Íslenski boltinn

Sölvi Geir Ottesen við BT: Við vinnum Dani á Parken

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sölvi Geir Ottesen.
Sölvi Geir Ottesen. Mynd/Valli
Sölvi Geir Ottesen, fyrirliði íslenska landsliðsins, verður einn íslensku leikmannanna á heimavelli þegar Ísland mætir Dönum á Parken á morgun í undankeppni EM. Sölvi Geir spilar með FC Kaupmannahöfn og hann var sigurviss í viðtali við danska blaðið BT.

„Ég trúi því að við munum taka öll þrjú stigin á móti Dönum. Ég bæði vona það og er viss um það. Við verðum að trúa á á okkar lið og við erum með sterkt lið. Við sýndum það líka á móti Norðmönnum þar sem við spiluðum mjög vel í fyrri hálfleik," sagði Sölvi.

Sölvi Geir tók við fyrirliðabandinu fyrir leikinn á móti Norðmönnum þar sem Ísland komst í 1-0 en fékk á sig tvö mörk í seinni hálfleik og tapaði 1-2.

„Danir eru vissulega með sterkara lið en Norðmenn. Til þess að ná góðum úrslitum út úr þessum leik þá þurfum við að spila eins og við gerðum í fyrri hálfleik á móti Norðmönnum. Takist það þá getum við tekið með okkur öll þrjú stigin," sagði Sölvi Geir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×