Nýbakað úr búðinni Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 16. desember 2010 06:00 Ég sýg upp í nefið og keyri höfuðið á kaf ofan í trefilinn. Bæli niður hóstann af tillitssemi við fólkið sem ég mæti á ferð minni og arka áfram. Ég hef krækt mér í kvef og sár hóstinn rífur í hálsinn. Nefið finnur enga lykt og ég get ekki notið piparkökuilmsins sem leggur út um opinn glugga hjá nágrannakonu minni þar sem hún stendur í eldhúsinu við bakstur. Það er móða á glugganum hjá henni, svo mikill er atgangurinn. Þetta haust hefur verið hinn mesti pestartími. Magakveisur af öllum sortum hafa gengið yfir leikskóla, skóla og vinnustaði undanfarnar vikur og annar hver maður liggur heima með stíflað nef og beinverki. Sjálf hef ég náð mér bæði í kveisu og kvef, af öllum sortum, eins og aðrir á mínu heimili. Kvefið sem situr í mér núna er þó óvenju lífseigt. Það situr sem fastast og ætlar ekki að gefa sig, þó ég lepji heitt í lopasokkum og bryðji bláan brjóstsykur. Engifer, chillipipar og sítróna krauma í pottum hjá mér en allt kemur fyrir ekki. Það er hrollur í mér. Hausinn hvílir eins og blautur moðpoki á herðunum, pakkstíflaður eyrna á milli og heilastarfsemin eftir því, í hægagangi. Ástæða þess að ég er á ferðinni úti, svona seint um kvöld, er lítill skór úti í glugga sem ekki má vera tómur í fyrramálið. Ég þakka í huganum kaupmanninum á horninu hjá mér fyrir að hjá honum sé alltaf opið frameftir og að hjá honum fáist ekki bara mjólk og brauð heldur líka smádót sem fer vel í skó. Það er óheppilegt að vera lasin svona í jólamánuðinum. Ég hugsa að desember sé óheppilegasti mánuðurinn af öllum til að leggjast í veikindi og í dag eru 8 dagar til jóla! Ekki ein einasta jólagjöf er komin í hús, ekkert jólakort hefur verið sent og smákökubaukurinn galtómur svo glymur í. Á bakaleiðinni sé ég hvar nágrannakonan hefur pakkað sortunum nýbökuðu í myndarlega kökudunka. Ég tel þá fimm á borðinu hjá henni og dauðöfunda hana af dugnaðinum. Hún er sjálfsagt búin að pakka öllum gjöfum inn og senda jólakortin fyrir löngu. Ég herði gönguna og þakka kaupmanninum á horninu aftur í huganum fyrir að hjá honum fáist ekki bara mjólk og brauð og smádót í skó, heldur líka nýbakaðar smákökur í bauk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Ragnheiður Tryggvadóttir Skoðanir Mest lesið Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Halldór 04.01.2025 Halldór Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun
Ég sýg upp í nefið og keyri höfuðið á kaf ofan í trefilinn. Bæli niður hóstann af tillitssemi við fólkið sem ég mæti á ferð minni og arka áfram. Ég hef krækt mér í kvef og sár hóstinn rífur í hálsinn. Nefið finnur enga lykt og ég get ekki notið piparkökuilmsins sem leggur út um opinn glugga hjá nágrannakonu minni þar sem hún stendur í eldhúsinu við bakstur. Það er móða á glugganum hjá henni, svo mikill er atgangurinn. Þetta haust hefur verið hinn mesti pestartími. Magakveisur af öllum sortum hafa gengið yfir leikskóla, skóla og vinnustaði undanfarnar vikur og annar hver maður liggur heima með stíflað nef og beinverki. Sjálf hef ég náð mér bæði í kveisu og kvef, af öllum sortum, eins og aðrir á mínu heimili. Kvefið sem situr í mér núna er þó óvenju lífseigt. Það situr sem fastast og ætlar ekki að gefa sig, þó ég lepji heitt í lopasokkum og bryðji bláan brjóstsykur. Engifer, chillipipar og sítróna krauma í pottum hjá mér en allt kemur fyrir ekki. Það er hrollur í mér. Hausinn hvílir eins og blautur moðpoki á herðunum, pakkstíflaður eyrna á milli og heilastarfsemin eftir því, í hægagangi. Ástæða þess að ég er á ferðinni úti, svona seint um kvöld, er lítill skór úti í glugga sem ekki má vera tómur í fyrramálið. Ég þakka í huganum kaupmanninum á horninu hjá mér fyrir að hjá honum sé alltaf opið frameftir og að hjá honum fáist ekki bara mjólk og brauð heldur líka smádót sem fer vel í skó. Það er óheppilegt að vera lasin svona í jólamánuðinum. Ég hugsa að desember sé óheppilegasti mánuðurinn af öllum til að leggjast í veikindi og í dag eru 8 dagar til jóla! Ekki ein einasta jólagjöf er komin í hús, ekkert jólakort hefur verið sent og smákökubaukurinn galtómur svo glymur í. Á bakaleiðinni sé ég hvar nágrannakonan hefur pakkað sortunum nýbökuðu í myndarlega kökudunka. Ég tel þá fimm á borðinu hjá henni og dauðöfunda hana af dugnaðinum. Hún er sjálfsagt búin að pakka öllum gjöfum inn og senda jólakortin fyrir löngu. Ég herði gönguna og þakka kaupmanninum á horninu aftur í huganum fyrir að hjá honum fáist ekki bara mjólk og brauð og smádót í skó, heldur líka nýbakaðar smákökur í bauk.
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun