Ákærurnar styðjast hvorki við lög né rök 21. september 2010 06:30 Skýrsla Atlanefndarinnar og þingsályktunartillögur byggðar á henni hafa verið til umræðu á Alþingi síðustu daga. fréttablaðið/stefán Lög hníga ekki til þess að Alþingi gefi út ákærur á hendur fjórum fyrrverandi ráðherrum og engin rök eru til þess að téð tiltekin brot séu refsiverð eða uppfylli það grundvallarskilyrði að meiri líkur en minni séu á sakfellingu. Þetta sagði Ólöf Nordal, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, í umræðum um landsdómsmálið á Alþingi í gær. Hún fór yfir ákæruefnin lið fyrir lið og sagði þau ekki standast skoðun. Spurði hún meðal annars hverjum í heiminum hafi verið ljóst að í september 2008 yrði fall Lehman Brothers-bankans með þeim hætti að það hefði keðjuverkandi áhrif nánast um alla veröld. „Ekki virðist fjármálaráðherra Bandaríkjanna hafa verið það ljóst ef marka má viðtöl við hann og þau sjónarmið sem hann hefur látið frá sér fara vegna þessara atburða. Hefur honum verið gerð sök vegna þessa? Nei. Sannleikurinn er auðvitað sá að það var engum manni ljóst í byrjun árs 2008 að allt íslenska bankakerfið, allir stóru bankarnir með tölu, myndu hrynja þá um haustið,“ sagði Ólöf. Benti hún líka á þá niðurstöðu rannsóknarnefndar Alþingis að í síðasta lagi árið 2006 hefði verið unnt að grípa til aðgerða og nauðsynlegra ráðstafana til að draga úr umfangi og áhættu í bankakerfinu. Þá furðaði Ólöf sig á ákæruatriðinu er varðar Icesave. Ekki síst því að ráðherrar séu sakaðir um að hafa ekki búið svo um hnúta að koma Icesave í dótturfélög og þar með ábyrgðinni á herðar skattgreiðenda í Bretlandi og Hollandi. Kvað hún þetta atriði geta orðið vatn á myllu viðsemjendanna og ríkissjóði til verulegs tjóns. Oddný Harðardóttir, Samfylkingunni, situr í Atlanefndinni og leggur til að Geir Haarde, Árni Mathiesen og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fari fyrir landsdóm. Í ræðu sinni færði hún einkum rök fyrir því hvers vegna hún telji að ekki beri að sækja Björgvin G. Sigurðsson til saka. Sagði hún Geir og Ingibjörgu hafa farið inn á valdsvið Björgvins, hann hafi ekki verið upplýstur um mikilvæg mál eða setið mikilvæga fundi og hann hafi ekki undirritað yfirlýsingu um gjaldeyrisskipti við norrænu seðlabankana. bjorn@frettabladid.is Landsdómur Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Fleiri fréttir „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Sjá meira
Lög hníga ekki til þess að Alþingi gefi út ákærur á hendur fjórum fyrrverandi ráðherrum og engin rök eru til þess að téð tiltekin brot séu refsiverð eða uppfylli það grundvallarskilyrði að meiri líkur en minni séu á sakfellingu. Þetta sagði Ólöf Nordal, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, í umræðum um landsdómsmálið á Alþingi í gær. Hún fór yfir ákæruefnin lið fyrir lið og sagði þau ekki standast skoðun. Spurði hún meðal annars hverjum í heiminum hafi verið ljóst að í september 2008 yrði fall Lehman Brothers-bankans með þeim hætti að það hefði keðjuverkandi áhrif nánast um alla veröld. „Ekki virðist fjármálaráðherra Bandaríkjanna hafa verið það ljóst ef marka má viðtöl við hann og þau sjónarmið sem hann hefur látið frá sér fara vegna þessara atburða. Hefur honum verið gerð sök vegna þessa? Nei. Sannleikurinn er auðvitað sá að það var engum manni ljóst í byrjun árs 2008 að allt íslenska bankakerfið, allir stóru bankarnir með tölu, myndu hrynja þá um haustið,“ sagði Ólöf. Benti hún líka á þá niðurstöðu rannsóknarnefndar Alþingis að í síðasta lagi árið 2006 hefði verið unnt að grípa til aðgerða og nauðsynlegra ráðstafana til að draga úr umfangi og áhættu í bankakerfinu. Þá furðaði Ólöf sig á ákæruatriðinu er varðar Icesave. Ekki síst því að ráðherrar séu sakaðir um að hafa ekki búið svo um hnúta að koma Icesave í dótturfélög og þar með ábyrgðinni á herðar skattgreiðenda í Bretlandi og Hollandi. Kvað hún þetta atriði geta orðið vatn á myllu viðsemjendanna og ríkissjóði til verulegs tjóns. Oddný Harðardóttir, Samfylkingunni, situr í Atlanefndinni og leggur til að Geir Haarde, Árni Mathiesen og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fari fyrir landsdóm. Í ræðu sinni færði hún einkum rök fyrir því hvers vegna hún telji að ekki beri að sækja Björgvin G. Sigurðsson til saka. Sagði hún Geir og Ingibjörgu hafa farið inn á valdsvið Björgvins, hann hafi ekki verið upplýstur um mikilvæg mál eða setið mikilvæga fundi og hann hafi ekki undirritað yfirlýsingu um gjaldeyrisskipti við norrænu seðlabankana. bjorn@frettabladid.is
Landsdómur Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Fleiri fréttir „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Sjá meira