Ískaffi Frú Berglaugar 24. september 2010 14:29 Ískaffið er ofureinfalt og gómsætt. Myndir/GVA Það er gaman að prófa sig áfram með klassíska kaffidrykki og bæta einhverju spennandi út í bollann. Kaffihúsið Frú Berglaug er í hringiðunni á horni Bergstaðastrætis og Laugavegs. Við fengum uppskrift að girnilegu ískaffi hjá Agöthu Ýr Gunnarsdóttur, sem starfar á Frú Berglaugu. Auk góðra kaffidrykkja býður Frú Berglaug upp á mikið úrval af kökum, einar tíu tegundir, ekki alltaf þær sömu, auk þess sem humarsamlokur og -salöt eru á matseðlinum og klassískur heimilismatur, eins og plokkfiskur og kjötsúpa. Agatha Ýr á Frú Berglaugu. Ískafffi frú Berglaugar 6 klakar tvöfaldur espressó 1 bolli mjólk 2 slettur karamellusíróp 2 msk. þeyttur rjómi smá súkkulaðispænir Setjið ísmola í stórt glas. Hellið kaffinu og mjólkinni út í og hrærið sírópinu vel saman við. Skreytið með þeyttum rjóma og stráið súkkulaðispæni yfir. Bragðast einkar vel með gulrótar- og ostaköku. -jma Drykkir Uppskriftir Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Tónlist Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Lífið Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Lífið Fleiri fréttir Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Sjá meira
Það er gaman að prófa sig áfram með klassíska kaffidrykki og bæta einhverju spennandi út í bollann. Kaffihúsið Frú Berglaug er í hringiðunni á horni Bergstaðastrætis og Laugavegs. Við fengum uppskrift að girnilegu ískaffi hjá Agöthu Ýr Gunnarsdóttur, sem starfar á Frú Berglaugu. Auk góðra kaffidrykkja býður Frú Berglaug upp á mikið úrval af kökum, einar tíu tegundir, ekki alltaf þær sömu, auk þess sem humarsamlokur og -salöt eru á matseðlinum og klassískur heimilismatur, eins og plokkfiskur og kjötsúpa. Agatha Ýr á Frú Berglaugu. Ískafffi frú Berglaugar 6 klakar tvöfaldur espressó 1 bolli mjólk 2 slettur karamellusíróp 2 msk. þeyttur rjómi smá súkkulaðispænir Setjið ísmola í stórt glas. Hellið kaffinu og mjólkinni út í og hrærið sírópinu vel saman við. Skreytið með þeyttum rjóma og stráið súkkulaðispæni yfir. Bragðast einkar vel með gulrótar- og ostaköku. -jma
Drykkir Uppskriftir Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Tónlist Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Lífið Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Lífið Fleiri fréttir Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Sjá meira