Ólafur Stephensen: Krónan kostar Ólafur Stephensen skrifar 12. maí 2010 06:00 Margir vilja losna við verðtrygginguna. Það er skiljanlegt, eftir að hún hefur valdið mörgum heimilum miklum búsifjum. Þeir sem voru til dæmis með húsnæðislán í íslenzkum, verðtryggðum krónum hafa horft upp á lánið sitt hækka um margar milljónir á sama tíma og þeir hafa greitt drjúgan hluta af mánaðarlaununum sínum í afborganir, vexti og verðbætur. Í umræðum um verðtrygginguna ber stundum á því að menn telja að hægt sé að fara einfaldar leiðir. Aflétta einfaldlega verðtryggingunni og þá sé vandinn leystur. Málið er ekki svo einfalt. Eins og fram kemur í skýrslu, sem Askar Capital vann fyrir efnahags- og viðskiptaráðuneytið, er verðtryggingu einkum að finna í löndum, sem búa við óstöðugan, lítinn gjaldmiðil og mikla verðbólgu. Verðtryggingin er verðið, sem við greiðum fyrir íslenzku krónuna. Vegna þess hvað verðgildi krónunnar er óvíst eru fáir reiðubúnir að lána til langs tíma án verðtryggingar, nema þá með mjög háum vöxtum. Með afnámi verðtryggingar við núverandi aðstæður færi fólk því aðeins úr öskunni í eldinn. Að sama skapi vildu líklega fáir afnema verðtryggingu á lífeyrisskuldbindingum á meðan hætta er á að krónan sveiflist eins og hún hefur gert hingað til. Ef við byggjum við stöðugan gjaldmiðil væri verðtryggingin ekki stórkostlegt vandamál. Enda er stór hluti húsnæðislána landsmanna tekinn á tíma þegar krónan virtist stöðug og verðbólgan var lítil. Það er ekki fyrr en skellurinn kemur, með tilheyrandi verðbólgu, að verðtryggingin bítur í budduna okkar. Það er rétt, sem Gylfi Magnússon efnahags- og viðskiptaráðherra segir í Fréttablaðinu í gær, að forsendan fyrir því að afnema verðtrygginguna er að ná tökum á stjórn peningamálanna; ná að halda gengi gjaldmiðilsins stöðugu og verðbólgunni lágri. Ef gjaldmiðillinn er stöðugur, skiptir ekki máli hvað hann heitir. Ef hægt er að gera íslenzku krónuna að stöðugum gjaldmiðli, má vel búa við hana út frá hagsmunum heimilanna. En þeir, sem mest mæra krónuna nú um stundir, virðast einmitt líta á það sem hennar helzta kost að hún geti sveiflazt duglega, í þágu útflutningsgreinanna. Síðasta sveifla var reyndar ekki hagstæðari en svo að fjöldamörg fyrirtæki (líka útflutningsfyrirtæki) eru tæknilega gjaldþrota vegna þess að skuldir þeirra í erlendri mynt tvöfölduðust á skömmum tíma, jafnvel þótt tekjurnar séu meiri í krónum talið. Sagan sýnir að það er hæpið að lítill, sjálfstæður gjaldmiðill eins og krónan geti skapað þann stöðugleika sem bæði heimili og fyrirtæki vilja búa við. Ísland á augljósan annan kost, sem er evran. Hún fæst ekki nema með inngöngu í Evrópusambandið. Bent hefur verið á að evrusvæðið glími nú við mikla erfiðleika. Enn sem komið eru þeir smávægilegir miðað við það sem krónusvæðið Ísland lenti í. Innganga í ESB og upptaka evru er verkefni, sem tekur mörg ár. Nóg svigrúm gefst í umsóknar- og aðildarferlinu til að meta hvort evran kemst í gegnum núverandi hreinsunareld og stenzt samanburð við krónuna sem forsenda þess að hægt verði að afnema verðtrygginguna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Margir vilja losna við verðtrygginguna. Það er skiljanlegt, eftir að hún hefur valdið mörgum heimilum miklum búsifjum. Þeir sem voru til dæmis með húsnæðislán í íslenzkum, verðtryggðum krónum hafa horft upp á lánið sitt hækka um margar milljónir á sama tíma og þeir hafa greitt drjúgan hluta af mánaðarlaununum sínum í afborganir, vexti og verðbætur. Í umræðum um verðtrygginguna ber stundum á því að menn telja að hægt sé að fara einfaldar leiðir. Aflétta einfaldlega verðtryggingunni og þá sé vandinn leystur. Málið er ekki svo einfalt. Eins og fram kemur í skýrslu, sem Askar Capital vann fyrir efnahags- og viðskiptaráðuneytið, er verðtryggingu einkum að finna í löndum, sem búa við óstöðugan, lítinn gjaldmiðil og mikla verðbólgu. Verðtryggingin er verðið, sem við greiðum fyrir íslenzku krónuna. Vegna þess hvað verðgildi krónunnar er óvíst eru fáir reiðubúnir að lána til langs tíma án verðtryggingar, nema þá með mjög háum vöxtum. Með afnámi verðtryggingar við núverandi aðstæður færi fólk því aðeins úr öskunni í eldinn. Að sama skapi vildu líklega fáir afnema verðtryggingu á lífeyrisskuldbindingum á meðan hætta er á að krónan sveiflist eins og hún hefur gert hingað til. Ef við byggjum við stöðugan gjaldmiðil væri verðtryggingin ekki stórkostlegt vandamál. Enda er stór hluti húsnæðislána landsmanna tekinn á tíma þegar krónan virtist stöðug og verðbólgan var lítil. Það er ekki fyrr en skellurinn kemur, með tilheyrandi verðbólgu, að verðtryggingin bítur í budduna okkar. Það er rétt, sem Gylfi Magnússon efnahags- og viðskiptaráðherra segir í Fréttablaðinu í gær, að forsendan fyrir því að afnema verðtrygginguna er að ná tökum á stjórn peningamálanna; ná að halda gengi gjaldmiðilsins stöðugu og verðbólgunni lágri. Ef gjaldmiðillinn er stöðugur, skiptir ekki máli hvað hann heitir. Ef hægt er að gera íslenzku krónuna að stöðugum gjaldmiðli, má vel búa við hana út frá hagsmunum heimilanna. En þeir, sem mest mæra krónuna nú um stundir, virðast einmitt líta á það sem hennar helzta kost að hún geti sveiflazt duglega, í þágu útflutningsgreinanna. Síðasta sveifla var reyndar ekki hagstæðari en svo að fjöldamörg fyrirtæki (líka útflutningsfyrirtæki) eru tæknilega gjaldþrota vegna þess að skuldir þeirra í erlendri mynt tvöfölduðust á skömmum tíma, jafnvel þótt tekjurnar séu meiri í krónum talið. Sagan sýnir að það er hæpið að lítill, sjálfstæður gjaldmiðill eins og krónan geti skapað þann stöðugleika sem bæði heimili og fyrirtæki vilja búa við. Ísland á augljósan annan kost, sem er evran. Hún fæst ekki nema með inngöngu í Evrópusambandið. Bent hefur verið á að evrusvæðið glími nú við mikla erfiðleika. Enn sem komið eru þeir smávægilegir miðað við það sem krónusvæðið Ísland lenti í. Innganga í ESB og upptaka evru er verkefni, sem tekur mörg ár. Nóg svigrúm gefst í umsóknar- og aðildarferlinu til að meta hvort evran kemst í gegnum núverandi hreinsunareld og stenzt samanburð við krónuna sem forsenda þess að hægt verði að afnema verðtrygginguna.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun