Sport

Ísland beint á EM vegna eldgossins

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Eldgosið í Eyjafjallajökli hefur haft víðtæk áhrif.
Eldgosið í Eyjafjallajökli hefur haft víðtæk áhrif. Mynd/GVA

Evrópska handknattleikssambandið hefur ákveðið að Ísland þurfi ekki að taka þátt í undankeppni Evrópumeistaramóts U-20 landsliða sem fer fram í Slóvakíu í sumar.

Riðill Íslands í undankeppninni átti að fara fram hér á landi í síðasta mánuði en var frestað vegna erfiðleika í flugsamgöngum sem stafaði af eldgosinu í Eyjafjallajökli.

Fram kom í tilkynningu frá HSÍ að þar sem enn eru vandamál í flugsamgöngum í Evrópu treysti liðin í riðlinum sér ekki til að ferðast til Íslands.

Því var ákveðið að hin þrjú liðin í riðlinum, Serbía, Svartfjallaland og Makedónía, spili um eitt laust sæti í sérstakri forkeppni sem fer fram í Serbíu og Ísland fari beint í lokakeppnina.

Ísland verður í A-riðli keppninnar ásamt Portúgal, Slóvakíu og Ísrael.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×