Körfubolti

Dýr handklæðasveifla hjá Ainge

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Danny Ainge, framkvæmdastjóri Boston Celtics, hefur verið sektaður um 25 þúsund dollara fyrir að sveifla handklæði er leikmaður Cleveland tók vítaskot í leik liðsins gegn Boston á dögunum.

Ainge ætlaði með því að koma leikmanninum úr jafnvægi en það mistókst þar sem skotið fór niður.

Þessi hegðun þykir ekki sæma manni í slíkri stöðu sem Ainge er í og slík truflun er þess utan ólögleg.

Ainge sagðist sjálfur sjá eftir atvikinu. Sagði þessa hegðun sína vera ófagmannlega.

LeBron James, leikmaður Cleveland, sá aftur á móti ekkert athugavert við málið. Sagði að eigendur og stjórnarmenn mættu alveg taka þátt í leiknum eins og þeir vildu.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×