Harður og mjúkur pakki Freyr Bjarnason skrifar 20. desember 2010 00:01 The Thief's Manual með Cliff Clavin. Tónlist The Thief"s Manual Cliff Clavin Cliff Clavin er á meðal efnilegustu rokksveita landsins og hafa lög hennar hljómað með reglulegu millibili á X-inu. Sveitin var stofnuð í Garðabæ fyrir fjórum árum og mætir nú með sína fyrstu plötu. Upphafslagið Mine Has the View er þrusu rokkari í anda Korns og Mínuss sem vekur upp ákveðnar væntingar um framhaldið. Þær væntingar standast ekki alveg því flest lögin sem á eftir koma eru heldur mýkri, þó að mörg séu þau vel frambærileg. Best eru hin rokkuðu This Is Where We Kill More Than Time og Midnight Getaways, auk þess sem The Thief"s Manual og Shake Hands eru nokkuð góð. Gítarleikurinn á plötunni er víða flottur og hljómurinn fágaður, en kannski einum of á köflum. Hinn hrái hljómur upphafslagsins hefði alveg mátt fá að njóta sín oftar og menn hefðu mátt sleppa meira fram af sér beislinu. Sem sagt, ágæt rokkplata sem sýnir að Cliff Clavin hefur það sem til þarf. Strákarnir kunna að rokka en vonandi verður rokkið aðeins harðara á næstu plötu. Niðurstaða: Rokkið mætti vera harðara á annars ágætum frumburði Cliff Clavin. Mest lesið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Aron Can og Erna elska eldhúsbúrið Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Móðurmorð í blóðugu jólaboði Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Úr öskunni í eldinn Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Sjá meira
Tónlist The Thief"s Manual Cliff Clavin Cliff Clavin er á meðal efnilegustu rokksveita landsins og hafa lög hennar hljómað með reglulegu millibili á X-inu. Sveitin var stofnuð í Garðabæ fyrir fjórum árum og mætir nú með sína fyrstu plötu. Upphafslagið Mine Has the View er þrusu rokkari í anda Korns og Mínuss sem vekur upp ákveðnar væntingar um framhaldið. Þær væntingar standast ekki alveg því flest lögin sem á eftir koma eru heldur mýkri, þó að mörg séu þau vel frambærileg. Best eru hin rokkuðu This Is Where We Kill More Than Time og Midnight Getaways, auk þess sem The Thief"s Manual og Shake Hands eru nokkuð góð. Gítarleikurinn á plötunni er víða flottur og hljómurinn fágaður, en kannski einum of á köflum. Hinn hrái hljómur upphafslagsins hefði alveg mátt fá að njóta sín oftar og menn hefðu mátt sleppa meira fram af sér beislinu. Sem sagt, ágæt rokkplata sem sýnir að Cliff Clavin hefur það sem til þarf. Strákarnir kunna að rokka en vonandi verður rokkið aðeins harðara á næstu plötu. Niðurstaða: Rokkið mætti vera harðara á annars ágætum frumburði Cliff Clavin.
Mest lesið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Aron Can og Erna elska eldhúsbúrið Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Móðurmorð í blóðugu jólaboði Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Úr öskunni í eldinn Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Sjá meira