Körfubolti

Pavel í viðtali á KR-síðunni: Evrópskir bakverðir troða ekki

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Pavel Ermolinski.
Pavel Ermolinski.
Pavel Ermolinski, leikstjórnandi KR, er í viðtali á heimasíðu KR en KR-ingar taka á móti Njarðvík í DHL-höllinni í kvöld í 6. umferð Iceland Express deildar karla. Pavel fer meðal annars yfir það í viðtalinu að hann er ekki ánægður með frammistöðu liðsins til þess á tímabilinu.

„Bæði lið eru ekki búin að sýna sitt rétta andlit það sem af er móts. Ábyggilega töluverður spenningur í liðunum að ná að rétta úr kútnum. Þannig að það er mikilvægt að halda spennustiginu í lágmarki fyrir leikinn," segir Pavel í viðtalinu.

„Spilamennskan verið slök fyrir utan smákafla hér og þar. Varnarleikurinn hefur verið arfaslakur og það þarf að laga það. Menn fara fram hjá okkur eins og Palli Kolbeins framhjá Bödda í sínum viðfrægu 1 on 1 leikjum," segir Pavel.

Pavel er með 14,0 stig, 11,0 fráköst og 8,0 stoðsendingar að meðaltali í leik en er hann hann ánægður með leik sinn til þessa í vetur.

„Nei ég er það ekki, og það er bara undir mér komið að laga það. Svo er líka erfitt að spila í liði þar sem að formaðurinn og gengið hans setja alla áherslu á að menn troði. Það er bara eitthvað sem að evrópskir bakverðir gera ekki.

Það má finna viðtalið í heild sinni með því að smella hér en KR-ingar bjóða einnig upp á viðtöl við þjálfarann Hrafn Kristjánsson og leikmanninn Finn Atla Magnússon á síðúnni.

Leikur KR og Njarðvíkur hefst klukkan 19.15 en að venju kveikja KR-ingar á grillinu klukkan 18.00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×