Allt sem prýða má einn krimma Jón Yngvi Jóhannsson skrifar 29. október 2010 07:00 Morgunengill er níunda bók Árna um Einar blaðamann. Bókmenntir **** Morgunengill Árni ÞórarinssonÍ Morgunengli Árna Þórarinssonar má finna flest það sem lesandi væntir og vonast eftir í íslenskum krimma árið 2010. Eftirköst kreppunnar, falleraða milljarðamæringa, venjulegt fólk í skuldakreppu, reiði og heift sem finnur sér rangan farveg með skelfilegum afleiðingum og fleira til.Sem er gott. En bara vegna þess að þótt uppskriftin bjóði upp á að allt endi í fyrirsjáanlegum klisjum og sleggjudómum og lesandinn sé jafnvel á stöku stað plataður til að halda að bókin stefni í þá átt, þá er stýrt framhjá öllum slíkum skerjum og þegar upp er staðið er niðurstaða glæpamálsins óvænt og niðurstöður þeirrar samfélagsskoðunar sem er fylgifiskur flestra krimma þessa dagana alls ekki einfaldar.Í Morgunengli vindur fram sögum af tveimur glæpamálum, einu á Akureyri, þar sem Einar sjálfur gengur fram á póstburðarkonu nær dauða en lífi eftir árás, og öðru í Reykjavík sem snertir fjölskyldu íslensks auðkýfings sem Einar hefur nýlega tekið viðtal við. Málin verða raunar fleiri eftir því sem á söguna líður og reynast sum hver snerta Einar persónulega - hann er óvenjulega naskur við að lenda í miðri hringiðu afbrota og ofbeldis eins og lesendur eru farnir að kannast við.Morgunengill er níunda bók Árna Þórarinssonar um Einar blaðamann. Eins og gerist og gengur er Einar orðinn eins og gamall kunningi þeirra lesenda sem hafa fylgt honum frá upphafi, ýmsir agnúar nuddast smám saman af við nánari viðkynningu og þeir gallar sem einu sinni fóru í taugarnar á manni verða lítilvægari. Einar er viðkunnanlegasti náungi, í aðra röndina gangast hann og skapari hans upp í hefðbundinni týpu rannsóknarblaðamannsins í glæpasögum, að öðru leyti gera þeir það alls ekki. Einar í Morgunengli er minni töffari og þroskaðri persóna en í fyrstu bókunum. Einkalífið tekur minna pláss í samræmi við það. Hann er búinn að koma sínum málum á hreint að mestu, hættur að drekka og ræktar sambandið við dóttur sína Gunnsu. Hann reynist henni ágætur faðir, enda hefur hann ágætan skilning á unglingum og vit á að skipta sér ekki af meira en góðu hófi gegnir.Sú spurning læðist óhjákvæmilega að manni hvað þetta jafnvægi í persónu Einars endist lengi, en í þessari bók gefur það tækifæri á tvennu. Annars vegar fá aukapersónurnar meira rými, örlög eins samstarfsmanna Einars mynda gildan og óvæntan þátt í plotti þessarar bókar og hins vegar er sjálf sögufléttan bæði umfangsmikil og snjöll. Á tímabili fer lesandinn að örvænta um að hægt sé að hnýta alla þræðina saman, en það tekst Einari og Árna í glæsilegum og hrollvekjandi lokaspretti.Niðurstaða: Morgunengill hefur allt það til að bera sem einkennir góðan krimma. Árni Þórarinsson hefur örugg tök á glæpasagnaforminu og tekst að spinna trúverðuga en margslungna fléttu um leið og hann varpar ljósi á samtíma okkar á óvæntan og hrollvekjandi hátt. Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Bókmenntir **** Morgunengill Árni ÞórarinssonÍ Morgunengli Árna Þórarinssonar má finna flest það sem lesandi væntir og vonast eftir í íslenskum krimma árið 2010. Eftirköst kreppunnar, falleraða milljarðamæringa, venjulegt fólk í skuldakreppu, reiði og heift sem finnur sér rangan farveg með skelfilegum afleiðingum og fleira til.Sem er gott. En bara vegna þess að þótt uppskriftin bjóði upp á að allt endi í fyrirsjáanlegum klisjum og sleggjudómum og lesandinn sé jafnvel á stöku stað plataður til að halda að bókin stefni í þá átt, þá er stýrt framhjá öllum slíkum skerjum og þegar upp er staðið er niðurstaða glæpamálsins óvænt og niðurstöður þeirrar samfélagsskoðunar sem er fylgifiskur flestra krimma þessa dagana alls ekki einfaldar.Í Morgunengli vindur fram sögum af tveimur glæpamálum, einu á Akureyri, þar sem Einar sjálfur gengur fram á póstburðarkonu nær dauða en lífi eftir árás, og öðru í Reykjavík sem snertir fjölskyldu íslensks auðkýfings sem Einar hefur nýlega tekið viðtal við. Málin verða raunar fleiri eftir því sem á söguna líður og reynast sum hver snerta Einar persónulega - hann er óvenjulega naskur við að lenda í miðri hringiðu afbrota og ofbeldis eins og lesendur eru farnir að kannast við.Morgunengill er níunda bók Árna Þórarinssonar um Einar blaðamann. Eins og gerist og gengur er Einar orðinn eins og gamall kunningi þeirra lesenda sem hafa fylgt honum frá upphafi, ýmsir agnúar nuddast smám saman af við nánari viðkynningu og þeir gallar sem einu sinni fóru í taugarnar á manni verða lítilvægari. Einar er viðkunnanlegasti náungi, í aðra röndina gangast hann og skapari hans upp í hefðbundinni týpu rannsóknarblaðamannsins í glæpasögum, að öðru leyti gera þeir það alls ekki. Einar í Morgunengli er minni töffari og þroskaðri persóna en í fyrstu bókunum. Einkalífið tekur minna pláss í samræmi við það. Hann er búinn að koma sínum málum á hreint að mestu, hættur að drekka og ræktar sambandið við dóttur sína Gunnsu. Hann reynist henni ágætur faðir, enda hefur hann ágætan skilning á unglingum og vit á að skipta sér ekki af meira en góðu hófi gegnir.Sú spurning læðist óhjákvæmilega að manni hvað þetta jafnvægi í persónu Einars endist lengi, en í þessari bók gefur það tækifæri á tvennu. Annars vegar fá aukapersónurnar meira rými, örlög eins samstarfsmanna Einars mynda gildan og óvæntan þátt í plotti þessarar bókar og hins vegar er sjálf sögufléttan bæði umfangsmikil og snjöll. Á tímabili fer lesandinn að örvænta um að hægt sé að hnýta alla þræðina saman, en það tekst Einari og Árna í glæsilegum og hrollvekjandi lokaspretti.Niðurstaða: Morgunengill hefur allt það til að bera sem einkennir góðan krimma. Árni Þórarinsson hefur örugg tök á glæpasagnaforminu og tekst að spinna trúverðuga en margslungna fléttu um leið og hann varpar ljósi á samtíma okkar á óvæntan og hrollvekjandi hátt.
Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira