Verðlaunanýyrði varð til í eldgosinu 28. desember 2010 06:00 gosið Eyjafjallajökull er talinn upp með Mel Gibson, Julian Assange og vuvuzela-lúðrinum í upptalningu Telegraph í Bretlandi á helstu skúrkum líðandi árs.Fréttablaðið/Vilhelm Orð sem sprottið er upp úr gosinu í Eyjafjallajökli í vor hefur verið valið nýyrði ársins í Noregi. Orðið er „askefast“ eða „öskufastur“ og haft yfir þá sem komast hvorki lönd né strönd vegna loftmengunar af völdum eldfjallaösku. Í umfjöllun norsku fréttaveitunnar NTB eru áhrifin á tungumálið sögð til marks um hversu gríðarlega víðtæk áhrif eldgosið hafi haft. Haft er eftir Sigfrid Tvitekkja, formanni norsku málnefndarinnar, að öskuorðið nýja hafi fjölda jákvæðra eiginleika. „Orðið er samsett úr tveimur velþekktum norskum orðum. Það er stutt, en segir jafnframt mikið,“ segir Tvitekkja. Orðsins hafi fyrst orðið vart á prenti, mögulega í fleiri en einu blaði samtímis. Þannig hafi 15. apríl staðið í Nordlys að fjöldi þátttakenda frá Norður-Noregi á Evrópuþingi í Brussel væru „öskufastir“ í höfuðstað Evrópusambandsins. Eftir fjóra daga af öskufréttum í fréttamiðlum heims mátti finna orðið á 22.600 stöðum með leitarvél Google. NTB bendir á að eldgosið hafi víðar haft sambærileg áhrif. Þannig hafi bandaríska hljómsveitin Bear in Heaven verið öskuföst í Madríd á Spáni og til að drepa tímann tekið fram myndbandsupptökuvél og lagt á farangursbelti flughafnarinnar. Þar hafi orðið til dáleiðandi myndband við lag sveitarinnar sem nefnist „Dust Cloud“. Eyjafjallajökuls er annars getið í fjölda blaða og fréttamiðla um heim allan í yfirferð þeirra á stórfréttum ársins sem er að líða. Í fréttagetraun spyr breska ríkisútvarpið BBC hvað nafn Eyjafjallajökuls þýði. Auk rétt svars er boðið upp á valmöguleikana „Turn kaldra elda“ og „Reið norn“. Breska dagblaðið Telegraph hefur valið Eyjafjallajökul sem einn af helstu skúrkum ársins 2010, en í þeirri umfjöllun er líka að finna leikarann Mel Gibson, Julian Assange hjá Wikileaks og vuvuzela-lúðurinn. Í Independent er að finna pistlana „Augnablik sem skóku heiminn árið 2010“. Þar skrifar rithöfundurinn Fay Weldon um gosið og kveðst eftir það heimsækja jarðskjálftavef Veðurstofu Íslands á hverjum degi í leit að merkjum um frekari jarðhræringar. Hún hefur skrifað fjölda bóka, en hér þekkja margir bók hennar „Ævi og ástir kvendjöfuls“. Fréttavefur DNA á Indlandi telur gosið í Eyjafjallajökli upp með öðrum stórviðburðum ársins og myndir frá gosinu er að finna í yfirliti allra helstu miðla um fréttaljósmyndir ársins. olikr@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent Fleiri fréttir Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Sjá meira
Orð sem sprottið er upp úr gosinu í Eyjafjallajökli í vor hefur verið valið nýyrði ársins í Noregi. Orðið er „askefast“ eða „öskufastur“ og haft yfir þá sem komast hvorki lönd né strönd vegna loftmengunar af völdum eldfjallaösku. Í umfjöllun norsku fréttaveitunnar NTB eru áhrifin á tungumálið sögð til marks um hversu gríðarlega víðtæk áhrif eldgosið hafi haft. Haft er eftir Sigfrid Tvitekkja, formanni norsku málnefndarinnar, að öskuorðið nýja hafi fjölda jákvæðra eiginleika. „Orðið er samsett úr tveimur velþekktum norskum orðum. Það er stutt, en segir jafnframt mikið,“ segir Tvitekkja. Orðsins hafi fyrst orðið vart á prenti, mögulega í fleiri en einu blaði samtímis. Þannig hafi 15. apríl staðið í Nordlys að fjöldi þátttakenda frá Norður-Noregi á Evrópuþingi í Brussel væru „öskufastir“ í höfuðstað Evrópusambandsins. Eftir fjóra daga af öskufréttum í fréttamiðlum heims mátti finna orðið á 22.600 stöðum með leitarvél Google. NTB bendir á að eldgosið hafi víðar haft sambærileg áhrif. Þannig hafi bandaríska hljómsveitin Bear in Heaven verið öskuföst í Madríd á Spáni og til að drepa tímann tekið fram myndbandsupptökuvél og lagt á farangursbelti flughafnarinnar. Þar hafi orðið til dáleiðandi myndband við lag sveitarinnar sem nefnist „Dust Cloud“. Eyjafjallajökuls er annars getið í fjölda blaða og fréttamiðla um heim allan í yfirferð þeirra á stórfréttum ársins sem er að líða. Í fréttagetraun spyr breska ríkisútvarpið BBC hvað nafn Eyjafjallajökuls þýði. Auk rétt svars er boðið upp á valmöguleikana „Turn kaldra elda“ og „Reið norn“. Breska dagblaðið Telegraph hefur valið Eyjafjallajökul sem einn af helstu skúrkum ársins 2010, en í þeirri umfjöllun er líka að finna leikarann Mel Gibson, Julian Assange hjá Wikileaks og vuvuzela-lúðurinn. Í Independent er að finna pistlana „Augnablik sem skóku heiminn árið 2010“. Þar skrifar rithöfundurinn Fay Weldon um gosið og kveðst eftir það heimsækja jarðskjálftavef Veðurstofu Íslands á hverjum degi í leit að merkjum um frekari jarðhræringar. Hún hefur skrifað fjölda bóka, en hér þekkja margir bók hennar „Ævi og ástir kvendjöfuls“. Fréttavefur DNA á Indlandi telur gosið í Eyjafjallajökli upp með öðrum stórviðburðum ársins og myndir frá gosinu er að finna í yfirliti allra helstu miðla um fréttaljósmyndir ársins. olikr@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent Fleiri fréttir Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Sjá meira