Fimm prósent Íslendinga þjást af heilsukvíða 4. desember 2010 08:00 Sóley Dröfn Davíðsdóttir. Áætlað er að fimm prósent fólks þjáist af heilsukvíða. Vandamálið einkennist af þrálátum kvíða og áhyggjum yfir því að vera haldinn sjúkdómi. Enginn munur er milli kynjanna. Stuðst er við atferlismeðferð og lyfjagjöf í meðferð. Áætlað er að um fimm prósent Íslendinga þjáist af heilsukvíða. Ástandið einkennist af óhóflegum og hamlandi kvíða þar sem fólk óttast að vera haldið alvarlegum sjúkdómi þrátt fyrir að niðurstöður læknisfræðilegra skoðana sýni fram á annað. Sóley Dröfn Davíðsdóttir, sálfræðingur hjá Kvíðameðferðarstöðinni, og Ólafur Árni Sveinsson, taugalæknir hjá Karolinska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi, skrifuðu grein sem birtist í Læknablaðinu í gær, sem ber heitið Heilsukvíði - aukin þekking og meðferðarmöguleikar, þar sem fjallað var um helstu einkenni vandans og ný meðferðarúrræði. Sóley Dröfn segir að heilsukvíði sé algengari en margir halda. Utan við þessi fimm prósent sem eru áætluð að eigi við þetta vandamál að stríða sé mikill fjöldi fólks sem óttast á einhverjum tímapunkti að vera haldinn alvarlegum sjúkdómi þrátt fyrir að lítil rök liggi fyrir því. „Þetta hefst oftast snemma á fullorðinsárunum, þegar fólk er undir andlegu álagi," segir Sóley Dröfn. „Hugsanlega hefur náinn ættingi orðið alvarlega veikur eða látist úr sjúkdómi og með því myndast sú hugmynd hjá viðkomandi einstaklingi að hann sjálfur eigi á hættu að veikjast." Tíðni heilsukvíða er jöfn meðal karla og kvenna, en almenn kvíðaröskun og fælni sé mun algengari meðal kvenna heldur en karla. Áður fyrr var sjúkdómurinn kallaður ímyndunarveiki. Sóley Dröfn segir að það sé rangnefni vegna þess að hugtakið „ímyndun" gefur í skyn að einkenni fólks séu ekki raunveruleg. „Líkaminn er sjaldnast einkennalaus," segir Sóley. „Þeir sem þjást af heilsukvíða eru ekki að gera sér upp einkenni, heldur eru þau rangtúlkuð í hugum fólks sem telur að þau stafi af alvarlegum sjúkdómi." Sóley Dröfn segir mikilvægt að komast að rótum vandans og átta sig á því hvað það er sem fólk óttast. Hvort sem það sé dauðinn, veikindaferlið, einangrun, að skilja börnin eftir eða í raun hvað sem er. „Þetta þótti áður illviðráðanlegur vandi. En hugræn atferlismeðferð og ákveðin lyfjameðferð geta hvort um sig skilað miklum árangri." sunna@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Áætlað er að um fimm prósent Íslendinga þjáist af heilsukvíða. Ástandið einkennist af óhóflegum og hamlandi kvíða þar sem fólk óttast að vera haldið alvarlegum sjúkdómi þrátt fyrir að niðurstöður læknisfræðilegra skoðana sýni fram á annað. Sóley Dröfn Davíðsdóttir, sálfræðingur hjá Kvíðameðferðarstöðinni, og Ólafur Árni Sveinsson, taugalæknir hjá Karolinska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi, skrifuðu grein sem birtist í Læknablaðinu í gær, sem ber heitið Heilsukvíði - aukin þekking og meðferðarmöguleikar, þar sem fjallað var um helstu einkenni vandans og ný meðferðarúrræði. Sóley Dröfn segir að heilsukvíði sé algengari en margir halda. Utan við þessi fimm prósent sem eru áætluð að eigi við þetta vandamál að stríða sé mikill fjöldi fólks sem óttast á einhverjum tímapunkti að vera haldinn alvarlegum sjúkdómi þrátt fyrir að lítil rök liggi fyrir því. „Þetta hefst oftast snemma á fullorðinsárunum, þegar fólk er undir andlegu álagi," segir Sóley Dröfn. „Hugsanlega hefur náinn ættingi orðið alvarlega veikur eða látist úr sjúkdómi og með því myndast sú hugmynd hjá viðkomandi einstaklingi að hann sjálfur eigi á hættu að veikjast." Tíðni heilsukvíða er jöfn meðal karla og kvenna, en almenn kvíðaröskun og fælni sé mun algengari meðal kvenna heldur en karla. Áður fyrr var sjúkdómurinn kallaður ímyndunarveiki. Sóley Dröfn segir að það sé rangnefni vegna þess að hugtakið „ímyndun" gefur í skyn að einkenni fólks séu ekki raunveruleg. „Líkaminn er sjaldnast einkennalaus," segir Sóley. „Þeir sem þjást af heilsukvíða eru ekki að gera sér upp einkenni, heldur eru þau rangtúlkuð í hugum fólks sem telur að þau stafi af alvarlegum sjúkdómi." Sóley Dröfn segir mikilvægt að komast að rótum vandans og átta sig á því hvað það er sem fólk óttast. Hvort sem það sé dauðinn, veikindaferlið, einangrun, að skilja börnin eftir eða í raun hvað sem er. „Þetta þótti áður illviðráðanlegur vandi. En hugræn atferlismeðferð og ákveðin lyfjameðferð geta hvort um sig skilað miklum árangri." sunna@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira