn á hlut lífeyrissjóðanna, en vikið að þeim nokkrum orðum. Spurningarmerki er til dæmis sett við það sem virðist hafa verið brask nokkurra þeirra stærstu í skammtímaviðskiptum með gjaldeyri, þrátt fyrir að lífeyrissjóðir eigi að vera með langtímafjárfestingarstefnu. Þá er í skýrslu siðferðishóps rannsóknarnefndarinnar fjallað lítillega um lífeyrissjóðina og meðal annars vakin athygli á að þeir höfðu fæstir neinar skriflegar siðareglur, sem kváðu á um hvort þiggja mætti boðsferðir eða annan greiða af fjármálafyrirtækjum. Niðurstaða starfshópsins er þessi: „Margt er óljóst um stöðu lífeyrissjóðanna og starfshætti þeirra en málefni þeirra kalla á sérstaka rannsókn og greiningu sem ekki var unnt að gera af rannsóknarnefnd Alþingis. Síðasti áratugur hefur verið lærdómsríkur fyrir alla þá sem leitt hafa lífeyrissjóði landsmanna og það er áríðandi að vönduð umræða fari fram um hlutverk þeirra í framtíðinni, starfshætti og fjárfestingarstefnu." Fyrir skemmstu var birt skýrsla starfshóps á vegum Landssamtaka lífeyrissjóða, sem átti að fjalla um lærdóma, sem lífeyrissjóðirnir gætu dregið af bankahruninu. Sú skýrsla er einkennilegur kattarþvottur, þar sem fyrst og fremst koma fram tæknilegar ábendingar, en ekki er einu orði vikið að ábyrgð stjórnenda sjóðanna, siðareglum eða fjárfestingarstefnu á breiðari grundvelli. Hin sérstaka rannsókn og greining, sem kallað er eftir í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, hefur því ekki farið fram. Almennir sjóðfélagar lífeyrissjóðanna hljóta að kalla eftir henni - og stjórnvöld að bregðast við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun
Þúsundir lífeyrisþega standa frammi fyrir því þessa dagana að kjör þeirra versna vegna skerðingar greiðslna úr sjóðunum. Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri Landssambands lífeyrissjóða, sagði í Fréttablaðinu í fyrradag að ástæður skerðingarinnar væru einkum tvær; stærsta skýringin væri bankahrunið en jafnframt þyrfti að bregðast við hækkandi meðalaldri sjóðfélaga. Vissulega töpuðu lífeyrissjóðirnir miklum eignum í hruninu og ávöxtun þeirra skertist. En forsvarsmenn þeirra geta samt ekki bara afgreitt málið með því að skert kjör séu hruninu að kenna. Fyrst þarf að svara þeirri spurningu hver þáttur lífeyrissjóðanna kunni að hafa verið í því að svo fór sem fór. Lífeyrissjóðirnir voru ekki það íhaldssama afl á hlutabréfamarkaðnum sem ætlast mátti til - og lífeyrissjóðir eru víðast á þroskuðum fjármagnsmörkuðum. Þeir risu ekki upp gegn áhættusömum fjárfestingum. Þeir tóku heldur ekki í taumana þegar stjórnendalaun og bónuskerfi fóru úr böndunum. Sagan af framgöngu þáverandi formanns VR, stærsta stéttarfélags landsins og fulltrúa eins stærsta lífeyrissjóðs landsins í stjórn Kaupþings, er þvert á móti dæmi um hið gagnstæða. Forsvarsmenn lífeyrissjóðanna voru í makindalegu sambandi við bankana, þátttakendur í boðsferðum og lúxuslífi bankaforkólfanna. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er ekki að finna sérstaka rannsókn á hlut lífeyrissjóðanna, en vikið að þeim nokkrum orðum. Spurningarmerki er til dæmis sett við það sem virðist hafa verið brask nokkurra þeirra stærstu í skammtímaviðskiptum með gjaldeyri, þrátt fyrir að lífeyrissjóðir eigi að vera með langtímafjárfestingarstefnu. Þá er í skýrslu siðferðishóps rannsóknarnefndarinnar fjallað lítillega um lífeyrissjóðina og meðal annars vakin athygli á að þeir höfðu fæstir neinar skriflegar siðareglur, sem kváðu á um hvort þiggja mætti boðsferðir eða annan greiða af fjármálafyrirtækjum. Niðurstaða starfshópsins er þessi: „Margt er óljóst um stöðu lífeyrissjóðanna og starfshætti þeirra en málefni þeirra kalla á sérstaka rannsókn og greiningu sem ekki var unnt að gera af rannsóknarnefnd Alþingis. Síðasti áratugur hefur verið lærdómsríkur fyrir alla þá sem leitt hafa lífeyrissjóði landsmanna og það er áríðandi að vönduð umræða fari fram um hlutverk þeirra í framtíðinni, starfshætti og fjárfestingarstefnu." Fyrir skemmstu var birt skýrsla starfshóps á vegum Landssamtaka lífeyrissjóða, sem átti að fjalla um lærdóma, sem lífeyrissjóðirnir gætu dregið af bankahruninu. Sú skýrsla er einkennilegur kattarþvottur, þar sem fyrst og fremst koma fram tæknilegar ábendingar, en ekki er einu orði vikið að ábyrgð stjórnenda sjóðanna, siðareglum eða fjárfestingarstefnu á breiðari grundvelli. Hin sérstaka rannsókn og greining, sem kallað er eftir í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, hefur því ekki farið fram. Almennir sjóðfélagar lífeyrissjóðanna hljóta að kalla eftir henni - og stjórnvöld að bregðast við.