Einstakur hljómur Apparats Trausti Júlíusson skrifar 10. desember 2010 07:00 Pólýfónía með Apparat Organ Quartet. Tónlist Pólýfónía Apparat Organ Quartet Orgelkvartettinn Apparat var stofnaður árið 1999 og sendi frá sér sína fyrstu plötu samnefndri sveitinni árið 2002. Hún þótti afbragð og innihélt meðal annars lög eins og Cruise Control, Romantika og Stereo Rock & Roll sem hafa notið mikillar hylli tónlistaráhugamanna alla tíð síðan. Apparatið efldist með árunum sem tónleikasveit og fyrir þremur árum fóru menn að tala um nýja plötu. Nú er hún loks komin. Og þvílík plata! Pólýfónía er allt sem maður gat látið sig dreyma um að hún yrði. Apparat-hljómurinn er til staðar, Apparat-húmorinn og Apparat-stuðið, en tónlistin hefur líka þróast og er ennþá meira grípandi og skemmtileg. Pólýfónía er líka heilsteyptari en fyrri platan. Það er enginn dauður punktur á henni. Tónlist Apparat Organ Quartet er eins og nafnið bendir til spiluð á orgel og hljóðgervla, aðallega gamlar sígildar græjur: hammonda, farfisur og ýmis smáhljómborð ætluð til heimabrúks. Auk þess er í sveitinni trommuleikari sem keyrir upp kraftinn og styrkir rokkþættina í tónlistinni. Það er fullt af tónlistarmönnum starfandi í heiminum sem dýrka gamlar græjur, allt frá Air og Daft Punk yfir í Stereolab og Hjálma, en enginn þeirra hljómar eins og Apparatið. Það er einstakt. Samt er eitthvað augljóslega aðlaðandi við það að spila svona melódíska og marghljóma orgeltónlist og rokka hana upp, blanda saman því besta frá Kraftwerk og keyrslurokki. En til þess að það virki þarf að gera það vel. Og strákarnir í Apparatinu virðast vera um það bil þeir einu sem ráða við það. Og taka sér tímann sem þarf. Eins og á fyrri plötunni eru þýsku ofurmennin í Kraftwerk augljósasti áhrifavaldurinn á Pólýfóníu. En ýmsir aðrir listamenn hafa áhrif í einstaka lögum. Í Stereo Rock & Roll á fyrri plötunni var hreinræktaður Gary Glitter Band-taktur, en á nýju plötunni má t.d. heyra progglegar slaufur bæði í Pentatronik og Síríus Alfa. Lögin eru flest bæði grúví og danshvetjandi, nema kannski lokalagið Söngur geimunglingsins sem er stórt og kaflaskipt til að róa menn aðeins eftir allt stuðið. Textarnir eru einfaldir og skemmtilegir. Þeir eru flestir sungnir með hljóðgervlarödd á ensku, íslensku, þýsku og japönsku. Í einu orði sagt snilldarplata! Niðurstaða: Orgelkvartettinn Apparat keyrir upp stuðið með frábærri plötu. Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Fleiri fréttir Móðurmorð í blóðugu jólaboði Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Úr öskunni í eldinn Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Sjá meira
Tónlist Pólýfónía Apparat Organ Quartet Orgelkvartettinn Apparat var stofnaður árið 1999 og sendi frá sér sína fyrstu plötu samnefndri sveitinni árið 2002. Hún þótti afbragð og innihélt meðal annars lög eins og Cruise Control, Romantika og Stereo Rock & Roll sem hafa notið mikillar hylli tónlistaráhugamanna alla tíð síðan. Apparatið efldist með árunum sem tónleikasveit og fyrir þremur árum fóru menn að tala um nýja plötu. Nú er hún loks komin. Og þvílík plata! Pólýfónía er allt sem maður gat látið sig dreyma um að hún yrði. Apparat-hljómurinn er til staðar, Apparat-húmorinn og Apparat-stuðið, en tónlistin hefur líka þróast og er ennþá meira grípandi og skemmtileg. Pólýfónía er líka heilsteyptari en fyrri platan. Það er enginn dauður punktur á henni. Tónlist Apparat Organ Quartet er eins og nafnið bendir til spiluð á orgel og hljóðgervla, aðallega gamlar sígildar græjur: hammonda, farfisur og ýmis smáhljómborð ætluð til heimabrúks. Auk þess er í sveitinni trommuleikari sem keyrir upp kraftinn og styrkir rokkþættina í tónlistinni. Það er fullt af tónlistarmönnum starfandi í heiminum sem dýrka gamlar græjur, allt frá Air og Daft Punk yfir í Stereolab og Hjálma, en enginn þeirra hljómar eins og Apparatið. Það er einstakt. Samt er eitthvað augljóslega aðlaðandi við það að spila svona melódíska og marghljóma orgeltónlist og rokka hana upp, blanda saman því besta frá Kraftwerk og keyrslurokki. En til þess að það virki þarf að gera það vel. Og strákarnir í Apparatinu virðast vera um það bil þeir einu sem ráða við það. Og taka sér tímann sem þarf. Eins og á fyrri plötunni eru þýsku ofurmennin í Kraftwerk augljósasti áhrifavaldurinn á Pólýfóníu. En ýmsir aðrir listamenn hafa áhrif í einstaka lögum. Í Stereo Rock & Roll á fyrri plötunni var hreinræktaður Gary Glitter Band-taktur, en á nýju plötunni má t.d. heyra progglegar slaufur bæði í Pentatronik og Síríus Alfa. Lögin eru flest bæði grúví og danshvetjandi, nema kannski lokalagið Söngur geimunglingsins sem er stórt og kaflaskipt til að róa menn aðeins eftir allt stuðið. Textarnir eru einfaldir og skemmtilegir. Þeir eru flestir sungnir með hljóðgervlarödd á ensku, íslensku, þýsku og japönsku. Í einu orði sagt snilldarplata! Niðurstaða: Orgelkvartettinn Apparat keyrir upp stuðið með frábærri plötu.
Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Fleiri fréttir Móðurmorð í blóðugu jólaboði Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Úr öskunni í eldinn Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Sjá meira