Ákærurnar styðjast hvorki við lög né rök 21. september 2010 06:30 Skýrsla Atlanefndarinnar og þingsályktunartillögur byggðar á henni hafa verið til umræðu á Alþingi síðustu daga. fréttablaðið/stefán Lög hníga ekki til þess að Alþingi gefi út ákærur á hendur fjórum fyrrverandi ráðherrum og engin rök eru til þess að téð tiltekin brot séu refsiverð eða uppfylli það grundvallarskilyrði að meiri líkur en minni séu á sakfellingu. Þetta sagði Ólöf Nordal, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, í umræðum um landsdómsmálið á Alþingi í gær. Hún fór yfir ákæruefnin lið fyrir lið og sagði þau ekki standast skoðun. Spurði hún meðal annars hverjum í heiminum hafi verið ljóst að í september 2008 yrði fall Lehman Brothers-bankans með þeim hætti að það hefði keðjuverkandi áhrif nánast um alla veröld. „Ekki virðist fjármálaráðherra Bandaríkjanna hafa verið það ljóst ef marka má viðtöl við hann og þau sjónarmið sem hann hefur látið frá sér fara vegna þessara atburða. Hefur honum verið gerð sök vegna þessa? Nei. Sannleikurinn er auðvitað sá að það var engum manni ljóst í byrjun árs 2008 að allt íslenska bankakerfið, allir stóru bankarnir með tölu, myndu hrynja þá um haustið,“ sagði Ólöf. Benti hún líka á þá niðurstöðu rannsóknarnefndar Alþingis að í síðasta lagi árið 2006 hefði verið unnt að grípa til aðgerða og nauðsynlegra ráðstafana til að draga úr umfangi og áhættu í bankakerfinu. Þá furðaði Ólöf sig á ákæruatriðinu er varðar Icesave. Ekki síst því að ráðherrar séu sakaðir um að hafa ekki búið svo um hnúta að koma Icesave í dótturfélög og þar með ábyrgðinni á herðar skattgreiðenda í Bretlandi og Hollandi. Kvað hún þetta atriði geta orðið vatn á myllu viðsemjendanna og ríkissjóði til verulegs tjóns. Oddný Harðardóttir, Samfylkingunni, situr í Atlanefndinni og leggur til að Geir Haarde, Árni Mathiesen og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fari fyrir landsdóm. Í ræðu sinni færði hún einkum rök fyrir því hvers vegna hún telji að ekki beri að sækja Björgvin G. Sigurðsson til saka. Sagði hún Geir og Ingibjörgu hafa farið inn á valdsvið Björgvins, hann hafi ekki verið upplýstur um mikilvæg mál eða setið mikilvæga fundi og hann hafi ekki undirritað yfirlýsingu um gjaldeyrisskipti við norrænu seðlabankana. bjorn@frettabladid.is Landsdómur Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Fleiri fréttir Hófu skothríð á ferðamenn í Kasmír Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Sjá meira
Lög hníga ekki til þess að Alþingi gefi út ákærur á hendur fjórum fyrrverandi ráðherrum og engin rök eru til þess að téð tiltekin brot séu refsiverð eða uppfylli það grundvallarskilyrði að meiri líkur en minni séu á sakfellingu. Þetta sagði Ólöf Nordal, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, í umræðum um landsdómsmálið á Alþingi í gær. Hún fór yfir ákæruefnin lið fyrir lið og sagði þau ekki standast skoðun. Spurði hún meðal annars hverjum í heiminum hafi verið ljóst að í september 2008 yrði fall Lehman Brothers-bankans með þeim hætti að það hefði keðjuverkandi áhrif nánast um alla veröld. „Ekki virðist fjármálaráðherra Bandaríkjanna hafa verið það ljóst ef marka má viðtöl við hann og þau sjónarmið sem hann hefur látið frá sér fara vegna þessara atburða. Hefur honum verið gerð sök vegna þessa? Nei. Sannleikurinn er auðvitað sá að það var engum manni ljóst í byrjun árs 2008 að allt íslenska bankakerfið, allir stóru bankarnir með tölu, myndu hrynja þá um haustið,“ sagði Ólöf. Benti hún líka á þá niðurstöðu rannsóknarnefndar Alþingis að í síðasta lagi árið 2006 hefði verið unnt að grípa til aðgerða og nauðsynlegra ráðstafana til að draga úr umfangi og áhættu í bankakerfinu. Þá furðaði Ólöf sig á ákæruatriðinu er varðar Icesave. Ekki síst því að ráðherrar séu sakaðir um að hafa ekki búið svo um hnúta að koma Icesave í dótturfélög og þar með ábyrgðinni á herðar skattgreiðenda í Bretlandi og Hollandi. Kvað hún þetta atriði geta orðið vatn á myllu viðsemjendanna og ríkissjóði til verulegs tjóns. Oddný Harðardóttir, Samfylkingunni, situr í Atlanefndinni og leggur til að Geir Haarde, Árni Mathiesen og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fari fyrir landsdóm. Í ræðu sinni færði hún einkum rök fyrir því hvers vegna hún telji að ekki beri að sækja Björgvin G. Sigurðsson til saka. Sagði hún Geir og Ingibjörgu hafa farið inn á valdsvið Björgvins, hann hafi ekki verið upplýstur um mikilvæg mál eða setið mikilvæga fundi og hann hafi ekki undirritað yfirlýsingu um gjaldeyrisskipti við norrænu seðlabankana. bjorn@frettabladid.is
Landsdómur Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Fleiri fréttir Hófu skothríð á ferðamenn í Kasmír Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Sjá meira