Þórunn greiðir ekki atkvæði með ákærum 28. september 2010 11:58 Þingflokksformaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi umhverfisráðherra mun ekki greiða atkvæði með því að fyrrverandir ráðherrum verði stefnt fyrir landsdóm. Þór Saari þingmaður Hreyfingarinnar telur réttast að þegar verði boðað til kosninga. Umræðum á Alþingi um tvær þingsályktunartillögur um ákærur á hendur þremur til fjórum fyrrverandi ráðherrum lýkur í dag. Sex þingmenn eru nú á mælendaskrá en hver þeirra getur talað í tuttugu og fimm mínútur auk andsvara. Atkvæðagreiðsla ætti að geta hafist síðdegis í dag komi ekkert óvænt upp á. Afstaða þingmanna hefur smátt og smátt verið að koma í ljós í umræðunum. Í morgun sagðist Þórunn Sveinbjarnardóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi umhverfisráðherra, ekki getað stutt tillögur um ákærur. Vegna þess hvernig stjórnsýslan sé byggð upp á Íslandi hafi gripið um sig úrræðaleysi og jafnvel kerfislömun þegar á reyndi. Það sé þó ekki þar með sagt að ráðherrar í ríkisstjórn Geirs H. Haarde hafi gerst sekir um refsivert athæfi. Það er hins vegar ljóst af ræðu flokksbróður Þórunnar, Marðar Árnasonar í gær og andsvörum hans í dag við ræðu Þórunnar, að hann mun styðja málshöfðun á að minnsta kosti einhvern ráðherranna. Hann sagði að þingmenn Samfylkingarinnar hefðu mátt vita við upphaf stjórnarsamstarfsins að bankakerfið var fúið og grípa þyrfti til ráðstafana. Þór Saari þingmaður Hreyfingarinnar segir á bloggi sínu, að þeir núverandi ráðherrar sem áður sátu í ríkisstjórn og þeir þingmenn sem voru ráðherrar í ríkisstjórn Geirs ættu að segja af sér. Sömuleiðis ættu þingmenn fyrrverandi stjórnarflokka sem þá sátu á þingi einnig að gera það. Hann telur eðlilegast að boða til kosninga sem fyrst. Atkvæðagreiðsla um ákærurnar fer eins og áður sagði að öllum líkindum fram síðdegis og gæti orðið tvísýn. Ljóst er að allir þingmenn Vinstri grænna og Hreyfingarinnar muni greiða atkvæði með ákærum, Sjálfstæðismenn á móti þeim, en öllu óljósara er hvernig atkvæði samfylkingar- og framsóknarþingmanna munu falla. Landsdómur Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Fleiri fréttir Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Sjá meira
Þingflokksformaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi umhverfisráðherra mun ekki greiða atkvæði með því að fyrrverandir ráðherrum verði stefnt fyrir landsdóm. Þór Saari þingmaður Hreyfingarinnar telur réttast að þegar verði boðað til kosninga. Umræðum á Alþingi um tvær þingsályktunartillögur um ákærur á hendur þremur til fjórum fyrrverandi ráðherrum lýkur í dag. Sex þingmenn eru nú á mælendaskrá en hver þeirra getur talað í tuttugu og fimm mínútur auk andsvara. Atkvæðagreiðsla ætti að geta hafist síðdegis í dag komi ekkert óvænt upp á. Afstaða þingmanna hefur smátt og smátt verið að koma í ljós í umræðunum. Í morgun sagðist Þórunn Sveinbjarnardóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi umhverfisráðherra, ekki getað stutt tillögur um ákærur. Vegna þess hvernig stjórnsýslan sé byggð upp á Íslandi hafi gripið um sig úrræðaleysi og jafnvel kerfislömun þegar á reyndi. Það sé þó ekki þar með sagt að ráðherrar í ríkisstjórn Geirs H. Haarde hafi gerst sekir um refsivert athæfi. Það er hins vegar ljóst af ræðu flokksbróður Þórunnar, Marðar Árnasonar í gær og andsvörum hans í dag við ræðu Þórunnar, að hann mun styðja málshöfðun á að minnsta kosti einhvern ráðherranna. Hann sagði að þingmenn Samfylkingarinnar hefðu mátt vita við upphaf stjórnarsamstarfsins að bankakerfið var fúið og grípa þyrfti til ráðstafana. Þór Saari þingmaður Hreyfingarinnar segir á bloggi sínu, að þeir núverandi ráðherrar sem áður sátu í ríkisstjórn og þeir þingmenn sem voru ráðherrar í ríkisstjórn Geirs ættu að segja af sér. Sömuleiðis ættu þingmenn fyrrverandi stjórnarflokka sem þá sátu á þingi einnig að gera það. Hann telur eðlilegast að boða til kosninga sem fyrst. Atkvæðagreiðsla um ákærurnar fer eins og áður sagði að öllum líkindum fram síðdegis og gæti orðið tvísýn. Ljóst er að allir þingmenn Vinstri grænna og Hreyfingarinnar muni greiða atkvæði með ákærum, Sjálfstæðismenn á móti þeim, en öllu óljósara er hvernig atkvæði samfylkingar- og framsóknarþingmanna munu falla.
Landsdómur Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Fleiri fréttir Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Sjá meira