Nýtt myndband CCP slær öllu við Tinni Sveinsson skrifar 6. maí 2010 16:21 Tölvuleikjaframleiðandinn CCP gaf á dögunum út nýtt myndband fyrir EVE Online. Myndböndin frá fyrirtækinu í Grandagarði hafa verið flott hingað til en þetta slær öllu öðru við. Myndbandið er gert til að kynna nýja viðbót við EVE Online sem nefnist Tyrannis og fer í loftið 18. maí. Viðbótin breytir leiknum heilmikið. Spilarar geta nú farið niður á plánetur í EVE-heiminum og byggt á þeim eða nýtt náttúruauðlindir. Búast má við miklu kapphlaupi hjá þeim þrjú hundruð þúsund manns sem spila leikinn þegar opnað verður fyrir þennan möguleika en í síðustu uppfærslu leikjarins var grafíkin á plánetunum einmitt stórbætt. Þá hefur samskiptakerfi EVE einnig verið bætt þannig að spilarar eigi auðveldara með að spjalla saman utan leiks. Með þessu er CCP smám saman að undirbúa jarðveginn fyrir skotleikinn DUST 514, sem vonast er til að komi út á næstu misserum. Starfsmenn CCP í Shanghai stýra vinnu við leikinn en hann verður gefinn út á leikjatölvunni Xbox 360 og/eða á Playstation 3. Leikurinn tengist EVE Online á snilldarlegan hátt en leikmenn þar berjast á jörðu niðri um yfirráð yfir sömu plánetum og eru í EVE og geta haft samráð við spilara í EVE. EVE-spilarar eru einnig mjög spenntir fyrir viðbótinni Incarna sem er í vinnslu. Þá geta þeir farið fótgangandi inn í geimstöðvar og spjallað við hvorn annan í gegnum leikjapersónurnar. Tyrannis-myndbandið er hægt að sjá hér á eveonline.com. Leikjavísir Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir Frá Íslandi til stjarnanna Léttir að geta loks rætt íslenskan leik opinberlega Myrkur Games birta fyrstu stiklu Echoes of the End Hvað í ósköpunum gerði James Bond á Íslandi? Sjá meira
Tölvuleikjaframleiðandinn CCP gaf á dögunum út nýtt myndband fyrir EVE Online. Myndböndin frá fyrirtækinu í Grandagarði hafa verið flott hingað til en þetta slær öllu öðru við. Myndbandið er gert til að kynna nýja viðbót við EVE Online sem nefnist Tyrannis og fer í loftið 18. maí. Viðbótin breytir leiknum heilmikið. Spilarar geta nú farið niður á plánetur í EVE-heiminum og byggt á þeim eða nýtt náttúruauðlindir. Búast má við miklu kapphlaupi hjá þeim þrjú hundruð þúsund manns sem spila leikinn þegar opnað verður fyrir þennan möguleika en í síðustu uppfærslu leikjarins var grafíkin á plánetunum einmitt stórbætt. Þá hefur samskiptakerfi EVE einnig verið bætt þannig að spilarar eigi auðveldara með að spjalla saman utan leiks. Með þessu er CCP smám saman að undirbúa jarðveginn fyrir skotleikinn DUST 514, sem vonast er til að komi út á næstu misserum. Starfsmenn CCP í Shanghai stýra vinnu við leikinn en hann verður gefinn út á leikjatölvunni Xbox 360 og/eða á Playstation 3. Leikurinn tengist EVE Online á snilldarlegan hátt en leikmenn þar berjast á jörðu niðri um yfirráð yfir sömu plánetum og eru í EVE og geta haft samráð við spilara í EVE. EVE-spilarar eru einnig mjög spenntir fyrir viðbótinni Incarna sem er í vinnslu. Þá geta þeir farið fótgangandi inn í geimstöðvar og spjallað við hvorn annan í gegnum leikjapersónurnar. Tyrannis-myndbandið er hægt að sjá hér á eveonline.com.
Leikjavísir Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir Frá Íslandi til stjarnanna Léttir að geta loks rætt íslenskan leik opinberlega Myrkur Games birta fyrstu stiklu Echoes of the End Hvað í ósköpunum gerði James Bond á Íslandi? Sjá meira