Körfubolti

Wade: Þetta var bara einn leikur af 82

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dwyane Wade í leiknum í nótt.
Dwyane Wade í leiknum í nótt. Mynd/AP
Það gekk lítið upp hjá Dwyane Wade þegar Miami Heat tapaði 80-88 á móti Boston Celtics í nótt í fyrsta alvöru leik liðsins síðan að Chris Bosh og LeBron James gengu til liðs við Wade í Miami.

„Þetta var bara einn leikur af 82," sagði Dwyane Wade eftir leikinn en hann klikkaði á 12 af 16 skotum sínum í leiknum og tapaði að auki 6 boltum.

„Ég bið alla fyrirgefningar ef þeir héldu að við myndum fara að vinna alla 82 leikina. Það var aldrei að fara að gerast," bætti Wade við.

„Það voru bara allir í liðinu aðeins of stressaðir og menn ætluðu sér bara of mikið," sagði Erik Spoelstra, þjálfari Miami.

„Þetta á eftir að taka sinn tíma. Þegar það eru svona margir möguleikar í stöðunni þá þarftu að fá tíma til að aðlagast. Enginn okkar er vanur því að hafa svona margar ógnir á vellinum í einu," sagði LeBron James eftir leikinn en hann var besti maður liðsins með 31 stig sem er það mesta sem leikmaður hefur skorað í fyrsta leik með Miami-liðinu.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×