Ákært um eða eftir áramót 2. nóvember 2010 06:45 Sigríður Friðjónsdóttir Ekki er útlit fyrir að landsdómur komi saman vegna ákæru á hendur Geir H. Haarde fyrr en í kringum áramót. Undirbúningur er nú í gangi, bæði hjá saksóknara Alþingis og á skrifstofum Hæstaréttar. Ólíklegt er að dómurinn muni koma saman fyrr en þegar saksóknari leggur ákæruna fram til þingfestingar fyrir dómnum. Þorsteinn A. Jónsson, skrifstofustjóri Hæstaréttar, býst ekki við að það verði fyrr en á nýju ári. „Það er lítið að frétta og verður lítið þangað til undir áramót, býst ég við,“ segir Sigríður J. Friðjónsdóttir, saksóknari Alþingis. Sigríður er nú í óða önn að undirbúa vinnu næstu mánaða og var stödd í húsgagnaverslun að velja sér stól fyrir nýju skrifstofuna þegar Fréttablaðið náði tali af henni í gær. Skrifstofan er í sama húsi og embætti Sérstaks saksóknara við Skúlagötu – þó í öðru, aðskildu rými. „Ég er óþolinmóð að fara að vinna að þessu á fullu og vera ekki að vafstra bara í praktískum málum, en það þarf víst að gera það líka,“ segir Sigríður. Henni hafi þó þegar gefist færi á að glugga í gögn tengd málinu. Sigríði til halds og trausts verður Helgi Magnús Gunnarsson, varasaksóknari Alþingis. Hún gerir ráð fyrir að þau verði tvö til að byrja með. „En svo reikna ég með því að fá einn til tvo starfsmenn síðar meir, hugsanlega einn lögfræðing til viðbótar og skrifstofumann.“ Enn á eftir að ákveða hvar réttað verður yfir Geir, en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur Þjóðmenningarhúsið helst verið til skoðunar. Þorsteinn vill ekkert segja um málið að svo stöddu, né hvaða skilyrði húsnæðið þarf að uppfylla. Réttarhöldin verða einstök í sögu landsins og varða almenning miklu. Því vaknar sú spurning hvort reynt verði með einhverjum hætti að tryggja aukið aðgengi fólks að því sem fram fer í réttarsalnum. „Það hefur verið rætt óformlega en engar ákvarðanir verið teknar,“ segir Þorsteinn. Sigríður segir það dómsins að ákveða en bendir á að um réttarhöldin gildi almennar reglur um meðferð sakamála. „Þetta er þinghald, ekki sýning. Það komast margir fyrir inni í Þjóðmenningarhúsinu og það má gera ráð fyrir að fjölmiðlar flytji af þessu fréttir,“ segir hún. Ólíklegt sé að sýnt verði frá þinghaldinu í beinni útsendingu. stigur@frettabladid.is brjann@frettabladid.is Landsdómur Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Ekki er útlit fyrir að landsdómur komi saman vegna ákæru á hendur Geir H. Haarde fyrr en í kringum áramót. Undirbúningur er nú í gangi, bæði hjá saksóknara Alþingis og á skrifstofum Hæstaréttar. Ólíklegt er að dómurinn muni koma saman fyrr en þegar saksóknari leggur ákæruna fram til þingfestingar fyrir dómnum. Þorsteinn A. Jónsson, skrifstofustjóri Hæstaréttar, býst ekki við að það verði fyrr en á nýju ári. „Það er lítið að frétta og verður lítið þangað til undir áramót, býst ég við,“ segir Sigríður J. Friðjónsdóttir, saksóknari Alþingis. Sigríður er nú í óða önn að undirbúa vinnu næstu mánaða og var stödd í húsgagnaverslun að velja sér stól fyrir nýju skrifstofuna þegar Fréttablaðið náði tali af henni í gær. Skrifstofan er í sama húsi og embætti Sérstaks saksóknara við Skúlagötu – þó í öðru, aðskildu rými. „Ég er óþolinmóð að fara að vinna að þessu á fullu og vera ekki að vafstra bara í praktískum málum, en það þarf víst að gera það líka,“ segir Sigríður. Henni hafi þó þegar gefist færi á að glugga í gögn tengd málinu. Sigríði til halds og trausts verður Helgi Magnús Gunnarsson, varasaksóknari Alþingis. Hún gerir ráð fyrir að þau verði tvö til að byrja með. „En svo reikna ég með því að fá einn til tvo starfsmenn síðar meir, hugsanlega einn lögfræðing til viðbótar og skrifstofumann.“ Enn á eftir að ákveða hvar réttað verður yfir Geir, en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur Þjóðmenningarhúsið helst verið til skoðunar. Þorsteinn vill ekkert segja um málið að svo stöddu, né hvaða skilyrði húsnæðið þarf að uppfylla. Réttarhöldin verða einstök í sögu landsins og varða almenning miklu. Því vaknar sú spurning hvort reynt verði með einhverjum hætti að tryggja aukið aðgengi fólks að því sem fram fer í réttarsalnum. „Það hefur verið rætt óformlega en engar ákvarðanir verið teknar,“ segir Þorsteinn. Sigríður segir það dómsins að ákveða en bendir á að um réttarhöldin gildi almennar reglur um meðferð sakamála. „Þetta er þinghald, ekki sýning. Það komast margir fyrir inni í Þjóðmenningarhúsinu og það má gera ráð fyrir að fjölmiðlar flytji af þessu fréttir,“ segir hún. Ólíklegt sé að sýnt verði frá þinghaldinu í beinni útsendingu. stigur@frettabladid.is brjann@frettabladid.is
Landsdómur Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira