Körfubolti

Bekkurinn hjá Phoenix frábær - Jafnt í einvíginu

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Pau Gasol í baráttu við Chris Dudley og Amare Stoudemire í nótt.
Pau Gasol í baráttu við Chris Dudley og Amare Stoudemire í nótt. AP

Með 54 stigum frá varamönnum sínum tókst Phoenix Suns að leggja Los Angeles Lakers í NBA-deildinni í nótt, 115-106. Staðan í einvíginu er því 2-2.

Það var lífsnauðsynlegt fyrir Suns að vinna þriðja leik liðanna og í leiknum í nótt sýndi liðið frábæra takta á löngum köflum. Staðan var jöfn 23-23 eftir fyrsta leikhluta.

Í þeim næsta seig Suns fram úr en í byrjun fjórða leikhluta var leikurinn í járnum. Staðan var 89-87 þegar bekkurinn steig enn og aftur upp og með þriggja stiga sýningu tók Suns ellefu stiga forystu, 98-89.

Lakers brúaði aldrei bilið og tapaði leiknum. Næsti leikur er einnig á heimavelli Suns.

Hjá Phoenix skiptist stigaskorunin mjög jafnt. Amare Stoudemire var með 21 stig og átta fráköst en Steve Nash fimmtán stig og átta stoðsendingar. Channing Frey og Leandro Barbosa skoruðu báðir 14 stig.

Hjá Lakers var það Kobe Bryant sem leiddi tölfræðiskorið með 38 stigum, tíu stoðsendingum og átta fráköstum. Lamar Odom og Pau Gasol skoruðu báðir fimmtán stig.

Varamenn Suns skoruðu 54 stig gegn 20 stigum varamanna Lakers. Það gerði gæfumuninn í gær.









NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×