Hænuungarnir: fimm stjörnur 2. mars 2010 04:00 „Bragi Ólafsson kann svo sannarlega að leika sér að orðum eins og um jazzspuna sé að ræða,“ segir Elísabet Brekkan í gagnrýni sinni á Hænuungana. Hver er þjófur í raun?Leiklist *****Hænuungarnir eftir Braga Ólafsson.Leikarar: Eggert Þorleifsson, Ragnheiður Steindórsdóttir, Kristbjörg Kjeld, Pálmi Gestsson, Friðrik Friðriksson, Vigdís Hrefna Pálsdóttir. Leikmynd: Börkur Jónsson Búningar: Ríkey Kristjánsdóttir Lýsing: Halldór Örn Óskarsson Leikstjóri: Stefán Jónsson.Það var glatt á hjalla í Kassa Þjóðleikhússins á laugardagskvöldið. Eggert Þorleifsson í hlutverki Sigurhans, frystikistueiganda í Hlíðunum, og Ragnheiður Steindórsdóttir í hlutverki Olgu, eiginkonu hans, buðu okkur með á húsfund þar sem við fengum að kynnast skrautlegum nágrönnum þeirra. Bragi Ólafsson sagði í viðtali sama dag að hann ætti nú ekki nema 60% af textanum, hópurinn og leikstjórinn stæðu fyrir restinni. Það er alveg sama hver á hvaða prósentu af þessum texta, hann gekk upp.Orðin fléttuðust saman í slíkan kímnisvef að hláturbylgjurnar liðuðust um húsið, og þó svo að nokkur kyrrstaða væri í fyrripartinum þá snerust hjólin nú heldur betur í þeim seinni. Nágrannar Olgu og Sigurhans, feðgarnir Carl og Anastasias, eru fyrirvaralaust boðaðir á húsfund. Pálmi Gestsson leikur síðhærðan miðaldra heiðarlegan mann sem á sér enga ósk æðri en að fá bara að vera í friði, og er afskaplega ánægður með nýja flatskjáinn sinn þrátt fyrir að það séu 35 afborganir eftir. Carl er 29 ára, býr hjá föður sínum, starfar á trésmíðaverkstæði og má ekki vamm sitt vita.Friðrik Friðriksson fer með hlutverk hans og er sannfærandi sem þessi friðsami ungi maður. Pálmi er eins og blanda af stóískum indjánahöfðingja og uppgjafarhippa. Einhvern veginn tekst honum að gera sig stærri en hann í raun er og það er þessi klunnalega stærð sem hann leikur á um leið og barnsleg einlægni fylgir hverju orði sem fram af vörum hans hrýtur. Flottur leikur. Hér er handbragð leikstjórans svo sannarlega merkjanlegt og öll tímasetning með afbrigðum góð.Ragnheiði Steindórsdóttur tekst vel í túlkun sinni á Olgu að koma því til skila hvern mann hún hefur að geyma, hvernig er að búa með manni með söfnunaráráttu og kannski aðrar fíknir.Elín er fullorðin kona sem er aðeins farin að kalka, yfirfull af eigin hugmyndum og talar út í eitt. Kristbjörg Kjeld dillar sér í þessu frábæra hlutverki þar sem hún ekki aðeins leikur fantavel heldur er búningur hennar einnig svo ótrúlega vel við hæfi. Ríkey Kristjánsdóttir sér um búningana og þeir eru hreint frábærir. Vigdís Hrefna Pálsdóttir leikur unga stúlku sem er vel undir áhrifum ankannalegra lyfja. Vigdís bregður upp góðri mynd af mátulegu kæruleysi þessarar stúlku sem kemur til þess að taka til í íbúð nýlátins föður á efri hæðinni í þessu húsi sem stendur nær fullbyggt á sviðinu. Ætli flestir hafi ekki fundið hjá sér hvöt til þess að snerta myndina, svo raunveruleg var hún um leið og skopstælingin með opnum götum inn í tvær íbúðir var svo skýr.Lýsingin var góð. Börkur Jónsson á heiðurinn af þessari heillandi mynd þar sem hjónin Sigurhans og eiginkonan Olga búa í heldur hversdagslegu umhverfi, hann safnar jazzplötum og kannski er svar hennar við þeirri geggjun að hún safnar kaktusum. Það er ansi stór lekablettur í einu horni loftsins fyrir svo utan að sjónvarpið er eldgamalt, þannig að þau virðast hafa önnur áhugamál en innréttingar.Sigurhans boðar til húsfundar þar sem hann heldur að feðgarnir í næstu íbúð hafi stolið kjúklingum úr frystikistu þeirra hjóna sem stendur niðri í