Körfubolti

Sektaður um 13 milljónir fyrir að tala um LeBron

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Mark Cuban, brjálaður í stúkunni á leik hjá sínum mönnum.
Mark Cuban, brjálaður í stúkunni á leik hjá sínum mönnum. AFP
Mark Cuban, hinn skautlegi eigandi Dallas Mavericks, hefur verið sektaður um 100.000 Bandaríkjadali fyrir það eitt að tala um LeBron James. Ekki tala við hann, heldur tala um hann. Upphæðin nemur tæpum 13 milljónum íslenskra króna.

Leikmannaglugginn opnar 1. júlí í Bandaríkjunum og reglur um leikmannamál er mjög strangar. Fyrir að segja að „hver sem er," hefði áhuga á því að fá LeBron James í liðið sitt, fékk Cuban sekt.

James, besti leikmaður deildarinnar, verður samningslaus í sumar.

Cuban sagði einnig að það yrði erfitt að fá tvo MVP (verðmætasta leikmann deildarinnar) til félagsins en sagði að Dallas ætti möguleika ef James segðist vilja fara þangað.

Steve Kerr, forseti Phoenix, var sektaður um tíu þúsund dollara fyrir að segja í gríni í útvarpsviðtali að hann myndi glaður vilja James til félagsins ef hann myndi taka samningi upp á um 5,6 milljónir dollara, 11 milljónum munna en það sem James getur fengið.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×