Íslenski boltinn

Naumur sigur Þróttar á HK

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Tómas Ingi var eflaust ekki sáttur með tapið gegn Þrótti í kvöld.
Tómas Ingi var eflaust ekki sáttur með tapið gegn Þrótti í kvöld. Fréttablaðið/Valli
Þróttur vann HK 3-2 í eina leik kvöldsins í 1. deild karla í knattspyrnu. Staðan í hálfleik var 3-2 en endurkoma HK hófst of seint en annað mark HK kom í uppbótartíma.

Leikurinn fór fram á Laugardalsvelli þar sem Rey-Cup mót Þróttara hófst í kvöld á Valbjarnarvellinum.

Gestirnir komust yfir strax á sjöttu mínútu með marki frá Birgi Magnússyni en Hjörvar Hermannsson jafnaði þremur mínútum síðar með öðru af tveimur mörkum sínum í hálfleiknum.

Hörður Bjarnason kom Þrótti yfir á 13. mínútu og Hjörvar skoraði þriðja markið á 28. mínútu. Staðan var 3-1 í hálfleik.

Aaron Palomares minnkaði muninn í 3-2 í uppbótartíma en það dugði ekki til.

Þróttur er þar með komið úr fallsæti, það hefur 14 stig en HK 15.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×