Klúðruðu milljarðakröfu gegn Stím-feðgum - málið ekki dómtækt Valur Grettisson skrifar 19. október 2010 17:06 Héraðsdómur Reykjavíkur. Mál Landsbankans gegn eignarhaldsfélögum í eigu feðganna Flosa Valgeirs Jakobssonar og sonar hans, Jakobs Valgeirs Flosasonar, var vísað frá í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag þar sem málið þótti ekki dómtækt vegna óljósrar stefnu. Bankinn krafðist upprunalega rúmlega 10 milljónir svissneskra franka af félögunum, sem reiknast um 1,2 milljarður á núverandi gengi. Um er að ræða einkamál sem bankinn höfðaði gegn félagi sem heitir JV ehf., en hét áður Jakob Valgeir ehf., og er í Bolungarvík. Þá var Ofjarli ehf., sem er í eigu Flosa, og eignarhaldsfélaginu Gafli einnig stefnt í október 2009. Einkamálið var höfðað vegna lána sem útgerð þeirra feðga í Bolungarvík tók í erlendri mynt, það er að segja í svissneskum frönkum. Lánið tvöfaldaðist eftir að krónan féll og á þeim forsendum mótmæltu feðgarnir kröfu Landsbankans. Félögin Ofjarl og Gafl, gengust í ábyrgð fyrir lánið. Dómur féll í málinu í dag og var málinu vísað frá vegna þess að það þótti ekki dómtækt og var „óhjákvæmilegt að vísa málinu sjálfkrafa frá dómi" eins og segir orðrétt í dóminum. Ástæðan fyrir því að mál Landsbankans var svona óljóst var vegna þess að bankinn breytti kröfugerð sinni í miðjum málaferlum. Lögmaður feðganna mótmælti nýju kröfugerðinni og taldi hana koma of seint fram. Þá segir orðrétt í úrskurðinum: „Í hinni nýju kröfugerð stefnanda eru gerðar kröfur á hendur „stefnda" án þess að getið sé við hvern af hinum þremur stefndu í málinu sé átt við. Ekki er gerð krafa um greiðslu in solidum eins og gert var í stefnu enda á það vart við þar sem stefnda er getið í eintölu í nýju kröfugerðinni. Af hálfu stefnanda hefur ekki komið fram að hann óski eftir að falla frá málinu á hendur einhverjum stefndu. Þvert á móti ber yfirskrift skjals er inniheldur hina breyttu kröfugerð með sér að málið sé á hendur hinum þremur stefndu einkahlutafélögum." Jakob Valgeir komst fyrst í fréttirnar stuttu eftir bankahrunið 2008 vegna tengsla sinna við eignarhaldsfélagið Stím ehf. Það félag er til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara auk þess sem það er veigamikill þáttur í stefnu Glitnis gegn Jóni Ásgeir Jóhannessyni og aðilum tengdum honum í einkamáli bankans gegn þeim í New York. Stímfeðgarnir Jakob Valgeir og Flosi hafa átt í rekstrarerfiðleikum með útgerðarfélag sitt Jakob Valgeir ehf., þrátt fyrir að hafa flutt línuskipið Þorlák og 40 prósent af kvóta skipsins af gamalli kennitölu yfir á aðra kennitölu í upphafi síðasta árs. Stím málið Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Mál Landsbankans gegn eignarhaldsfélögum í eigu feðganna Flosa Valgeirs Jakobssonar og sonar hans, Jakobs Valgeirs Flosasonar, var vísað frá í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag þar sem málið þótti ekki dómtækt vegna óljósrar stefnu. Bankinn krafðist upprunalega rúmlega 10 milljónir svissneskra franka af félögunum, sem reiknast um 1,2 milljarður á núverandi gengi. Um er að ræða einkamál sem bankinn höfðaði gegn félagi sem heitir JV ehf., en hét áður Jakob Valgeir ehf., og er í Bolungarvík. Þá var Ofjarli ehf., sem er í eigu Flosa, og eignarhaldsfélaginu Gafli einnig stefnt í október 2009. Einkamálið var höfðað vegna lána sem útgerð þeirra feðga í Bolungarvík tók í erlendri mynt, það er að segja í svissneskum frönkum. Lánið tvöfaldaðist eftir að krónan féll og á þeim forsendum mótmæltu feðgarnir kröfu Landsbankans. Félögin Ofjarl og Gafl, gengust í ábyrgð fyrir lánið. Dómur féll í málinu í dag og var málinu vísað frá vegna þess að það þótti ekki dómtækt og var „óhjákvæmilegt að vísa málinu sjálfkrafa frá dómi" eins og segir orðrétt í dóminum. Ástæðan fyrir því að mál Landsbankans var svona óljóst var vegna þess að bankinn breytti kröfugerð sinni í miðjum málaferlum. Lögmaður feðganna mótmælti nýju kröfugerðinni og taldi hana koma of seint fram. Þá segir orðrétt í úrskurðinum: „Í hinni nýju kröfugerð stefnanda eru gerðar kröfur á hendur „stefnda" án þess að getið sé við hvern af hinum þremur stefndu í málinu sé átt við. Ekki er gerð krafa um greiðslu in solidum eins og gert var í stefnu enda á það vart við þar sem stefnda er getið í eintölu í nýju kröfugerðinni. Af hálfu stefnanda hefur ekki komið fram að hann óski eftir að falla frá málinu á hendur einhverjum stefndu. Þvert á móti ber yfirskrift skjals er inniheldur hina breyttu kröfugerð með sér að málið sé á hendur hinum þremur stefndu einkahlutafélögum." Jakob Valgeir komst fyrst í fréttirnar stuttu eftir bankahrunið 2008 vegna tengsla sinna við eignarhaldsfélagið Stím ehf. Það félag er til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara auk þess sem það er veigamikill þáttur í stefnu Glitnis gegn Jóni Ásgeir Jóhannessyni og aðilum tengdum honum í einkamáli bankans gegn þeim í New York. Stímfeðgarnir Jakob Valgeir og Flosi hafa átt í rekstrarerfiðleikum með útgerðarfélag sitt Jakob Valgeir ehf., þrátt fyrir að hafa flutt línuskipið Þorlák og 40 prósent af kvóta skipsins af gamalli kennitölu yfir á aðra kennitölu í upphafi síðasta árs.
Stím málið Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira