Körfubolti

Fannar Ólafsson: Ætlum alla leið

Elvar Geir Magnússon skrifar
Fannar Ólafsson rífur niður frákast í kvöld. Mynd/Stefán
Fannar Ólafsson rífur niður frákast í kvöld. Mynd/Stefán

„Við ætluðum okkur að kvitta fyrir tapið í Hveragerði og ég held að við höfum gert það nokkuð örugglega," sagði Fannar Ólafsson, leikmaður KR, eftir að hans lið sigldi örugglega áfram í bikarnum með 99-74 sigri gegn Hamri úr Hveragerði.

„Við ætlum okkur alla leið í þessari keppni. Það var gefið út strax í upphafi tímabils að við ætluðum að berjast um alla titla sem í boði eru. Þetta er einn af þeim áföngum sem við þurftum til að ná því og nú vonast ég bara eftir heimaleik í næstu umferð," sagði Fannar.

„Ég var mjög ánægður með varnarvinnuna stærstan hluta leiksins. Við hefðum getað haldið þeim í um 60 stigum ef þeir hefðu ekki verið að setja niður skot á lokasekúndum skotklukkunnar, sérstaklega í fyrri hálfleik. Við erum hægt og bítandi að verða meira varnarlið."

„Nú er bara ÍR á fimmtudaginn í deildinni. Það verður hörkuleikur, Svenni (Sveinbjörn Claessen) kominn aftur í liðið hjá þeim og svo eru þeir með einn besta Kana deildarinnar. Reykjavíkurslagurinn er alltaf svakalegur."












Fleiri fréttir

Sjá meira


×