Reyndu að koma sér hjá atkvæðagreiðslu 6. desember 2010 04:00 Sendiherra Bretlands taldi vænlegt að Norðmenn myndu lána Íslendingum fyrir Icesave-reikningum Landsbankans. Bandaríska sendiráðið í Reykjavík hefur greinilega frá fyrstu stundu fylgst grannt með samningum um Icesave-reikninga Landsbankans. Í skýrslu frá Carol van Voorst, þáverandi sendiherra, sem dagsett er 23. október 2008, segir hún frá viðræðum sínum við Martin Eyjólfsson, sviðsstjóra viðskiptasviðs utanríkisráðuneytisins, um framgang viðræðna við Breta, en í vikunni á undan hafði bráðabirgðasamkomulag við Hollendinga verið undirritað. Martin nefnir þar að Bretar hafi boðið Íslendingum að greiða upphæðina á tíu árum með 13,5 prósent vöxtum, en Íslendingar hafi á móti boðið 6 prósent vexti til 20 ára. Sendiherrann segir í athugasemdum sínum að fáir á Íslandi virðist átta sig á því í hverju ábyrgð Íslendinga sé fólgin og hve gríðarlega há skuldin sé. „Margir þeirra sem átta sig á þessu eru á barmi örvæntingar.“ Í janúar á síðasta ári, nokkrum dögum eftir að Ólafur Ragnar Grímsson forseti neitaði að undirrita lög um Icesave-samninginn, ræddi Sam Watson sendiráðunautur, sem þá var staðgengill sendiherra, við Einar Gunnarsson og Kristján Guy Burgess frá íslenska utanríkisráðuneytinu. Þeir sögðust þá afar svartsýnir á framtíð Íslands og að almenningur á Íslandi myndi fagna því mjög ef opinberlega væri hægt að lýsa því yfir að Bandaríkjamenn myndu lofa stuðningi eða hjálpa til við að fá málið á dagskrá hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Einnig er haft eftir þeim að þeir vilji komast hjá því að lögin fari til þjóðaratkvæðagreiðslu, en þeir séu að kanna aðrar leiðir til að leysa málið. Í sömu skýrslu er fullyrt að Ian Whiting, sendiherra Breta hér á landi, hafi sagt bandaríska sendiráðunautnum að Bretar væru einnig að leita leiða til að koma í veg fyrir að málið yrði borið undir þjóðaratkvæðagreiðslu. Breski sendiherrann sagði Breta hins vegar hafa fengið misvísandi skilaboð frá Íslendingum, „sem fyrir viku virtust sáttir við að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu,“ eins og segir í skýrslunni „en virðast nú vera að leita annarra leiða“. Haft er eftir Whiting að ein möguleg lausn gæti verið fólgin í því að Norðmenn myndu lána Íslendingum fé, sem myndi duga fyrir Icesave-skuldinni. Þessi lausn gæti gert bæði Bretum og Íslendingum kleift að lýsa yfir sigri. Þetta gæti líka „dregið að einhverju leyti úr gagnkvæmri andúð í viðræðunum“. gudsteinn@frettabladid.is WikiLeaks Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Fleiri fréttir Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Sjá meira
Bandaríska sendiráðið í Reykjavík hefur greinilega frá fyrstu stundu fylgst grannt með samningum um Icesave-reikninga Landsbankans. Í skýrslu frá Carol van Voorst, þáverandi sendiherra, sem dagsett er 23. október 2008, segir hún frá viðræðum sínum við Martin Eyjólfsson, sviðsstjóra viðskiptasviðs utanríkisráðuneytisins, um framgang viðræðna við Breta, en í vikunni á undan hafði bráðabirgðasamkomulag við Hollendinga verið undirritað. Martin nefnir þar að Bretar hafi boðið Íslendingum að greiða upphæðina á tíu árum með 13,5 prósent vöxtum, en Íslendingar hafi á móti boðið 6 prósent vexti til 20 ára. Sendiherrann segir í athugasemdum sínum að fáir á Íslandi virðist átta sig á því í hverju ábyrgð Íslendinga sé fólgin og hve gríðarlega há skuldin sé. „Margir þeirra sem átta sig á þessu eru á barmi örvæntingar.“ Í janúar á síðasta ári, nokkrum dögum eftir að Ólafur Ragnar Grímsson forseti neitaði að undirrita lög um Icesave-samninginn, ræddi Sam Watson sendiráðunautur, sem þá var staðgengill sendiherra, við Einar Gunnarsson og Kristján Guy Burgess frá íslenska utanríkisráðuneytinu. Þeir sögðust þá afar svartsýnir á framtíð Íslands og að almenningur á Íslandi myndi fagna því mjög ef opinberlega væri hægt að lýsa því yfir að Bandaríkjamenn myndu lofa stuðningi eða hjálpa til við að fá málið á dagskrá hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Einnig er haft eftir þeim að þeir vilji komast hjá því að lögin fari til þjóðaratkvæðagreiðslu, en þeir séu að kanna aðrar leiðir til að leysa málið. Í sömu skýrslu er fullyrt að Ian Whiting, sendiherra Breta hér á landi, hafi sagt bandaríska sendiráðunautnum að Bretar væru einnig að leita leiða til að koma í veg fyrir að málið yrði borið undir þjóðaratkvæðagreiðslu. Breski sendiherrann sagði Breta hins vegar hafa fengið misvísandi skilaboð frá Íslendingum, „sem fyrir viku virtust sáttir við að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu,“ eins og segir í skýrslunni „en virðast nú vera að leita annarra leiða“. Haft er eftir Whiting að ein möguleg lausn gæti verið fólgin í því að Norðmenn myndu lána Íslendingum fé, sem myndi duga fyrir Icesave-skuldinni. Þessi lausn gæti gert bæði Bretum og Íslendingum kleift að lýsa yfir sigri. Þetta gæti líka „dregið að einhverju leyti úr gagnkvæmri andúð í viðræðunum“. gudsteinn@frettabladid.is
WikiLeaks Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Fleiri fréttir Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Sjá meira