Körfubolti

Enn og aftur kom Utah til baka og vann

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Úr leik Utah og Atlanta í nótt.
Úr leik Utah og Atlanta í nótt.

Gott gengi Utah Jazz í NBA-deildinni hélt áfram í nótt er liðið vann sinn fjórða leik í röð. Að þessu sinni lagði liðið Atlanta Hawks.

Enn og aftur kom Jazz til baka á ævintýralegan hátt í lokaleikhlutanum og landaði sigri. Atlanta leiddi 74-63 í byrjun fjórða leikhluta.

Kevin Love, leikmaður Minnesota, varð í nótt fyrsti maðurinn frá 1982 sem nær því að skora 30 stig og taka 30 fráköst í sama leiknum.

Úrslit næturinnar:

Atlanta-Utah  86-90

Indiana-Houston  99-102

Orlando-Toronto  106-110

Washington-Charlotte  85-93

Minnesota-NY Knicks  112-103

Dallas-Philadelphia  99-90

Phoenix-Sacramento  103-89

Oklahoma-Portland  110-108

LA Clippers-Detroit  107-113

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×