Ómar Ragnarsson á árshátíð þungarokksins 9. júlí 2010 06:00 Andri Freyr og Ómar Ragnarsson ætla að sækja þungarokkshátíðina Eistnaflug um helgina. Þetta er í fyrsta sinn sem þeir fara á hátíðina. Útvarpsmaðurinn Andri Freyr Viðarsson verður viðstaddur þungarokkshátíðina Eistnaflug nú um helgina ásamt starfsfélaga sínum, Ómari Ragnarssyni. Eistnaflug verður haldin hátíðleg í fimmta sinn nú um helgina og á meðal þeirra hljómsveita sem koma fram eru goðsagnirnar í Napalm Death, Sólstafir, Dr. Spock, Mínus og Klink. Þetta er í fyrsta sinn sem þeir Andri Freyr og Ómar sækja hátíðina, sem margir líta á sem árshátíð þungarokksins, og segjast þeir hlakka mikið til að upplifa rokkið sem þar ríkir. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég fer á Eistnaflug, sem er alveg til skammar, enda er ég heimamaður. Þetta er stór stund og ekki skemmir fyrir að við fáum að upplifa hana saman, ég og Ómar,“ segir útvarpsmaðurinn knái. Aðspurður segist Andri Freyr hvað spenntastur fyrir að sjá kempurnar í Napalm Death, Klink, Mínus og Plastic Gods. Ómar segist einnig spenntur fyrir hátíðinni og er fullviss um að hann eigi eftir að skemmta sér vel. „Ég á eftir að fíla þetta, þetta er power og kraftur. Ég er gamall þungarokkari sjálfur og vildi bara hlusta á Little Richard og Chuck Berry á mínum yngri árum, Elvis var aldrei nógu grófur fyrir mig. Ég er því viss um að ég eigi eftir að falla vel inn í hópinn. Nafnið á hátíðinni sjálfri þykir mér, sjö barna föður, einnig dásamlegt í alla staði,“ segir Ómar og hlær. Hann segir samstarfið við Andra Frey hafa gengið vonum framar og eru þeir félagar orðnir hinir mestu mátar. „Þetta hefur verið mjög gefandi, ekki síst fyrir mig. Núna er Andri líka á heimavelli og í staðinn fyrir að ég úði út úr mér mismunandi skemmtilegum fróðleik þá getur hann nú tekið gamla manninn og sagt mér frá öllu,“ segir Ómar. - sm Eistnaflug Mest lesið Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Lífið Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Bíó og sjónvarp Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Lífið Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Bíó og sjónvarp Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Menning Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Heyra ekkert í Harry og Meghan Lífið Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Fleiri fréttir Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Sjá meira
Útvarpsmaðurinn Andri Freyr Viðarsson verður viðstaddur þungarokkshátíðina Eistnaflug nú um helgina ásamt starfsfélaga sínum, Ómari Ragnarssyni. Eistnaflug verður haldin hátíðleg í fimmta sinn nú um helgina og á meðal þeirra hljómsveita sem koma fram eru goðsagnirnar í Napalm Death, Sólstafir, Dr. Spock, Mínus og Klink. Þetta er í fyrsta sinn sem þeir Andri Freyr og Ómar sækja hátíðina, sem margir líta á sem árshátíð þungarokksins, og segjast þeir hlakka mikið til að upplifa rokkið sem þar ríkir. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég fer á Eistnaflug, sem er alveg til skammar, enda er ég heimamaður. Þetta er stór stund og ekki skemmir fyrir að við fáum að upplifa hana saman, ég og Ómar,“ segir útvarpsmaðurinn knái. Aðspurður segist Andri Freyr hvað spenntastur fyrir að sjá kempurnar í Napalm Death, Klink, Mínus og Plastic Gods. Ómar segist einnig spenntur fyrir hátíðinni og er fullviss um að hann eigi eftir að skemmta sér vel. „Ég á eftir að fíla þetta, þetta er power og kraftur. Ég er gamall þungarokkari sjálfur og vildi bara hlusta á Little Richard og Chuck Berry á mínum yngri árum, Elvis var aldrei nógu grófur fyrir mig. Ég er því viss um að ég eigi eftir að falla vel inn í hópinn. Nafnið á hátíðinni sjálfri þykir mér, sjö barna föður, einnig dásamlegt í alla staði,“ segir Ómar og hlær. Hann segir samstarfið við Andra Frey hafa gengið vonum framar og eru þeir félagar orðnir hinir mestu mátar. „Þetta hefur verið mjög gefandi, ekki síst fyrir mig. Núna er Andri líka á heimavelli og í staðinn fyrir að ég úði út úr mér mismunandi skemmtilegum fróðleik þá getur hann nú tekið gamla manninn og sagt mér frá öllu,“ segir Ómar. - sm
Eistnaflug Mest lesið Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Lífið Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Bíó og sjónvarp Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Lífið Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Bíó og sjónvarp Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Menning Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Heyra ekkert í Harry og Meghan Lífið Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Fleiri fréttir Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Sjá meira