Hár og aftur hár Trausti Júlíusson skrifar 30. september 2010 22:51 Wish You Were Hair með Hairdoctor. Tónlist: **Wish You Were Hair með Hairdoctor.Hairdoctor er hljómsveit skipuð Jóni Atla Helgasyni hárgreiðslumanni og plötusnúði með meiru og Árna Rúnari Hlöðverssyni sem er þekktastur sem meðlimur FM Belfast.Wish You Were Hair er önnur platan sveitarinnar en sú fyrri, Shampoo, kom út fyrir fimm árum. Nýja platan er sjö laga og tveir gestasöngvarar koma við sögu. Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir syngur með Jóni Atla í upphafslaginu, Dagur eitt, sem er langbesta lag plötunnar, en Bóas Hallgrímsson syngur í If You Love Me.Tónlist Hárdoktorsins er samsett úr fínum grunnefnum eins og flottum töktum, stuði og húmor (nafnið á plötunni er t.d. snilld!). Ágætar hugmyndir og góð stemning í þessu bandi. Það sem hins vegar vantar upp á eru annars vegar lagasmíðarnar og hins vegar hljómburðurinn. Lögin á Wish You Were Hair eru ansi misjöfn og eins og áður segir stendur Dagur eitt upp úr.Hljómurinn er viljandi svolítið lo-fi sem getur alveg komið vel út, en mér finnst hann samt of vondur á köflum hér, gítarsándið er t.d. hörmung. Platan kemur þó betur út í tölvunni og mp3-spilaranum heldur en í betri græjum.Á heildina litið þokkaleg plata.Niðurstaða: Flott nafn, fínt umslag og eitt gott lag. Mest lesið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Fleiri fréttir Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Vonlaust í víkinni Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Sjá meira
Tónlist: **Wish You Were Hair með Hairdoctor.Hairdoctor er hljómsveit skipuð Jóni Atla Helgasyni hárgreiðslumanni og plötusnúði með meiru og Árna Rúnari Hlöðverssyni sem er þekktastur sem meðlimur FM Belfast.Wish You Were Hair er önnur platan sveitarinnar en sú fyrri, Shampoo, kom út fyrir fimm árum. Nýja platan er sjö laga og tveir gestasöngvarar koma við sögu. Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir syngur með Jóni Atla í upphafslaginu, Dagur eitt, sem er langbesta lag plötunnar, en Bóas Hallgrímsson syngur í If You Love Me.Tónlist Hárdoktorsins er samsett úr fínum grunnefnum eins og flottum töktum, stuði og húmor (nafnið á plötunni er t.d. snilld!). Ágætar hugmyndir og góð stemning í þessu bandi. Það sem hins vegar vantar upp á eru annars vegar lagasmíðarnar og hins vegar hljómburðurinn. Lögin á Wish You Were Hair eru ansi misjöfn og eins og áður segir stendur Dagur eitt upp úr.Hljómurinn er viljandi svolítið lo-fi sem getur alveg komið vel út, en mér finnst hann samt of vondur á köflum hér, gítarsándið er t.d. hörmung. Platan kemur þó betur út í tölvunni og mp3-spilaranum heldur en í betri græjum.Á heildina litið þokkaleg plata.Niðurstaða: Flott nafn, fínt umslag og eitt gott lag.
Mest lesið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Fleiri fréttir Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Vonlaust í víkinni Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Sjá meira