Óheillaþróun sem snúa verður við Steinunn Stefánsdóttir skrifar 30. desember 2010 06:00 Greinargerð vinnuhóps mennta- og menningarmálaráðuneytisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga um kostnað við rekstur grunnskóla er áhugaverð. Það er alltaf gagnlegt að bera það sem gert er hér á landi saman við það sem gerist úti í hinum stóra heimi. Athygli vekur engu að síður að ekki skuli sérstaklega borið saman við Norðurlönd vegna þess að íslenskur grunnskóli er langskyldastur grunnskólum Norðurlandanna að öllu leyti og líklega er lítill áhugi í raun á að breyta þeirri staðreynd. Í ljós kemur að þegar tekið er tillit til hlutfalls barna á grunnskólaaldri er Ísland með fjórða hæsta kostnað við grunnskóla innan OECD. Þetta er að sumu leyti erfitt að eiga við. Vegna dreifbýlis eru hér óhjákvæmilega allmargir afar litlir skólar þar sem kostnaður á hvert barn er mjög hár. Kostnaður vegna skólahúsnæðis í köldu landi á jarðskjálftasvæði hlýtur líka að vera hærri en í löndum með mildari náttúru. Auk þess voru íslenskir skólar einsettir miklu seinna en víðast hvar og vaxtakostnaður vegna bygginga í tengslum við einsetninguna er enn kostnaðarliður í rekstri grunnskóla. Það hlýtur þó að vekja mesta athygli í þessum samanburði að þrátt fyrir háan kostnað við rekstur grunnskóla eru laun kennara hér með þeim lægstu sem þekkjast. Af samanburði á kennslumagni og þróun á fjölda kennara samanborið við nemendur má greina þá óheillaþróun sem orðið hefur á kjörum kennara með lækkandi launum miðað við samanburðarhópa og lækkun á kennsluhlutfalli í heildarvinnutíma. Þessi tregða sveitarfélaga við að hækka laun kennara en bjóða í staðinn breytingar á vinnutilhögun í kjarasamningum hefur líklega reynst báðum aðilum slæmur kostur. Laun grunnskólakennara, sem um áratugaskeið hafa verið lág, voru líklega aldrei lakari en nú en kostnaður sveitarfélaga vegna grunnskólanna er samt sem áður afar hár. Það blasir við að tími er kominn til að gefa að einhverju leyti upp á nýtt í kostnaðarmálum grunnskóla. Við þá vinnu verður að horfast í augu við að grunnskólinn er einn af hornsteinum samfélagsins og reynsla fjölmargra þjóða sýnir að aldrei er mikilvægara að styrkja innviði hans en þegar kreppir að í samfélaginu. Uppstokkunin hlýtur að snúa að vinnufyrirkomulagi innan skólanna. Hér er ekki bara átt við vinnufyrirkomulag almennra kennara heldur ekki síður fjölgun millistjórnenda innan grunnskólans sem á drjúgan þátt í lágu kennsluhlutfalli í heildarvinnutíma kennara. Það verður að vinda ofan af þeirri þróun sem staðið hefur frá því að sveitarfélögin tóku við rekstri grunnskólans með öflugri fyrirstöðu gegn hækkun launa kennara og horfast í augu við að laun grunnskólakennara verða að hækka. Forysta Kennarasambandsins þarf líka að líta í eigin barm. Hún situr handan borðsins og hefur gengið að hverjum kjarasamningnum á fætur öðrum með smánarlegri launahækkun en breytingum á vinnutilhögun á móti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun
Greinargerð vinnuhóps mennta- og menningarmálaráðuneytisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga um kostnað við rekstur grunnskóla er áhugaverð. Það er alltaf gagnlegt að bera það sem gert er hér á landi saman við það sem gerist úti í hinum stóra heimi. Athygli vekur engu að síður að ekki skuli sérstaklega borið saman við Norðurlönd vegna þess að íslenskur grunnskóli er langskyldastur grunnskólum Norðurlandanna að öllu leyti og líklega er lítill áhugi í raun á að breyta þeirri staðreynd. Í ljós kemur að þegar tekið er tillit til hlutfalls barna á grunnskólaaldri er Ísland með fjórða hæsta kostnað við grunnskóla innan OECD. Þetta er að sumu leyti erfitt að eiga við. Vegna dreifbýlis eru hér óhjákvæmilega allmargir afar litlir skólar þar sem kostnaður á hvert barn er mjög hár. Kostnaður vegna skólahúsnæðis í köldu landi á jarðskjálftasvæði hlýtur líka að vera hærri en í löndum með mildari náttúru. Auk þess voru íslenskir skólar einsettir miklu seinna en víðast hvar og vaxtakostnaður vegna bygginga í tengslum við einsetninguna er enn kostnaðarliður í rekstri grunnskóla. Það hlýtur þó að vekja mesta athygli í þessum samanburði að þrátt fyrir háan kostnað við rekstur grunnskóla eru laun kennara hér með þeim lægstu sem þekkjast. Af samanburði á kennslumagni og þróun á fjölda kennara samanborið við nemendur má greina þá óheillaþróun sem orðið hefur á kjörum kennara með lækkandi launum miðað við samanburðarhópa og lækkun á kennsluhlutfalli í heildarvinnutíma. Þessi tregða sveitarfélaga við að hækka laun kennara en bjóða í staðinn breytingar á vinnutilhögun í kjarasamningum hefur líklega reynst báðum aðilum slæmur kostur. Laun grunnskólakennara, sem um áratugaskeið hafa verið lág, voru líklega aldrei lakari en nú en kostnaður sveitarfélaga vegna grunnskólanna er samt sem áður afar hár. Það blasir við að tími er kominn til að gefa að einhverju leyti upp á nýtt í kostnaðarmálum grunnskóla. Við þá vinnu verður að horfast í augu við að grunnskólinn er einn af hornsteinum samfélagsins og reynsla fjölmargra þjóða sýnir að aldrei er mikilvægara að styrkja innviði hans en þegar kreppir að í samfélaginu. Uppstokkunin hlýtur að snúa að vinnufyrirkomulagi innan skólanna. Hér er ekki bara átt við vinnufyrirkomulag almennra kennara heldur ekki síður fjölgun millistjórnenda innan grunnskólans sem á drjúgan þátt í lágu kennsluhlutfalli í heildarvinnutíma kennara. Það verður að vinda ofan af þeirri þróun sem staðið hefur frá því að sveitarfélögin tóku við rekstri grunnskólans með öflugri fyrirstöðu gegn hækkun launa kennara og horfast í augu við að laun grunnskólakennara verða að hækka. Forysta Kennarasambandsins þarf líka að líta í eigin barm. Hún situr handan borðsins og hefur gengið að hverjum kjarasamningnum á fætur öðrum með smánarlegri launahækkun en breytingum á vinnutilhögun á móti.
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun