Körfubolti

Lakers komið í 2-0 og Orlando slátraði Atlanta

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Los Angeles Lakers er komið í góða stöðu í rimmunni gegn Utah Jazz í undanúrslitum Vesturdeildar NBA-deildarinnar eftir sigur í nótt, 111-103. Lakers leiðir einvígið 2-0.

Lakers hefur unnið 40 rimmur og aðeins tapað einni eftir að félagið hefur komist í 2-0 stöðu. Það er ekki góð tölfræði fyrir Utah.

Andrew Bynum var aðalmaðurinn í liði Lakers í nótt en hann skoraði 17 stig og tók 14 fráköst sem er það besta sem hann hefur gert í úrslitakeppninni á sínum ferli. Hann varði einnig 4 skot.

Kobe Bryant átti einnig fínan leik og skoraði 30 stig og gaf 8 stoðsendingar. Þetta var þriðji leikurinn í röð þar sem hann skorar yfir 30 stig.

Paul Millsap var ljósið í myrkrinu hjá Utah með 26 stig.

Fyrsti leikur Orlando og Atlanta í undanúrslitum Austurdeildar fór fram í nótt og þar slátraði Orlando gestunum.

Dwight Howard sterkur í liði Orlando með 21 stig, 12 fráköst og 5 varin skot. Josh Smith var stigahæstur í liði Hawks með skitin 14 stig.

Úrslit:

Orlando-Atlanta  114-71

LA Lakers-Utah  111-103

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×