Þann 26. maí 2006, hálfum öðrum mánuði eftir að Bandaríkjamenn tilkynntu um brottför hersins, skrifar Carol Van Voorst sendiherra stjórnvöldum í Washington greinargerð um þá kenningu Vals Ingimundarsonar sagnfræðings, að væri Davíð Oddsson enn forsætisráðherra myndu Bandaríkjamenn ekki hafa kallað herinn heim.
„Kenning Ingimundarsonar líkist mjög kenningu sem sonur Oddssonar og pólitískur ráðgjafi Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra (Sjálfstæðisflokki), Þorsteinn Davíðsson, setti fram 17. mars í viðræðum við stjórnmálafulltrúa sendiráðsins [POLOFF]," segir Van Voorst, og bætir því við að Þorsteinn, Björn og „aðrir á hægri væng Sjálfstæðisflokksins" séu „ævareiðir" vegna þess að hinn hófsami Geir Haarde hafi orðið formaður Sjálfstæðisflokksins og verði líklega næsti forsætirsáðherra.
Hún segir að í einkasamtölum láti þeir fara í taugarnar á sér þann sáttatón sem Geir hafi verið með gagnvart Bandaríkjunum eftir að tilkynnt var um brotthvarf hersins.
„Það er mögulegt," segir Van Voorst og kemur þar með sína eigin kenningu, „að þeir hafi hvatt Ingimundarson (sem er sonur bandamanns Oddssonar) til að fínpússa það orðspor, sem Oddsson skilur eftir sig, og þrýsta á Haarde um að taka harðari samningaafstöðu."
- gb