Körfubolti

NBA: Aðeins fjórði hreini úrslitaleikurinn um titilinn á 25 árum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kobe Bryant í síðasta leik á móti Boston.
Kobe Bryant í síðasta leik á móti Boston. Mynd/AP
Los Angeles Lakers og Boston Celtics spila í kvöld sjöunda og síðasta leikinn sinn um NBA-meistaratitilinn í körfubolta. Leikurinn fer fram í Staples Center í Los Angeles og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Útsendingin hefst klukkan 00.50.

Það er ekki á hverju ári sem NBA-deildin býður upp á hreinan úrslitaleik um titilinn en það gerðist síðast árið 2005 þegar San Antonio Spurs vann Detroit Pistons. Frá og með árinu 1985 hefur úrslitaeinvígið aðeins þrisvar farið alla leið í sjöunda leik því auk einvígisins 2005 þá fóru úrslitaeinvígin 1994 og 1988 einnig í hreinan úrslitaleik.

Boston og Lakers hafa fjórum sinnum sinnum spilað hreinan úrslitaleik um titilinn og hefur Boston unnið þá alla enda er félagið ósigrað í sjö úrslitaleikjum um titilinn.

Einn af sigrinum Boston er 111-102 sigur á Lakers þegar þau mættust síðast í sjöunda leik sem var í úrslitaseríunni árið 1984. Boston vann líka einn af þessum úrslitaleikjum í Los Angeles en það var árið 1969. Lakers vann síðast þegar liðið var í sömu stöðu en liðið vann þá 108-105 sigur á Detroit Pistons á heimavelli árið 1988.

Hreinir úrslitaleikir um NBA-meistaratitilinn

2004-05 San Antonio Spurs-Detroit Pistons 81-74

1993-94 Houston Rockets-New York Knicks 90-84

1987-88 Los Angeles Lakers-Detroit Pistons 108-105

1983-84 Boston Celtics-Los Angeles Lakers 111-102

1977-78 Seattle SuperSonics-Washington Bullets 99-105

1973-74 Milwaukee Bucks-Boston Celtics 87-102

1969-70 New York Knicks-Los Angeles Lakers 113-99

1968-69 Los Angeles Lakers-Boston Celtics 106-108

1965-66 Boston Celtics-Los Angeles Lakers 95-93

1961-62 Boston Celtics-Los Angeles Lakers 110-107 (Framlenging)

1959-60 Boston Celtics-St. Louis Hawks 122-103

1956-57 Boston Celtics-St. Louis Hawks 125-123 (Tvíframlengt)

1954-55 Syracuse Nationals-Fort Wayne Pistons 92-91

1953-54 Minneapolis Lakers-Syracuse Nationals 87-80

1951-52 Minneapolis Lakers-New York Knicks 82-65

1950-51 Rochester Royals-New York Knicks 79-75



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×