Arnaldur: Næstum sjö milljónir seldar 9. nóvember 2010 08:00 Arnaldur Indriðason er skriðinn yfir Sigur Rós; fjórmenningarnir hafa selt í kringum sex milljónir eintaka á meðan Arnaldur nálgast óðfluga sjö milljón markið. Arnaldur Indriðason hefur nú selt næstum því sjö milljónir eintaka af bókum sínum á heimsvísu, samkvæmt upplýsingum frá útgáfufyrirtæki hans hér á landi, Vöku Helgafell. Það þýðir að hann hefur tekið fram úr strákunum í Sigur Rós; hefur selt fleiri eintök af bókum sínum en fjórmenningarnir hafa selt af plötum sínum. Arnaldur á þó langt í land með að ná Björk Guðmundsdóttur. Sala á bókum Arnaldar hefur aukist jafnt og þétt síðustu ár úti í heimi. Hann hefur til að mynda selt rúma milljón eintaka á árunum 2009-2010. Sigur Rós hefur selt plötur í rúmlega sex milljónum eintaka samkvæmt upplýsingum frá Kára Sturlusyni, umboðsmanni hljómsveitarinnar hér á landi, en Björk Guðmundsdóttur verður erfitt að velta úr sessi á þessum vettvangi; hún hefur selt í kringum 17 milljónir platna á sínum sólóferli samkvæmt upplýsingum hjá útgefanda hennar hér á landi, Ásmundi Jónssyni. Arnaldur kom næstum af fjöllum þegar Fréttablaðið bar þessar tölur undir hann. En ekki alveg þó. „Ísland hefur auðvitað verið mikið í umræðunni og það hefur kannski smitast út í listirnar, það er allavega mikill áhugi á bókunum víða um Evrópu." Arnaldur er hins vegar ekki reiðubúinn til að kvitta upp á að bankahrun og eldgos, sem vissulega hafa vakið athygli á Íslandi, leiki jafnstórt hlutverk og sumir vilja meina. „Ég veit ekki hvort gengi minna bóka í Frakklandi og víðar er bein afleiðing af hruninu, maður finnur hins vegar alltaf áhuga á íslenskum bókum þegar maður kemur.“ Bækur Arnaldar eru orðnar fjórtán talsins en sú nýjasta, Furðustrandir, kom út 1. nóvember eins og venja er. Þar snýr Erlendur Sveinsson, rannsóknarlögreglumaðurinn skeleggi, aftur eftir að hafa verið utan hringiðunnar í síðustu tveimur bókum. Arnaldur er ekki í vafa um að Erlendur sé lykillinn að vinsældunum. „Hann virðist auðþýðanlegur," segir Arnaldur en aðeins ein bíómynd hefur verið gerð eftir bók Arnaldar: Mýrin í leikstjórn Baltasars Kormáks. Arnaldur segist hafa fengið fyrirspurnir frá erlendum framleiðendum um að gera sjónvarpsþætti eftir bókunum sínum en hann segist aldrei hafa verið spenntur fyrir slíkum tilboðum. „Kvikmynd eftir Grafarþögn er næsta mál á dagskrá og vonandi fer hún í tökur á næsta ári," segir Arnaldur en það er Baltasar sem á réttinn að henni.freyrgigja@frettabladid.is Lífið Menning Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira
Arnaldur Indriðason hefur nú selt næstum því sjö milljónir eintaka af bókum sínum á heimsvísu, samkvæmt upplýsingum frá útgáfufyrirtæki hans hér á landi, Vöku Helgafell. Það þýðir að hann hefur tekið fram úr strákunum í Sigur Rós; hefur selt fleiri eintök af bókum sínum en fjórmenningarnir hafa selt af plötum sínum. Arnaldur á þó langt í land með að ná Björk Guðmundsdóttur. Sala á bókum Arnaldar hefur aukist jafnt og þétt síðustu ár úti í heimi. Hann hefur til að mynda selt rúma milljón eintaka á árunum 2009-2010. Sigur Rós hefur selt plötur í rúmlega sex milljónum eintaka samkvæmt upplýsingum frá Kára Sturlusyni, umboðsmanni hljómsveitarinnar hér á landi, en Björk Guðmundsdóttur verður erfitt að velta úr sessi á þessum vettvangi; hún hefur selt í kringum 17 milljónir platna á sínum sólóferli samkvæmt upplýsingum hjá útgefanda hennar hér á landi, Ásmundi Jónssyni. Arnaldur kom næstum af fjöllum þegar Fréttablaðið bar þessar tölur undir hann. En ekki alveg þó. „Ísland hefur auðvitað verið mikið í umræðunni og það hefur kannski smitast út í listirnar, það er allavega mikill áhugi á bókunum víða um Evrópu." Arnaldur er hins vegar ekki reiðubúinn til að kvitta upp á að bankahrun og eldgos, sem vissulega hafa vakið athygli á Íslandi, leiki jafnstórt hlutverk og sumir vilja meina. „Ég veit ekki hvort gengi minna bóka í Frakklandi og víðar er bein afleiðing af hruninu, maður finnur hins vegar alltaf áhuga á íslenskum bókum þegar maður kemur.“ Bækur Arnaldar eru orðnar fjórtán talsins en sú nýjasta, Furðustrandir, kom út 1. nóvember eins og venja er. Þar snýr Erlendur Sveinsson, rannsóknarlögreglumaðurinn skeleggi, aftur eftir að hafa verið utan hringiðunnar í síðustu tveimur bókum. Arnaldur er ekki í vafa um að Erlendur sé lykillinn að vinsældunum. „Hann virðist auðþýðanlegur," segir Arnaldur en aðeins ein bíómynd hefur verið gerð eftir bók Arnaldar: Mýrin í leikstjórn Baltasars Kormáks. Arnaldur segist hafa fengið fyrirspurnir frá erlendum framleiðendum um að gera sjónvarpsþætti eftir bókunum sínum en hann segist aldrei hafa verið spenntur fyrir slíkum tilboðum. „Kvikmynd eftir Grafarþögn er næsta mál á dagskrá og vonandi fer hún í tökur á næsta ári," segir Arnaldur en það er Baltasar sem á réttinn að henni.freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Menning Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira