Körfubolti

Bryant spilaði aðeins í sex mínútur í tapi Lakers í London

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kobe Bryant sat í 42 mínútur af 48 í fyrsta leik Lakers á undirbúningstímabilinu.
Kobe Bryant sat í 42 mínútur af 48 í fyrsta leik Lakers á undirbúningstímabilinu. Mynd/Nordic Photos/Getty
Kobe Bryant og félagar sýndu enga meistaratakta þegar þeir mættu Minnesota Timberwolves í æfingaleik í London í gær. Minnesota Timberwolves vann 111-92 sigur í leiknum sem var fyrstu leikur Lakers-liðsins síðan að liðið vann NBA-meistaratitilinn í júní.

Leikurinn fór fram í O2 Arena í London og var uppsellt. Flestir þeir sem keyptu sig inn bjuggust örugglega við því að sjá meira af Bryant en hann lék aðeins fyrstu sex mínútur leiksins og klikkaði á öllum þremur skotunum sínum.

Áhorfendurnir kölluðu "Kobe, Kobe, Kobe" í seinni hálfleiknum það var ekki nóg til þess að Phil Jackson, þjálfari Lakers, setti hann aftur inn á völlinn.

Michael Beasley skoraði 21 stig fyrir Minnesota Timberwolves en það var ekki pláss fyrir hann í nýju liði Miami Heat. Martell Webster lék einnig mjög vel fyrir Úlfana og var með 24 stig.

Lamar Odom var stigahæstur hjá Lakers með 17 stig og Derek Fisher var með 12 stig á 15 mínútum en Kobe, Ron Artest og Pau Gasol skoruðu aðeins 10 stig saman.

Pau Gasol verður síðan örugglega í sviðsljósinu þegar Lakers-liðið sækir gamla liðið hans, Barcelona, heima á fimmtudaginn.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×