Ólafur F. Magnússon, læknir og fyrrverandi borgarstjóri, mun skipa fyrsta sæti H-listans fyrir borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík. Ólafur mun leggja fram lista skipaðan 30 frambjóðendum á fundi kjörstjórnar í dag en frestur til að skila inn framboðum rennur út á hádegi. Bryndís H. Torfadóttir, framkvæmdastjóri, skipar annað sæti listans og Katrín Corazon Surban það þriðja.