kjallara í einhverri sameign. Í næstu íbúð sem við einnig fáum að sjá inn í búa svo feðgarnir. Hjá þeim er flatskjár og leðursófi. Að öðru leyti virðast þeir ekki leyfa sér margt. Þetta er sagan um Sigurhans sem veður fram úr sjálfum sér og hinar persónurnar verða eins og myndskreytingar í sögunni hans. Eggert er stjarna kvöldsins. Sigurhans sýpur rauðvín og diggar jazz milli þess sem hann bullar og missir einbeitinguna í fundamálinu eftir því sem hann drekkur meira. Oft hefur nú Eggerti tekist að kitla hláturtaugar áhorfenda sinna en núna var það meira en kitl. Þótt hér sé verið að fjalla um ákveðið siðferði, þá er enginn vísifingur á lofti né heldur hrun eða krepputal sem er mikill léttir fyrir áhorfendur sem eru farnir að þrá bara venjulega plötuþjófa. Sigurhans ásakar aðra um þjófnað en er ekki svo sterkur á svellinu sjálfur því hann verður þjófsnautur.Þetta er skemmtileg og áheyrileg hnökralaus sýning, aðeins eitt atriði sem sló út trúverðugleikann eða stakk í stúf við heildina og það er þegar brotist er inn til feðganna, faðirinn fær fyrir hjartað og fjórar fullorðnar persónur missa rænuna. Það kunna allir neyðarnúmerið, þannig að þessi hópgleymska í paníkinni þegar enginn man símanúmerið verður svolítið klúðursleg. Á meðan situr Sigurhans í sinni íbúð og fær að vita að plöturnar sem hann og félagar hans höfðu keypt væri þjófagóss, sem þyrfti að skila en hann velur engu síður að halda einni eftir.Bragi Ólafsson kann svo sannarlega að leika sér að orðum eins og um jazzspuna sé að ræða fyrir svo utan að skýr afmörkuð persónusköpun gerir verkið heilsteypt. Framsögn og meðferð texta var til fyrirmyndar og það er svo sannarlega óhætt að hvetja fólk til þess að fara með stálpaða krakka og unglinga á þessa sýningu.Elísabet Brekkan.Niðurstaða: Skemmtileg og áheyrilega hnökralaus sýning. Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Hver er þjófur í raun?Leiklist *****Hænuungarnir eftir Braga Ólafsson.Leikarar: Eggert Þorleifsson, Ragnheiður Steindórsdóttir, Kristbjörg Kjeld, Pálmi Gestsson, Friðrik Friðriksson, Vigdís Hrefna Pálsdóttir. Leikmynd: Börkur Jónsson Búningar: Ríkey Kristjánsdóttir Lýsing: Halldór Örn Óskarsson Leikstjóri: Stefán Jónsson.Það var glatt á hjalla í Kassa Þjóðleikhússins á laugardagskvöldið. Eggert Þorleifsson í hlutverki Sigurhans, frystikistueiganda í Hlíðunum, og Ragnheiður Steindórsdóttir í hlutverki Olgu, eiginkonu hans, buðu okkur með á húsfund þar sem við fengum að kynnast skrautlegum nágrönnum þeirra. Bragi Ólafsson sagði í viðtali sama dag að hann ætti nú ekki nema 60% af textanum, hópurinn og leikstjórinn stæðu fyrir restinni. Það er alveg sama hver á hvaða prósentu af þessum texta, hann gekk upp.Orðin fléttuðust saman í slíkan kímnisvef að hláturbylgjurnar liðuðust um húsið, og þó svo að nokkur kyrrstaða væri í fyrripartinum þá snerust hjólin nú heldur betur í þeim seinni. Nágrannar Olgu og Sigurhans, feðgarnir Carl og Anastasias, eru fyrirvaralaust boðaðir á húsfund. Pálmi Gestsson leikur síðhærðan miðaldra heiðarlegan mann sem á sér enga ósk æðri en að fá bara að vera í friði, og er afskaplega ánægður með nýja flatskjáinn sinn þrátt fyrir að það séu 35 afborganir eftir. Carl er 29 ára, býr hjá föður sínum, starfar á trésmíðaverkstæði og má ekki vamm sitt vita.Friðrik Friðriksson fer með hlutverk hans og er sannfærandi sem þessi friðsami ungi maður. Pálmi er eins og blanda af stóískum indjánahöfðingja og uppgjafarhippa. Einhvern veginn tekst honum að gera sig stærri en hann í raun er og það er þessi klunnalega stærð sem hann leikur á um leið og barnsleg einlægni fylgir hverju orði sem fram af vörum hans hrýtur. Flottur leikur. Hér er handbragð leikstjórans svo sannarlega merkjanlegt og öll tímasetning með afbrigðum góð.Ragnheiði Steindórsdóttur tekst vel í túlkun sinni á Olgu að koma því til skila hvern mann hún hefur að geyma, hvernig er að búa með manni með söfnunaráráttu og kannski aðrar fíknir.Elín er fullorðin kona sem er aðeins farin að kalka, yfirfull af eigin hugmyndum og talar út í eitt. Kristbjörg Kjeld dillar sér í þessu frábæra hlutverki þar sem hún ekki aðeins leikur fantavel heldur er búningur hennar einnig svo ótrúlega vel við hæfi. Ríkey Kristjánsdóttir sér um búningana og þeir eru hreint frábærir. Vigdís Hrefna Pálsdóttir leikur unga stúlku sem er vel undir áhrifum ankannalegra lyfja. Vigdís bregður upp góðri mynd af mátulegu kæruleysi þessarar stúlku sem kemur til þess að taka til í íbúð nýlátins föður á efri hæðinni í þessu húsi sem stendur nær fullbyggt á sviðinu. Ætli flestir hafi ekki fundið hjá sér hvöt til þess að snerta myndina, svo raunveruleg var hún um leið og skopstælingin með opnum götum inn í tvær íbúðir var svo skýr.Lýsingin var góð. Börkur Jónsson á heiðurinn af þessari heillandi mynd þar sem hjónin Sigurhans og eiginkonan Olga búa í heldur hversdagslegu umhverfi, hann safnar jazzplötum og kannski er svar hennar við þeirri geggjun að hún safnar kaktusum. Það er ansi stór lekablettur í einu horni loftsins fyrir svo utan að sjónvarpið er eldgamalt, þannig að þau virðast hafa önnur áhugamál en innréttingar.Sigurhans boðar til húsfundar þar sem hann heldur að feðgarnir í næstu íbúð hafi stolið kjúklingum úr frystikistu þeirra hjóna sem stendur niðri í kjallara í einhverri sameign. Í næstu íbúð sem við einnig fáum að sjá inn í búa svo feðgarnir. Hjá þeim er flatskjár og leðursófi. Að öðru leyti virðast þeir ekki leyfa sér margt. Þetta er sagan um Sigurhans sem veður fram úr sjálfum sér og hinar persónurnar verða eins og myndskreytingar í sögunni hans. Eggert er stjarna kvöldsins. Sigurhans sýpur rauðvín og diggar jazz milli þess sem hann bullar og missir einbeitinguna í fundamálinu eftir því sem hann drekkur meira. Oft hefur nú Eggerti tekist að kitla hláturtaugar áhorfenda sinna en núna var það meira en kitl. Þótt hér sé verið að fjalla um ákveðið siðferði, þá er enginn vísifingur á lofti né heldur hrun eða krepputal sem er mikill léttir fyrir áhorfendur sem eru farnir að þrá bara venjulega plötuþjófa. Sigurhans ásakar aðra um þjófnað en er ekki svo sterkur á svellinu sjálfur því hann verður þjófsnautur.Þetta er skemmtileg og áheyrileg hnökralaus sýning, aðeins eitt atriði sem sló út trúverðugleikann eða stakk í stúf við heildina og það er þegar brotist er inn til feðganna, faðirinn fær fyrir hjartað og fjórar fullorðnar persónur missa rænuna. Það kunna allir neyðarnúmerið, þannig að þessi hópgleymska í paníkinni þegar enginn man símanúmerið verður svolítið klúðursleg. Á meðan situr Sigurhans í sinni íbúð og fær að vita að plöturnar sem hann og félagar hans höfðu keypt væri þjófagóss, sem þyrfti að skila en hann velur engu síður að halda einni eftir.Bragi Ólafsson kann svo sannarlega að leika sér að orðum eins og um jazzspuna sé að ræða fyrir svo utan að skýr afmörkuð persónusköpun gerir verkið heilsteypt. Framsögn og meðferð texta var til fyrirmyndar og það er svo sannarlega óhætt að hvetja fólk til þess að fara með stálpaða krakka og unglinga á þessa sýningu.Elísabet Brekkan.Niðurstaða: Skemmtileg og áheyrilega hnökralaus sýning.
Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira