Alþingi og almenningur Jónína Michaelsdóttir skrifar 14. september 2010 06:00 Stelpan frá Stokkseyri segir landsdóm vera úrelta löggjöf, og hún talar enga tæpitungu: Alþingi er við það að gera reginmistök! Trúi því ekki að fólk geri sér grein fyrir hvað það er að gera. Hef viljað trúa því að ég búi í réttarríki, en það samrýmist ekki réttarríki að draga ráðherra fyrir landsdóm." Hér eru ekki tilgerðarlegar vangaveltur, hjarðhugsun eða getgátur, aðeins umbúðalausar staðreyndir og heilbrigð skynsemi. Hversu grandvarir og réttsýnir sem þingmenn telja sig vera, þá eru þeir bara venjulegar manneskjur þegar til stykkisins kemur. Manneskjur sem oftar en ekki tengjast samherjum með öðrum hætti en pólitískum andstæðingum. Manneskjur sem eru fjarri því að vera hlutlausar þegar kemur að málum sem varða menn og málefni í eigin flokki. Eðlilega. Hrekkjusvínið í næsta húsi er ekki sett á bekk með fjöruga stráknum í eigin ranni. Það þarf til dæmis hvorki skarpskyggni né pólitíska tortryggni til að sjá og heyra ósamræmið milli yfirlýsinga og athafna ríkisstjórnarinnar. Vandlætingin á vinavæðingu fyrri ríkisstjórna er hallærisleg með hliðsjón af vinnubrögðum þeirra sem nú sitja í stjórn. Með allri virðingu fyrir alþingismönnum, þá eru þeir óhæfir til þess að dæma um sekt eða sakleysi samþingsmanna sinna, og beinlínis ósæmilegt að leggja það til.Traust almenningsEkki er ágreiningur um mikilvægi rannsóknarskýrslunnar góðu. Hryggjarstykkið í skýrslu þingmannanefndarinnar kann að vera fengur fyrir komandi tíma, og æskilegt að áherslan beinist að því sem snýr að stjórnsýslunni fremur en einstaklingum. Þingmenn sækjast eftir virðingu og trausti almennings, en umræðurnar á Alþingi, sem allir geta fylgst með í sjónvarpinu heima hjá sér, vekja ekki alltaf slíkar kenndir. Viðhafnarrammi um starfsemi þingsins, sérstakar hefðir og orðfæri koma fyrir lítið þegar þessir fulltrúar fólksins sem hefur verið trúað fyrir velferð þjóðarinnar, standa í ræðustól, reigja sig til hægri og vinstri, eins og þeir séu í kappræðum í menntaskóla, að ekki sé talað um þegar þeir þjóna lund sinni í botn með eitruðum sendingum til samþingsmanna sem þeim er ekki að skapi. Þegar maður er unglingur og missir stjórn á skapi sínu af einhverjum ástæðum, finnst manni það gild ástæða, að maður var svo reiður. Sjálf komst ég ekki upp með þess háttar fyrirslátt heima hjá mér. Maður ætti að stjórna skapsmunum sínum, ekki stjórnast af þeim. Það væri útlátalaust að sýna stillingu og sjálfsstjórn þegar allt væri eins og maður vildi hafa það, en þegar það brygðist, ætti að nota skapstyrkinn til að halda ró sinni, því annars færi dómgreindin í frí. Það gekk náttúrlega upp og ofan eins og við var að búast á unglingsárunum, en skilaði sér síðar. Einhverra hluta vegna virðast býsna margir þingmenn líta svo á að ræðustóll Alþingis sé fyrir einhvers konar vandlætingarútrás.Stundum minna þeir helst á karlinn á kassanum á Lækjartorgi forðum. Kannski þykir einhverjum það bara líflegt og spennandi að sjá fulltrúa þjóðarinnar vinda sér til hægri og vinstri í ræðustólnum og þruma yfir samþingsmönnum sínum með yfirlætislegu fasi, en ég er ekki frá því að fleiri kunni því betur að þeir sem stjórna landinu séu í bærilegu jafnvægi, bæði í ræðustól og annars staðar.Næstu skref Sumarið hefur verið gjöfult og gott, en hvernig skyldi veturinn verða? Hvað gerist í stjórnmálum landsins á næstu misserum? Mikill tími hefur farið í að búa til og skipa hinar og þessar nefndir, breyta skipan ráðuneyta, skipta út ráðherrum. Leggja niður eitt og búa til annað. Spara með því að svipta fámennar byggðir póstþjónustu og löggæslu, lækka laun, hækka skatta. Ríkisstjórnin er hreint ekki aðgerðalaus en spurningin er hvort forgangsröðin er í samræmi við ástandið í landinu. Hafa heimilin og efling atvinnulífsins forgang? Skilja sitjandi ráðherrar yfirleitt lögmál atvinnulífsins? Hvað sem því líður þá dylst engum að leiðtogar stjórnarflokkanna eru stoltir af eigin frammistöðu og stjórn landsins. Spurningin er hvort almenningur er á sömu skoðun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Jónína Michaelsdóttir Skoðanir Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun
Stelpan frá Stokkseyri segir landsdóm vera úrelta löggjöf, og hún talar enga tæpitungu: Alþingi er við það að gera reginmistök! Trúi því ekki að fólk geri sér grein fyrir hvað það er að gera. Hef viljað trúa því að ég búi í réttarríki, en það samrýmist ekki réttarríki að draga ráðherra fyrir landsdóm." Hér eru ekki tilgerðarlegar vangaveltur, hjarðhugsun eða getgátur, aðeins umbúðalausar staðreyndir og heilbrigð skynsemi. Hversu grandvarir og réttsýnir sem þingmenn telja sig vera, þá eru þeir bara venjulegar manneskjur þegar til stykkisins kemur. Manneskjur sem oftar en ekki tengjast samherjum með öðrum hætti en pólitískum andstæðingum. Manneskjur sem eru fjarri því að vera hlutlausar þegar kemur að málum sem varða menn og málefni í eigin flokki. Eðlilega. Hrekkjusvínið í næsta húsi er ekki sett á bekk með fjöruga stráknum í eigin ranni. Það þarf til dæmis hvorki skarpskyggni né pólitíska tortryggni til að sjá og heyra ósamræmið milli yfirlýsinga og athafna ríkisstjórnarinnar. Vandlætingin á vinavæðingu fyrri ríkisstjórna er hallærisleg með hliðsjón af vinnubrögðum þeirra sem nú sitja í stjórn. Með allri virðingu fyrir alþingismönnum, þá eru þeir óhæfir til þess að dæma um sekt eða sakleysi samþingsmanna sinna, og beinlínis ósæmilegt að leggja það til.Traust almenningsEkki er ágreiningur um mikilvægi rannsóknarskýrslunnar góðu. Hryggjarstykkið í skýrslu þingmannanefndarinnar kann að vera fengur fyrir komandi tíma, og æskilegt að áherslan beinist að því sem snýr að stjórnsýslunni fremur en einstaklingum. Þingmenn sækjast eftir virðingu og trausti almennings, en umræðurnar á Alþingi, sem allir geta fylgst með í sjónvarpinu heima hjá sér, vekja ekki alltaf slíkar kenndir. Viðhafnarrammi um starfsemi þingsins, sérstakar hefðir og orðfæri koma fyrir lítið þegar þessir fulltrúar fólksins sem hefur verið trúað fyrir velferð þjóðarinnar, standa í ræðustól, reigja sig til hægri og vinstri, eins og þeir séu í kappræðum í menntaskóla, að ekki sé talað um þegar þeir þjóna lund sinni í botn með eitruðum sendingum til samþingsmanna sem þeim er ekki að skapi. Þegar maður er unglingur og missir stjórn á skapi sínu af einhverjum ástæðum, finnst manni það gild ástæða, að maður var svo reiður. Sjálf komst ég ekki upp með þess háttar fyrirslátt heima hjá mér. Maður ætti að stjórna skapsmunum sínum, ekki stjórnast af þeim. Það væri útlátalaust að sýna stillingu og sjálfsstjórn þegar allt væri eins og maður vildi hafa það, en þegar það brygðist, ætti að nota skapstyrkinn til að halda ró sinni, því annars færi dómgreindin í frí. Það gekk náttúrlega upp og ofan eins og við var að búast á unglingsárunum, en skilaði sér síðar. Einhverra hluta vegna virðast býsna margir þingmenn líta svo á að ræðustóll Alþingis sé fyrir einhvers konar vandlætingarútrás.Stundum minna þeir helst á karlinn á kassanum á Lækjartorgi forðum. Kannski þykir einhverjum það bara líflegt og spennandi að sjá fulltrúa þjóðarinnar vinda sér til hægri og vinstri í ræðustólnum og þruma yfir samþingsmönnum sínum með yfirlætislegu fasi, en ég er ekki frá því að fleiri kunni því betur að þeir sem stjórna landinu séu í bærilegu jafnvægi, bæði í ræðustól og annars staðar.Næstu skref Sumarið hefur verið gjöfult og gott, en hvernig skyldi veturinn verða? Hvað gerist í stjórnmálum landsins á næstu misserum? Mikill tími hefur farið í að búa til og skipa hinar og þessar nefndir, breyta skipan ráðuneyta, skipta út ráðherrum. Leggja niður eitt og búa til annað. Spara með því að svipta fámennar byggðir póstþjónustu og löggæslu, lækka laun, hækka skatta. Ríkisstjórnin er hreint ekki aðgerðalaus en spurningin er hvort forgangsröðin er í samræmi við ástandið í landinu. Hafa heimilin og efling atvinnulífsins forgang? Skilja sitjandi ráðherrar yfirleitt lögmál atvinnulífsins? Hvað sem því líður þá dylst engum að leiðtogar stjórnarflokkanna eru stoltir af eigin frammistöðu og stjórn landsins. Spurningin er hvort almenningur er á sömu skoðun.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun