Flott frumraun Freyr Gígja Gunnarsson skrifar 18. nóvember 2010 16:00 Undraland með Valdimar. Tónlist /*** Undraland Valdimar Hljómsveitin Valdimar bætist í hóp þeirra íslensku hljómsveita sem spila lágstemmda tónlist með reggí/djass-ívafi. Þar eru auðvitað fremstir í flokki Hjálmar, ein besta hljómsveit Íslands. Helsta áskorunin hjá Valdimar var því að skapa sér sinn sjálfstæða tón, falla ekki í þá gryfju að apa upp tuggurnar sem Hjálmar hafa tuggið. Valdimar virðist hafi tekist ætlunarverkið að mestu leyti. Vissulega má finna inni á milli lagasmíðar sem svipa óneitanlega til Hjálma. En það er fyrirgefanlegt á fyrstu plötu. Inni á milli eru hins vegar frábær lög sem verðskulda mikið lof. Nægir þar að nefna Hverjum degi nægir sín þjáning og svo Yfirgefinn, þétt og flott lag með glæsilegri bassalínu. Aðallagahöfundar sveitarinnar, þeir Valdimar Guðmundsson og Ásgeir Aðalsteinsson, eru nokkuð lunknir við að smíða skemmtilegar laglínur og rödd Valdimars er ákaflega þægileg en um leið kraftmikil. Allur tónlistarflutningur er til fyrirmyndar og þegar á heildina er litið geta Valdimars-liðar verið nokkuð stoltir af þessari frumraun sinni. Niðurstaða: Flott frumraun hjá hljómsveitinni Valdimar sem lætur vonandi meira að sér kveða í nánustu framtíð. Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Tónlist Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Fleiri fréttir Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Sjá meira
Tónlist /*** Undraland Valdimar Hljómsveitin Valdimar bætist í hóp þeirra íslensku hljómsveita sem spila lágstemmda tónlist með reggí/djass-ívafi. Þar eru auðvitað fremstir í flokki Hjálmar, ein besta hljómsveit Íslands. Helsta áskorunin hjá Valdimar var því að skapa sér sinn sjálfstæða tón, falla ekki í þá gryfju að apa upp tuggurnar sem Hjálmar hafa tuggið. Valdimar virðist hafi tekist ætlunarverkið að mestu leyti. Vissulega má finna inni á milli lagasmíðar sem svipa óneitanlega til Hjálma. En það er fyrirgefanlegt á fyrstu plötu. Inni á milli eru hins vegar frábær lög sem verðskulda mikið lof. Nægir þar að nefna Hverjum degi nægir sín þjáning og svo Yfirgefinn, þétt og flott lag með glæsilegri bassalínu. Aðallagahöfundar sveitarinnar, þeir Valdimar Guðmundsson og Ásgeir Aðalsteinsson, eru nokkuð lunknir við að smíða skemmtilegar laglínur og rödd Valdimars er ákaflega þægileg en um leið kraftmikil. Allur tónlistarflutningur er til fyrirmyndar og þegar á heildina er litið geta Valdimars-liðar verið nokkuð stoltir af þessari frumraun sinni. Niðurstaða: Flott frumraun hjá hljómsveitinni Valdimar sem lætur vonandi meira að sér kveða í nánustu framtíð.
Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Tónlist Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Fleiri fréttir Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Sjá meira