Grillir í sátt? Ólafur Stephensen skrifar 1. september 2010 07:30 Mögulega grillir nú í útlínur sáttar um fiskveiðistjórnunina í starfshópi sjávarútvegsráðherra. Þar mun yfirgnæfandi meirihluti vera fyrir svokallaðri samningaleið, eins og Fréttablaðið hefur sagt frá. Hún felur í sér fráhvarf frá fyrningarleiðinni, sem ríkisstjórnin lagði upp með, en gerir ráð fyrir að veiðiheimildum verði að stærstum hluta endurúthlutað til útgerðarinnar í sömu hlutföllum og nú, en á grundvelli samninga og komi gjald fyrir. Þannig verði undirstrikað að veiðiheimildirnar séu þjóðareign en ekki í einkaeigu og að kvótinn sé afnotaréttur, ekki eignarréttur. Sömuleiðis er þorri nefndarmanna á því að nauðsynlegt sé að setja skýrt ákvæði um þjóðareign á auðlindum í stjórnarskrána. Þar eru fulltrúar Landssambands íslenzkra útgerðarmanna þó undantekningin. Gagnrýnin á fiskveiðistjórnunarkerfið hefur einkum verið af tvennum toga. Annars vegar er gagnrýnt að útgerðarmenn hafi í upphafi fengið kvótann gefins og farið síðan með hann sem sína einkaeign, margir selt hann aftur og farið út úr greininni með milljarða í vasanum. Hins vegar hafa menn gagnrýnt frjálsa framsalið á kvótanum, aðallega út frá hagsmunum einstakra byggðarlaga, sem hafa misst frá sér kvóta. Nú er rætt um það að hluti af samningaleiðinni verði að fimm til tuttugu prósent kvótans fari í pott, sem úthlutað verði úr samkvæmt byggðasjónarmiðum eða öðrum félagslegum sjónarmiðum. Þá verði framsalið takmarkað með einhverjum hætti. Verði auðlindagjald hækkað með samningaleiðinni kemur það til móts við þá gagnrýni að útgerðin hafi fengið kvótann endurgjaldslaust. Slík gjaldtaka, sem yrði ekki aðallega til málamynda, eins og verið hefur undanfarin ár, yrði þó að vera hluti af stærra samkomulagi um að allar atvinnugreinar sem nýta náttúruauðlindir, þar á meðal orkugeirinn, greiði gjald fyrir afnotaréttinn. Auðlindaákvæði í stjórnarskrá gengi í sömu átt. Um það ríkir í raun býsna breið samstaða meðal stjórnmálaflokkanna, sem hafa verið sammála um þörfina á slíku ákvæði þótt deilt hafi verið um orðalagið. Hinu verða menn að átta sig á að með því að takmarka framsal og taka stærri hluta kvótans frá til úthlutunar á grundvelli byggða- og félagslegra sjónarmiða, er dregið úr skilvirkni og hagkvæmni sjávarútvegsins í heild. Þannig er gengið erinda sérhagsmuna einstakra byggðarlaga á kostnað heildarhagsmuna og sjávarútvegurinn gerður líkari þeirri ríkisstyrktu og félagslega reknu atvinnugrein, sem hann er í mörgum nágrannalöndum okkar. Út frá sjónarmiði útgerðarinnar ætti að vera skynsamlegt að fallast á hækkun auðlindagjaldsins og stjórnarskrárákvæðið, ef það mætti verða til þess að hagkvæmni fiskveiðistjórnarkerfisins yrði betur tryggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun
Mögulega grillir nú í útlínur sáttar um fiskveiðistjórnunina í starfshópi sjávarútvegsráðherra. Þar mun yfirgnæfandi meirihluti vera fyrir svokallaðri samningaleið, eins og Fréttablaðið hefur sagt frá. Hún felur í sér fráhvarf frá fyrningarleiðinni, sem ríkisstjórnin lagði upp með, en gerir ráð fyrir að veiðiheimildum verði að stærstum hluta endurúthlutað til útgerðarinnar í sömu hlutföllum og nú, en á grundvelli samninga og komi gjald fyrir. Þannig verði undirstrikað að veiðiheimildirnar séu þjóðareign en ekki í einkaeigu og að kvótinn sé afnotaréttur, ekki eignarréttur. Sömuleiðis er þorri nefndarmanna á því að nauðsynlegt sé að setja skýrt ákvæði um þjóðareign á auðlindum í stjórnarskrána. Þar eru fulltrúar Landssambands íslenzkra útgerðarmanna þó undantekningin. Gagnrýnin á fiskveiðistjórnunarkerfið hefur einkum verið af tvennum toga. Annars vegar er gagnrýnt að útgerðarmenn hafi í upphafi fengið kvótann gefins og farið síðan með hann sem sína einkaeign, margir selt hann aftur og farið út úr greininni með milljarða í vasanum. Hins vegar hafa menn gagnrýnt frjálsa framsalið á kvótanum, aðallega út frá hagsmunum einstakra byggðarlaga, sem hafa misst frá sér kvóta. Nú er rætt um það að hluti af samningaleiðinni verði að fimm til tuttugu prósent kvótans fari í pott, sem úthlutað verði úr samkvæmt byggðasjónarmiðum eða öðrum félagslegum sjónarmiðum. Þá verði framsalið takmarkað með einhverjum hætti. Verði auðlindagjald hækkað með samningaleiðinni kemur það til móts við þá gagnrýni að útgerðin hafi fengið kvótann endurgjaldslaust. Slík gjaldtaka, sem yrði ekki aðallega til málamynda, eins og verið hefur undanfarin ár, yrði þó að vera hluti af stærra samkomulagi um að allar atvinnugreinar sem nýta náttúruauðlindir, þar á meðal orkugeirinn, greiði gjald fyrir afnotaréttinn. Auðlindaákvæði í stjórnarskrá gengi í sömu átt. Um það ríkir í raun býsna breið samstaða meðal stjórnmálaflokkanna, sem hafa verið sammála um þörfina á slíku ákvæði þótt deilt hafi verið um orðalagið. Hinu verða menn að átta sig á að með því að takmarka framsal og taka stærri hluta kvótans frá til úthlutunar á grundvelli byggða- og félagslegra sjónarmiða, er dregið úr skilvirkni og hagkvæmni sjávarútvegsins í heild. Þannig er gengið erinda sérhagsmuna einstakra byggðarlaga á kostnað heildarhagsmuna og sjávarútvegurinn gerður líkari þeirri ríkisstyrktu og félagslega reknu atvinnugrein, sem hann er í mörgum nágrannalöndum okkar. Út frá sjónarmiði útgerðarinnar ætti að vera skynsamlegt að fallast á hækkun auðlindagjaldsins og stjórnarskrárákvæðið, ef það mætti verða til þess að hagkvæmni fiskveiðistjórnarkerfisins yrði betur tryggð.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun