Þrír saman, enn meira gaman Trausti Júlíusson skrifar 8. nóvember 2010 09:56 Samstarf þessara þriggja alþýðutónlistarhetja hefði einhvern tímann verið óhugsandi, en í dag er það sjálfsagt og algerlega að gera sig. Tónleikar ***** GRM Austurbæ, 4. nóvember 2010 "Megas, geturðu hjálpað mér aðeins áður en ég hengi mig í þessu?" Þessi orð Gylfa Ægissonar þegar hann var að vandræðast með gítarólina gáfu tóninn fyrir tónleika þeirra félaga ásamt Rúnari Þór Péturssyni í Austurbæ á fimmtudagskvöldið. Þeir hófust með því að þeir þrír komu sér fyrir á sviðinu með gítarana og tóku nokkur lög án frekari undirleiks. Það var ljóst strax frá fyrstu tónunum að þetta yrðu skemmtilegir tónleikar. Stemningin var létt og þremenningarnir reyttu af sér brandarana, aðallega samt Gylfi. Eftir Í sól og sumaryl og Stolt siglir fleyið mitt kom Jybbí jei sem Gylfi söng að mestu og hafði breytt nafni Stebba í laginu í Megas. Samstarf þessara þriggja alþýðutónlistarhetja hefði einhvern tímann verið óhugsandi, en í dag er það sjálfsagt og algerlega að gera sig. Eftir nokkur lög kom hljómsveitin inn á sviðið, gítarleikari, bassaleikari og trommuleikari og þá hækkaði styrkurinn og krafturinn jókst. GRM tók lög eins og Gígja, Sjúddírarí rei, Spáðu í mig og Brotnar myndir við góðar undirtektir, enda salurinn greinilega skipaður hörðum aðdáendum. Eftir hlé var enn hækkað í græjunum og lög eins og Út á gólfið, Reykjavíkurnætur, Við Birkiland og Drottningin vonda voru keyrð áfram í þéttum og kraftmiklum rokkútgáfum. Mjög flott. Þegar Minning um mann fékk að hljóma og Megas hóf upp raust sína í öðru erindinu fékk maður gæsahúð af hrifningu. Fullkomið. Tæpum tveim tímum og nítján lögum eftir að tónleikarnir hófust töldu þeir félagar í síðasta lagið, Lóa Lóa sem lokaði flottri dagskrá. Eftir uppklapp kom svo Fatlafól, við mikinn fögnuð tónleikagesta og svo Jybbí jei aftur, nú í öflugri rokkkeyrslu. Á heildina litið voru þetta frábærir tónleikar. Hljómsveitin stóð sig mjög vel. Það var smá hik af og til á framlínumönnunum, menn ekki alveg vissir hver ætti að syngja næsta erindi og svona, en það kom ekkert að sök. Það er reyndar gaman að bera þessa tónleika saman við tónleika Megasar á Listahátíð í sumar. Þar var horft upp og allt straufínt. Sérskrifaðar framsæknar útsetningar og sprenglærðir atvinnutónlistarmenn. Athyglisvert, en virkaði ekkert sérstaklega vel. Nú var farið í hina áttina. Púkkað upp á gamla neyslufélaga, veðraða knæpuspilara og útjaskaða smellakónga og viti menn. Svínvirkaði! Það kom á óvart að þó að það hafi verið nokkuð þéttskipað í salnum var ekki uppselt. Þrátt fyrir alla útvarpssmellina þá eru GRM enn þá við jaðarinn. Fjöldinn velur Frostrósir. En fjöldinn missti af flottum tónleikum og frábærri skemmtun! Niðurstaða: Gylfi Ægisson, Rúnar Þór og Megas voru léttir og hressir og fóru á kostum í Austurbæ á fimmudagskvöldið. Mest lesið Heitustu trendin í haust Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Matur Innblásturinn að gamanhrollvekju kom frá vídeoleigu bæjarins Bíó og sjónvarp Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira
Tónleikar ***** GRM Austurbæ, 4. nóvember 2010 "Megas, geturðu hjálpað mér aðeins áður en ég hengi mig í þessu?" Þessi orð Gylfa Ægissonar þegar hann var að vandræðast með gítarólina gáfu tóninn fyrir tónleika þeirra félaga ásamt Rúnari Þór Péturssyni í Austurbæ á fimmtudagskvöldið. Þeir hófust með því að þeir þrír komu sér fyrir á sviðinu með gítarana og tóku nokkur lög án frekari undirleiks. Það var ljóst strax frá fyrstu tónunum að þetta yrðu skemmtilegir tónleikar. Stemningin var létt og þremenningarnir reyttu af sér brandarana, aðallega samt Gylfi. Eftir Í sól og sumaryl og Stolt siglir fleyið mitt kom Jybbí jei sem Gylfi söng að mestu og hafði breytt nafni Stebba í laginu í Megas. Samstarf þessara þriggja alþýðutónlistarhetja hefði einhvern tímann verið óhugsandi, en í dag er það sjálfsagt og algerlega að gera sig. Eftir nokkur lög kom hljómsveitin inn á sviðið, gítarleikari, bassaleikari og trommuleikari og þá hækkaði styrkurinn og krafturinn jókst. GRM tók lög eins og Gígja, Sjúddírarí rei, Spáðu í mig og Brotnar myndir við góðar undirtektir, enda salurinn greinilega skipaður hörðum aðdáendum. Eftir hlé var enn hækkað í græjunum og lög eins og Út á gólfið, Reykjavíkurnætur, Við Birkiland og Drottningin vonda voru keyrð áfram í þéttum og kraftmiklum rokkútgáfum. Mjög flott. Þegar Minning um mann fékk að hljóma og Megas hóf upp raust sína í öðru erindinu fékk maður gæsahúð af hrifningu. Fullkomið. Tæpum tveim tímum og nítján lögum eftir að tónleikarnir hófust töldu þeir félagar í síðasta lagið, Lóa Lóa sem lokaði flottri dagskrá. Eftir uppklapp kom svo Fatlafól, við mikinn fögnuð tónleikagesta og svo Jybbí jei aftur, nú í öflugri rokkkeyrslu. Á heildina litið voru þetta frábærir tónleikar. Hljómsveitin stóð sig mjög vel. Það var smá hik af og til á framlínumönnunum, menn ekki alveg vissir hver ætti að syngja næsta erindi og svona, en það kom ekkert að sök. Það er reyndar gaman að bera þessa tónleika saman við tónleika Megasar á Listahátíð í sumar. Þar var horft upp og allt straufínt. Sérskrifaðar framsæknar útsetningar og sprenglærðir atvinnutónlistarmenn. Athyglisvert, en virkaði ekkert sérstaklega vel. Nú var farið í hina áttina. Púkkað upp á gamla neyslufélaga, veðraða knæpuspilara og útjaskaða smellakónga og viti menn. Svínvirkaði! Það kom á óvart að þó að það hafi verið nokkuð þéttskipað í salnum var ekki uppselt. Þrátt fyrir alla útvarpssmellina þá eru GRM enn þá við jaðarinn. Fjöldinn velur Frostrósir. En fjöldinn missti af flottum tónleikum og frábærri skemmtun! Niðurstaða: Gylfi Ægisson, Rúnar Þór og Megas voru léttir og hressir og fóru á kostum í Austurbæ á fimmudagskvöldið.
Mest lesið Heitustu trendin í haust Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Matur Innblásturinn að gamanhrollvekju kom frá vídeoleigu bæjarins Bíó og sjónvarp Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira