„Alvarlegt umhugsunarefni fyrir mig“ 21. september 2010 04:00 Jóhanna Sigurðardóttir „Þetta er mjög alvarlegt umhugsunarefni fyrir mig. Ég ætla að sofa á þessu og telja upp að tuttugu,“ segir Atli Gíslason, formaður þingmannanefndarinnar, vegna ummæla Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra á Alþingi í gær. Jóhanna gagnrýndi harðlega tillögur meirihluta þingmannanefndar um að ákæra beri fjóra fyrrverandi ráðherra fyrir landsdómi. Sagði hún meðal annars að ráðherrarnir hefðu ekki, árið 2008, verið í aðstöðu til að afstýra bankahruninu. Jóhanna vék sérstaklega að málefnum Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur. Sagði hún yfirgnæfandi líkur á að Ingibjörg verði sýknuð fyrir landsdómi komi mál hennar þar til dóms. Rökin voru þau að einungis embættisbrot vörðuðu ráðherraábyrgð. „Staða utanríkisráðherra og verksvið í stjórnskipan landsins er með þeim hætti að það er vandséð hvernig unnt er að komast að þeirri niðurstöðu að sá ráðherra hafi gerst sekur um brot í embættisrekstri sínum í aðdraganda falls íslensku bankanna.“ Jóhanna sagði það veikja málatilbúnaðinn að niðurstöður þingmannanefndarinnar væru aðrar en rannsóknarnefndar Alþingis sem og sú staðreynd að þingmannanefndin hefði skilað þremur niðurstöðum eftir flokkslínum. Þá efaðist hún um að málsmeðferðin samræmdist kröfum um mannréttindavernd sakborninga. Kvaðst hún undrast að þingmannanefndin hefði ekki viðhaft sjálfstæða rannsókn og skýrslutöku. Rétt hefði verið að leita álits sérstakrar nefndar Evrópuráðsins um hvort gætt hefði verið að réttarstöðu fjórmenninganna. - bþs, sv Landsdómur Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Veður Fleiri fréttir Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Sjá meira
„Þetta er mjög alvarlegt umhugsunarefni fyrir mig. Ég ætla að sofa á þessu og telja upp að tuttugu,“ segir Atli Gíslason, formaður þingmannanefndarinnar, vegna ummæla Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra á Alþingi í gær. Jóhanna gagnrýndi harðlega tillögur meirihluta þingmannanefndar um að ákæra beri fjóra fyrrverandi ráðherra fyrir landsdómi. Sagði hún meðal annars að ráðherrarnir hefðu ekki, árið 2008, verið í aðstöðu til að afstýra bankahruninu. Jóhanna vék sérstaklega að málefnum Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur. Sagði hún yfirgnæfandi líkur á að Ingibjörg verði sýknuð fyrir landsdómi komi mál hennar þar til dóms. Rökin voru þau að einungis embættisbrot vörðuðu ráðherraábyrgð. „Staða utanríkisráðherra og verksvið í stjórnskipan landsins er með þeim hætti að það er vandséð hvernig unnt er að komast að þeirri niðurstöðu að sá ráðherra hafi gerst sekur um brot í embættisrekstri sínum í aðdraganda falls íslensku bankanna.“ Jóhanna sagði það veikja málatilbúnaðinn að niðurstöður þingmannanefndarinnar væru aðrar en rannsóknarnefndar Alþingis sem og sú staðreynd að þingmannanefndin hefði skilað þremur niðurstöðum eftir flokkslínum. Þá efaðist hún um að málsmeðferðin samræmdist kröfum um mannréttindavernd sakborninga. Kvaðst hún undrast að þingmannanefndin hefði ekki viðhaft sjálfstæða rannsókn og skýrslutöku. Rétt hefði verið að leita álits sérstakrar nefndar Evrópuráðsins um hvort gætt hefði verið að réttarstöðu fjórmenninganna. - bþs, sv
Landsdómur Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Veður Fleiri fréttir Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Sjá meira