Gunnar vanhæfur en neitaði samt að víkja 29. desember 2010 06:00 Guðríður Arnardóttir Formaður bæjarráðs Kópavogs telur að Héraðsskjalasafnið borgi félagi í meirihlutaeigu fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna of háa húsaleigu. Fréttablaðið/Valli Bæjarráð Kópavogs hefur óskað eftir áliti bæjarlögmanns á því hvort bæjarfulltrúi sem lýsi sig vanhæfan í máli og taki ekki þátt í afgreiðslu þess geti samt tekið þátt í umræðu um málið. Á Þorláksmessu var rætt um það í bæjarráði að segja upp núverandi húsaleigusamningi Héraðsskjalasafns Kópavogs í Hamraborg 1 og endurskoða allan annan kostnað. Meðal annars ætti að ræða við núverandi leigusala um hagkvæmari leigusamning sem upphaflega var gerður eftir útboð fyrir um áratug. Húsnæðið er í eigu Þorra ehf. Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Kópavogi á 75,3 prósenta hlut í félaginu. Gunnar I. Birgisson bæjarfulltrúi er formaður stjórnar þess. Guðríður Arnardóttir, formaður bæjarráðs, bókaði að Gunnar væri vanhæfur við afgreiðslu málsins. Hann hafi ekki orðið við óskum hennar að víkja af fundi. „Undirritaður tekur ekki þátt í afgreiðslu málsins en tel mig geta tjáð mig um málið,“ svaraði þá Gunnar og fór hvergi. „Sem stjórnarformaður í Þorra er algjörlega ljóst að Gunnar er vanhæfur til að taka þátt í afgreiðslu málsins. Samkvæmt sveitarstjórnarlögunum ber honum að víkja af fundi en hann neitaði því. Það er auðvitað óþægilegt þegar málið er rætt að hafa hagsmunaðila sem áheyranda að þeirri umræðu,“ segir Guðríður Arnardóttir. Hún kveðst telja leiguna sem Héraðsskjalasafnið greiðir of háa miðað við núverandi aðstæður á markaði. Auk þess henti húsnæðið starfseminni illa. Þrátt fyrir að vera í fulltrúaráði Sjálfstæðisfélaganna vék Ármann Kr. Ólafsson ekki af bæjarráðsfundi þegar húsnæðismál Héraðsskjalasafnsins var á dagskrá. „Það að ég sé í fulltrúaráðinu gerir mig ekki vanhæfan og hef ég engan persónulegan eða fjárhagslegan ávinning af þessu máli. Eina markmið mitt er að ná fram lækkun á leigu Héraðskjalasafnsins til hagsbóta fyrir íbúa í Kópavogi,“ segir Ármann. Framsóknarmaðurinn Ómar Stefánsson vék á meðan leigumálið var rætt. Faðir hans er einn 80 smærri hluthafa í Þorra. Afgreiðslu málsins var frestað á bæjarráðsfundinum. „Ef málið hefði verið afgreitt þá hefði ég vikið af fundinum á meðan,“ útskýrir Gunnar I. Birgisson. Hann hafi viljað vera við umræðuna til að skýra málið. „Framkvæmdastjóri Þorra hefur tvisvar sent bænum tölvupósta um það að félagið væri reiðubúið að lækka húsaleiguna. Því hefur aldrei verið svarað.“ gar@frettabladid.is Gunnar I. Birgisson Ármann Kr. Ólafsson Ómar Stefánsson Fréttir Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Bæjarráð Kópavogs hefur óskað eftir áliti bæjarlögmanns á því hvort bæjarfulltrúi sem lýsi sig vanhæfan í máli og taki ekki þátt í afgreiðslu þess geti samt tekið þátt í umræðu um málið. Á Þorláksmessu var rætt um það í bæjarráði að segja upp núverandi húsaleigusamningi Héraðsskjalasafns Kópavogs í Hamraborg 1 og endurskoða allan annan kostnað. Meðal annars ætti að ræða við núverandi leigusala um hagkvæmari leigusamning sem upphaflega var gerður eftir útboð fyrir um áratug. Húsnæðið er í eigu Þorra ehf. Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Kópavogi á 75,3 prósenta hlut í félaginu. Gunnar I. Birgisson bæjarfulltrúi er formaður stjórnar þess. Guðríður Arnardóttir, formaður bæjarráðs, bókaði að Gunnar væri vanhæfur við afgreiðslu málsins. Hann hafi ekki orðið við óskum hennar að víkja af fundi. „Undirritaður tekur ekki þátt í afgreiðslu málsins en tel mig geta tjáð mig um málið,“ svaraði þá Gunnar og fór hvergi. „Sem stjórnarformaður í Þorra er algjörlega ljóst að Gunnar er vanhæfur til að taka þátt í afgreiðslu málsins. Samkvæmt sveitarstjórnarlögunum ber honum að víkja af fundi en hann neitaði því. Það er auðvitað óþægilegt þegar málið er rætt að hafa hagsmunaðila sem áheyranda að þeirri umræðu,“ segir Guðríður Arnardóttir. Hún kveðst telja leiguna sem Héraðsskjalasafnið greiðir of háa miðað við núverandi aðstæður á markaði. Auk þess henti húsnæðið starfseminni illa. Þrátt fyrir að vera í fulltrúaráði Sjálfstæðisfélaganna vék Ármann Kr. Ólafsson ekki af bæjarráðsfundi þegar húsnæðismál Héraðsskjalasafnsins var á dagskrá. „Það að ég sé í fulltrúaráðinu gerir mig ekki vanhæfan og hef ég engan persónulegan eða fjárhagslegan ávinning af þessu máli. Eina markmið mitt er að ná fram lækkun á leigu Héraðskjalasafnsins til hagsbóta fyrir íbúa í Kópavogi,“ segir Ármann. Framsóknarmaðurinn Ómar Stefánsson vék á meðan leigumálið var rætt. Faðir hans er einn 80 smærri hluthafa í Þorra. Afgreiðslu málsins var frestað á bæjarráðsfundinum. „Ef málið hefði verið afgreitt þá hefði ég vikið af fundinum á meðan,“ útskýrir Gunnar I. Birgisson. Hann hafi viljað vera við umræðuna til að skýra málið. „Framkvæmdastjóri Þorra hefur tvisvar sent bænum tölvupósta um það að félagið væri reiðubúið að lækka húsaleiguna. Því hefur aldrei verið svarað.“ gar@frettabladid.is Gunnar I. Birgisson Ármann Kr. Ólafsson Ómar Stefánsson
Fréttir Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent