PS3 leikjatölvan hökkuð 25. janúar 2010 20:05 Bandaríski tölvuþrjóturinn George Hotz, sem var frægur sem unglingur þegar hann hakkaði iPhone símann frá Apple, segist hafa leikið sama leikinn á PlayStation 3 leikjatölvuna vinsælu. Hotz segir að það hafi tekið hann fimm vikur að hakka tölvuna en það gerir fólki kleift að spila sjóræningjaútgáfur af tölvuleikjunum á PS3. Hingað til hefur tölvan verið sú eina sem tölvuþrjótum hefur ekki tekist að hakka og það þrátt fyrir að hún hafi verið á markaði í þrjú ár. Hotz segir í samtali við BBC að hann muni skýra frá aðferðinni í smáatriðum á Netinu innan skamms. Talsmenn Sony segjast vera að kanna hvað hæft sé í fullyrðingum mannsins en að öðru leyti vilja menn þar á bæ ekki tjá sig nánar. Auk þess að gera fólki kleift að spila sjóræningjaútgáfur af PS3 leikjum segir Hotz að nú geti menn einnig spilað PlayStation 2 leiki á tölvunni, en Sony ákvað að koma í veg fyrir þann möguleika þegar PS3 kom út, mörgum til lítillar gleði. Leikjavísir Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
Bandaríski tölvuþrjóturinn George Hotz, sem var frægur sem unglingur þegar hann hakkaði iPhone símann frá Apple, segist hafa leikið sama leikinn á PlayStation 3 leikjatölvuna vinsælu. Hotz segir að það hafi tekið hann fimm vikur að hakka tölvuna en það gerir fólki kleift að spila sjóræningjaútgáfur af tölvuleikjunum á PS3. Hingað til hefur tölvan verið sú eina sem tölvuþrjótum hefur ekki tekist að hakka og það þrátt fyrir að hún hafi verið á markaði í þrjú ár. Hotz segir í samtali við BBC að hann muni skýra frá aðferðinni í smáatriðum á Netinu innan skamms. Talsmenn Sony segjast vera að kanna hvað hæft sé í fullyrðingum mannsins en að öðru leyti vilja menn þar á bæ ekki tjá sig nánar. Auk þess að gera fólki kleift að spila sjóræningjaútgáfur af PS3 leikjum segir Hotz að nú geti menn einnig spilað PlayStation 2 leiki á tölvunni, en Sony ákvað að koma í veg fyrir þann möguleika þegar PS3 kom út, mörgum til lítillar gleði.
Leikjavísir Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira