Biðin er dýr Ólafur Þ. Stephensen skrifar 30. mars 2010 06:00 Seinkun um ár á stóriðjuframkvæmdum vegna þess að enn hafa ekki náðst samningar um Icesave getur haft í för með sér að landsframleiðsla dragist saman um fimmtíu milljarða næstu þrjú árin. Þetta er ein af niðurstöðum hagdeildar Alþýðusambandsins, sem að beiðni Fréttablaðsins reiknaði út hvað það kynni að kosta þjóðarbúið að Icesave-viðræðurnar drægjust enn á langinn. Það hefur áhrif á lánstraust Íslands á heildina litið að málið skuli enn vera óleyst. Orkufyrirtækin, jafnt og önnur stór fyrirtæki í landinu, finna fyrir því. Fjármögnun stórra verkefna, sem munu auka hagvöxt og efla atvinnu í landinu, er ýmist ómöguleg eða afar dýr. Hvort sem okkur líkar betur eða verr, eru þetta viðbrögð hins alþjóðlega fjármálamarkaðar við Icesave-deilunni. Í tölum ASÍ er eingöngu horft á stóriðjuframkvæmdir vegna þess að þar eru stærðirnar nokkurn veginn þekktar og fyrir vikið hægt að meta áhrifin af því að Icesave-málið sé áfram upp í loft. Þar er ekki tekið tillit til þess hvað hærri vextir kosta þjóðina, framlenging gjaldeyrishaftanna eða hvað glatast vegna þess að erlendir fjárfestar í öðrum greinum en orkuvinnslu og stóriðju halda að sér höndum á meðan málið er enn óútkljáð. Þjóðaratkvæðagreiðslan í byrjun mánaðarins hefur ekki haft þau áhrif, sem margir spáðu, að bæta stórlega samningsstöðu Íslands og knýja Breta og Hollendinga til að fallast á mun betri samning. Fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu, eftir að forseti Íslands synjaði Icesave-lögunum staðfestingar, hafði töluverður árangur hins vegar náðst. Stjórnmálamenn í Bretlandi og Hollandi höfðu áhyggjur af að yfirgnæfandi nei í atkvæðagreiðslunni myndi hafa áhrif í öðrum Evrópulöndum, þar sem skattgreiðendur hafa einnig þurft að taka á sig miklar skuldbindingar vegna bankahrunsins. Viðsemjendurnir voru af þeim sökum reiðubúnir að setjast enn á ný að samningaborðinu og gera Íslandi betra tilboð um kjör á greiðslu Icesave-skuldarinnar. Það tilboð gæti falið í sér tuga milljarða króna minni vaxtakostnað en fyrri samningur. Þess verður hins vegar ekki vart að niðurstaðan í þjóðaratkvæðagreiðslunni hafi haft nokkur áhrif á meðal almennings í öðrum ríkjum Evrópu. Og ávinningurinn, sem náðist fram við samningaborðið fyrir atkvæðagreiðslu, minnkar með hverri vikunni sem líður án þess að málinu sé lokið. Lántökurnar vegna Icesave eru skattgreiðendum vissulega dýrar. Lántökur vegna hallarekstrar ríkissjóðs, endurfjármögnunar viðskiptabankanna og endurfjármögnunar Seðlabankans eftir bankahrun eru reyndar enn dýrari. Stjórnmálamenn geta hins vegar ekki leyft sér að horfa framhjá þeim gífurlega kostnaði, sem í því felst að málið sé áfram óleyst. Líkurnar á því að ná enn betri samningi fara dvínandi, enda finnst stjórnvöldum í Hollandi og Bretlandi þau ekki lengur vera undir neinum sérstökum þrýstingi. Skynsamlegasta lausnin í stöðunni er að stjórnmálaflokkarnir taki höndum saman um að ljúka málinu á þeim nótum, sem rætt var um fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu - áður en sá ávinningur rýkur út í veður og vind. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór
Seinkun um ár á stóriðjuframkvæmdum vegna þess að enn hafa ekki náðst samningar um Icesave getur haft í för með sér að landsframleiðsla dragist saman um fimmtíu milljarða næstu þrjú árin. Þetta er ein af niðurstöðum hagdeildar Alþýðusambandsins, sem að beiðni Fréttablaðsins reiknaði út hvað það kynni að kosta þjóðarbúið að Icesave-viðræðurnar drægjust enn á langinn. Það hefur áhrif á lánstraust Íslands á heildina litið að málið skuli enn vera óleyst. Orkufyrirtækin, jafnt og önnur stór fyrirtæki í landinu, finna fyrir því. Fjármögnun stórra verkefna, sem munu auka hagvöxt og efla atvinnu í landinu, er ýmist ómöguleg eða afar dýr. Hvort sem okkur líkar betur eða verr, eru þetta viðbrögð hins alþjóðlega fjármálamarkaðar við Icesave-deilunni. Í tölum ASÍ er eingöngu horft á stóriðjuframkvæmdir vegna þess að þar eru stærðirnar nokkurn veginn þekktar og fyrir vikið hægt að meta áhrifin af því að Icesave-málið sé áfram upp í loft. Þar er ekki tekið tillit til þess hvað hærri vextir kosta þjóðina, framlenging gjaldeyrishaftanna eða hvað glatast vegna þess að erlendir fjárfestar í öðrum greinum en orkuvinnslu og stóriðju halda að sér höndum á meðan málið er enn óútkljáð. Þjóðaratkvæðagreiðslan í byrjun mánaðarins hefur ekki haft þau áhrif, sem margir spáðu, að bæta stórlega samningsstöðu Íslands og knýja Breta og Hollendinga til að fallast á mun betri samning. Fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu, eftir að forseti Íslands synjaði Icesave-lögunum staðfestingar, hafði töluverður árangur hins vegar náðst. Stjórnmálamenn í Bretlandi og Hollandi höfðu áhyggjur af að yfirgnæfandi nei í atkvæðagreiðslunni myndi hafa áhrif í öðrum Evrópulöndum, þar sem skattgreiðendur hafa einnig þurft að taka á sig miklar skuldbindingar vegna bankahrunsins. Viðsemjendurnir voru af þeim sökum reiðubúnir að setjast enn á ný að samningaborðinu og gera Íslandi betra tilboð um kjör á greiðslu Icesave-skuldarinnar. Það tilboð gæti falið í sér tuga milljarða króna minni vaxtakostnað en fyrri samningur. Þess verður hins vegar ekki vart að niðurstaðan í þjóðaratkvæðagreiðslunni hafi haft nokkur áhrif á meðal almennings í öðrum ríkjum Evrópu. Og ávinningurinn, sem náðist fram við samningaborðið fyrir atkvæðagreiðslu, minnkar með hverri vikunni sem líður án þess að málinu sé lokið. Lántökurnar vegna Icesave eru skattgreiðendum vissulega dýrar. Lántökur vegna hallarekstrar ríkissjóðs, endurfjármögnunar viðskiptabankanna og endurfjármögnunar Seðlabankans eftir bankahrun eru reyndar enn dýrari. Stjórnmálamenn geta hins vegar ekki leyft sér að horfa framhjá þeim gífurlega kostnaði, sem í því felst að málið sé áfram óleyst. Líkurnar á því að ná enn betri samningi fara dvínandi, enda finnst stjórnvöldum í Hollandi og Bretlandi þau ekki lengur vera undir neinum sérstökum þrýstingi. Skynsamlegasta lausnin í stöðunni er að stjórnmálaflokkarnir taki höndum saman um að ljúka málinu á þeim nótum, sem rætt var um fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu - áður en sá ávinningur rýkur út í veður og vind.
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun