Fimm prósent Íslendinga þjást af heilsukvíða 4. desember 2010 08:00 Sóley Dröfn Davíðsdóttir. Áætlað er að fimm prósent fólks þjáist af heilsukvíða. Vandamálið einkennist af þrálátum kvíða og áhyggjum yfir því að vera haldinn sjúkdómi. Enginn munur er milli kynjanna. Stuðst er við atferlismeðferð og lyfjagjöf í meðferð. Áætlað er að um fimm prósent Íslendinga þjáist af heilsukvíða. Ástandið einkennist af óhóflegum og hamlandi kvíða þar sem fólk óttast að vera haldið alvarlegum sjúkdómi þrátt fyrir að niðurstöður læknisfræðilegra skoðana sýni fram á annað. Sóley Dröfn Davíðsdóttir, sálfræðingur hjá Kvíðameðferðarstöðinni, og Ólafur Árni Sveinsson, taugalæknir hjá Karolinska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi, skrifuðu grein sem birtist í Læknablaðinu í gær, sem ber heitið Heilsukvíði - aukin þekking og meðferðarmöguleikar, þar sem fjallað var um helstu einkenni vandans og ný meðferðarúrræði. Sóley Dröfn segir að heilsukvíði sé algengari en margir halda. Utan við þessi fimm prósent sem eru áætluð að eigi við þetta vandamál að stríða sé mikill fjöldi fólks sem óttast á einhverjum tímapunkti að vera haldinn alvarlegum sjúkdómi þrátt fyrir að lítil rök liggi fyrir því. „Þetta hefst oftast snemma á fullorðinsárunum, þegar fólk er undir andlegu álagi," segir Sóley Dröfn. „Hugsanlega hefur náinn ættingi orðið alvarlega veikur eða látist úr sjúkdómi og með því myndast sú hugmynd hjá viðkomandi einstaklingi að hann sjálfur eigi á hættu að veikjast." Tíðni heilsukvíða er jöfn meðal karla og kvenna, en almenn kvíðaröskun og fælni sé mun algengari meðal kvenna heldur en karla. Áður fyrr var sjúkdómurinn kallaður ímyndunarveiki. Sóley Dröfn segir að það sé rangnefni vegna þess að hugtakið „ímyndun" gefur í skyn að einkenni fólks séu ekki raunveruleg. „Líkaminn er sjaldnast einkennalaus," segir Sóley. „Þeir sem þjást af heilsukvíða eru ekki að gera sér upp einkenni, heldur eru þau rangtúlkuð í hugum fólks sem telur að þau stafi af alvarlegum sjúkdómi." Sóley Dröfn segir mikilvægt að komast að rótum vandans og átta sig á því hvað það er sem fólk óttast. Hvort sem það sé dauðinn, veikindaferlið, einangrun, að skilja börnin eftir eða í raun hvað sem er. „Þetta þótti áður illviðráðanlegur vandi. En hugræn atferlismeðferð og ákveðin lyfjameðferð geta hvort um sig skilað miklum árangri." sunna@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Nokkuð um hávaðaútköll Innlent Fleiri fréttir Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Sjá meira
Áætlað er að um fimm prósent Íslendinga þjáist af heilsukvíða. Ástandið einkennist af óhóflegum og hamlandi kvíða þar sem fólk óttast að vera haldið alvarlegum sjúkdómi þrátt fyrir að niðurstöður læknisfræðilegra skoðana sýni fram á annað. Sóley Dröfn Davíðsdóttir, sálfræðingur hjá Kvíðameðferðarstöðinni, og Ólafur Árni Sveinsson, taugalæknir hjá Karolinska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi, skrifuðu grein sem birtist í Læknablaðinu í gær, sem ber heitið Heilsukvíði - aukin þekking og meðferðarmöguleikar, þar sem fjallað var um helstu einkenni vandans og ný meðferðarúrræði. Sóley Dröfn segir að heilsukvíði sé algengari en margir halda. Utan við þessi fimm prósent sem eru áætluð að eigi við þetta vandamál að stríða sé mikill fjöldi fólks sem óttast á einhverjum tímapunkti að vera haldinn alvarlegum sjúkdómi þrátt fyrir að lítil rök liggi fyrir því. „Þetta hefst oftast snemma á fullorðinsárunum, þegar fólk er undir andlegu álagi," segir Sóley Dröfn. „Hugsanlega hefur náinn ættingi orðið alvarlega veikur eða látist úr sjúkdómi og með því myndast sú hugmynd hjá viðkomandi einstaklingi að hann sjálfur eigi á hættu að veikjast." Tíðni heilsukvíða er jöfn meðal karla og kvenna, en almenn kvíðaröskun og fælni sé mun algengari meðal kvenna heldur en karla. Áður fyrr var sjúkdómurinn kallaður ímyndunarveiki. Sóley Dröfn segir að það sé rangnefni vegna þess að hugtakið „ímyndun" gefur í skyn að einkenni fólks séu ekki raunveruleg. „Líkaminn er sjaldnast einkennalaus," segir Sóley. „Þeir sem þjást af heilsukvíða eru ekki að gera sér upp einkenni, heldur eru þau rangtúlkuð í hugum fólks sem telur að þau stafi af alvarlegum sjúkdómi." Sóley Dröfn segir mikilvægt að komast að rótum vandans og átta sig á því hvað það er sem fólk óttast. Hvort sem það sé dauðinn, veikindaferlið, einangrun, að skilja börnin eftir eða í raun hvað sem er. „Þetta þótti áður illviðráðanlegur vandi. En hugræn atferlismeðferð og ákveðin lyfjameðferð geta hvort um sig skilað miklum árangri." sunna@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Nokkuð um hávaðaútköll Innlent Fleiri fréttir Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Sjá meira