Ímynd Bandaríkjanna talin í hættu 6. desember 2010 03:30 Íslensk kona varð þar fyrir óskemmtilegri reynslu í desember 2007. nordicphotos/afp Í skýrslum bandaríska sendiráðsins kemur fram að Carol van Voorst sendiherra hafi haft nóg að gera eftir að íslensk kona varð fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu að vera handtekin við komu sína til New York í desember 2007. Konan var látin dúsa heila nótt í eins konar fangageymslu á flugvellinum og síðan send heim daginn eftir vegna þess að hún var ekki með rétta vegabréfsáritun. Hún var flutt fram og til baka í hand- og fótjárnum, og var málið tekið upp hér á landi bæði í fjölmiðlum og af stjórnvöldum, sem heimtuðu skýringar. Van Voorst sendiherra tekur málið greinilega alvarlega, en ekki endilega vegna þess hvað gerðist heldur vegna þess að málið er áberandi í fréttum á Íslandi og skaðar ímynd Bandaríkjanna meðal Íslendinga. „Við deilum því mati hennar að þetta atvik án tillits til þess hvað gerðist sé alvarlegt áfall fyrir ímynd Bandaríkjanna á Íslandi," skrifar van Voorst. „Það er mikilvægt að við komum þessari frétt af forsíðunum með því að útlista nánar hvað gerðist við handtökuna og hafa aftur samband við íslensk stjórnvöld eins fljótt og hægt er." Þann 19. desember er skýrt frá því að Stewart Baker, aðstoðarráðherra í heimavarnaráðuneyti Bandaríkjanna, hafi skrifað Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur bréf, þar sem fullyrt er að farið hafi verið vandlega yfir atburðina. Baker segist í því bréfi harma það sem gerðist og lofar því að vinnubrögð verði endurskoðuð. Van Voorst sendiherra segir síðan að við konuna sjálfa hafi verið rætt í síma, þar sem hún segist ánægð með að bandaríska heimavarnaráðuneytið skuli ætla að endurskoða vinnubrögð sín með hliðsjón af þeirri reynslu, sem hún lenti í. - gb WikiLeaks Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Fleiri fréttir Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Sjá meira
Í skýrslum bandaríska sendiráðsins kemur fram að Carol van Voorst sendiherra hafi haft nóg að gera eftir að íslensk kona varð fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu að vera handtekin við komu sína til New York í desember 2007. Konan var látin dúsa heila nótt í eins konar fangageymslu á flugvellinum og síðan send heim daginn eftir vegna þess að hún var ekki með rétta vegabréfsáritun. Hún var flutt fram og til baka í hand- og fótjárnum, og var málið tekið upp hér á landi bæði í fjölmiðlum og af stjórnvöldum, sem heimtuðu skýringar. Van Voorst sendiherra tekur málið greinilega alvarlega, en ekki endilega vegna þess hvað gerðist heldur vegna þess að málið er áberandi í fréttum á Íslandi og skaðar ímynd Bandaríkjanna meðal Íslendinga. „Við deilum því mati hennar að þetta atvik án tillits til þess hvað gerðist sé alvarlegt áfall fyrir ímynd Bandaríkjanna á Íslandi," skrifar van Voorst. „Það er mikilvægt að við komum þessari frétt af forsíðunum með því að útlista nánar hvað gerðist við handtökuna og hafa aftur samband við íslensk stjórnvöld eins fljótt og hægt er." Þann 19. desember er skýrt frá því að Stewart Baker, aðstoðarráðherra í heimavarnaráðuneyti Bandaríkjanna, hafi skrifað Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur bréf, þar sem fullyrt er að farið hafi verið vandlega yfir atburðina. Baker segist í því bréfi harma það sem gerðist og lofar því að vinnubrögð verði endurskoðuð. Van Voorst sendiherra segir síðan að við konuna sjálfa hafi verið rætt í síma, þar sem hún segist ánægð með að bandaríska heimavarnaráðuneytið skuli ætla að endurskoða vinnubrögð sín með hliðsjón af þeirri reynslu, sem hún lenti í. - gb
WikiLeaks Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Fleiri fréttir Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent