Leikskólagjöld hækka mest 2. desember 2010 04:00 Hækkað á leikskólum Meirihlutinn í Reykjavík fyrirhugar að hækka leikskólagjöld og lækka systkinaafslátt. Myndin er frá leikskólanum Hofi. Fréttablaðið/Vilhelm Kostnaður vegna leikskóla og grunnskóla hjá reykvískri fjölskyldu með þrjú börn, gæti hækkað um nær 100 þúsund krónur á ári samkvæmt útreikningum borgarstjórnarflokks Sjálfstæðismanna. Sjálfstæðismenn átelja harðlega þá leið sem meirihluti Besta flokksins og Samfylkingar ákvað að fara til að brúa um fimm milljarða bil milli tekna og gjalda borgarinnar. Í fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir að sækja 919 milljónir með hækkun á gjaldskrá. Í útreikningum sem miða við að tvö börn séu í leikskóla og eitt í grunnskóla hafa hækkanir á leikskólagjöldum og lækkun systkinaafsláttar í för með sér hækkun um rúmar 70 þúsund krónur. Ofan á það koma hækkanir á skólamat og frístundaskóla upp á 27 þúsund krónur. Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti sjálfstæðismanna, segir að ef litið sé til hækkana á sköttum og gjöldum sjái fjölskyldur fram á allt að 100 til 150 þúsunda króna hækkun á útgjöldum frá þessu ári til þess næsta. „Við erum að miða við venjulegar barnafjölskyldur í Reykjavík þar sem þetta kemur hvað harðast niður. Við miðum út frá tölum Hagstofunnar um meðallaun og meðalíbúðaverð, en það eru margir kostnaðarliðir sem meirihlutinn er að bæta við, sem við tökum ekki inn í þennan reikning." Hanna Birna segir hækkanir meirihlutans á þjónustugjöldum margar vera tilviljanakenndar. „Sumar hækkarnir teljum við hófsamar til dæmis þar sem hækkað er um fimm til sjö prósent, en þegar þú ert farinn að hækka um 20 prósent við frístundaheimilin og þjónustu við eldri borgara upp í 45 eða jafnvel 88 prósent á einstaka þjónustu þá er það orðið meira en hóflegt." Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, segir í samtali við Fréttablaðið að ef ekki hefði verið ráðist í hækkanir í leikskólum hefði þurft að skera niður annars staðar. „Okkur finnst þetta ekki ósanngjörn breyting því að það er enn verulegur afsláttur fyrir þá sem eru með fleiri en eitt barn. Miðað við önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu erum við enn með langlægstu leikskólagjöldin, þó við séum fyrst og fremst að horfa til þess að þeim sé dreift á sanngjarnan hátt." Dagur segir að borgin sé í erfiðri aðstöðu sem verði að bregðast við. „Við erum að reyna að vinna úr málum með eins miklu raunsæi og sanngirni og hægt er." thorgils@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Sjá meira
Kostnaður vegna leikskóla og grunnskóla hjá reykvískri fjölskyldu með þrjú börn, gæti hækkað um nær 100 þúsund krónur á ári samkvæmt útreikningum borgarstjórnarflokks Sjálfstæðismanna. Sjálfstæðismenn átelja harðlega þá leið sem meirihluti Besta flokksins og Samfylkingar ákvað að fara til að brúa um fimm milljarða bil milli tekna og gjalda borgarinnar. Í fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir að sækja 919 milljónir með hækkun á gjaldskrá. Í útreikningum sem miða við að tvö börn séu í leikskóla og eitt í grunnskóla hafa hækkanir á leikskólagjöldum og lækkun systkinaafsláttar í för með sér hækkun um rúmar 70 þúsund krónur. Ofan á það koma hækkanir á skólamat og frístundaskóla upp á 27 þúsund krónur. Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti sjálfstæðismanna, segir að ef litið sé til hækkana á sköttum og gjöldum sjái fjölskyldur fram á allt að 100 til 150 þúsunda króna hækkun á útgjöldum frá þessu ári til þess næsta. „Við erum að miða við venjulegar barnafjölskyldur í Reykjavík þar sem þetta kemur hvað harðast niður. Við miðum út frá tölum Hagstofunnar um meðallaun og meðalíbúðaverð, en það eru margir kostnaðarliðir sem meirihlutinn er að bæta við, sem við tökum ekki inn í þennan reikning." Hanna Birna segir hækkanir meirihlutans á þjónustugjöldum margar vera tilviljanakenndar. „Sumar hækkarnir teljum við hófsamar til dæmis þar sem hækkað er um fimm til sjö prósent, en þegar þú ert farinn að hækka um 20 prósent við frístundaheimilin og þjónustu við eldri borgara upp í 45 eða jafnvel 88 prósent á einstaka þjónustu þá er það orðið meira en hóflegt." Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, segir í samtali við Fréttablaðið að ef ekki hefði verið ráðist í hækkanir í leikskólum hefði þurft að skera niður annars staðar. „Okkur finnst þetta ekki ósanngjörn breyting því að það er enn verulegur afsláttur fyrir þá sem eru með fleiri en eitt barn. Miðað við önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu erum við enn með langlægstu leikskólagjöldin, þó við séum fyrst og fremst að horfa til þess að þeim sé dreift á sanngjarnan hátt." Dagur segir að borgin sé í erfiðri aðstöðu sem verði að bregðast við. „Við erum að reyna að vinna úr málum með eins miklu raunsæi og sanngirni og hægt er." thorgils@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Sjá meira