Körfubolti

Sigurður: Það eru allir komnir með sín hlutverk á hreinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sigurður Ingimundarson, þjálfari Njarðvíkur.
Sigurður Ingimundarson, þjálfari Njarðvíkur. Mynd/Stefán
Sigurður Ingimundarson, þjálfari Njarðvíkur, var ánægður með sína menn í kvöld sem tryggðu sér sæti í 16 liða úrslitum Poweradebikarsins eftir 16 stiga sigur á Stjörnumönnum í Garðabæ.

„Það er búið að vera mikið grenjerí í gangi Njarðvík og eðlilega því við höfum ekkert getað. Þetta er líka fyrsti leikurinn þar sem við mætum með fullmótað lið og menn tilbúna og vitandi hvað þeir eiga að gera. Það hefur tekið smá tíma að slípa þetta," sagði Sigurður:

„Við ætlum samt ekkert að fara á neitt rosalegt flug eftir þennan leik en þetta er fyrsti leikurinn þar sem að við mætum með fullskipað lið," sagði Sigurður.

„Það eru allir komnir með sín hlutverk á hreinu og það er miklu auðveldara að spila þannig. Ég ætla samt ekki að afaska okkar leik hingað til því við höfum byrjað illa og verið mjög lélegir," sagði Sigurður en Njarðvík var búið að tapa tveimur leikjum í röð fyrir sigurinn í kvöld.

„Ég var ánægður með það að við vorum ekkert að spila neitt sérstaklega á meðan menn voru ekki með hlutverkin á hreinu. Það er ágætt styrkleikamerki því þegar það smellur þá verðum við betri. Það þýðir bara síðan að við verðum ennþá betri en þetta," sagði Sigurður.

„Við erum ánægðir með að vinna hérna Stjörnuna. Stjarnan er með frábært lið og völlurinn þeirra er frábær. Ég er því mjög ánægður með þetta," sagði Sigurður.

„Við lögðum áherslu á að spila liðsvörn og að það væru ekki allir hjá þeim að skora og gera eitthvað. Við ákváðum það hverjir ættu að gera eitthvað og það gekk eftir," sagði Sigurður.

„Þetta er léttir fyrir strákana enda eru þeir ekki ánægðir með hvernig þetta hefur verið ekki frekar en einhverjir aðrir í kringum liðið. Þegar allt er á góðri leið þá eru menn sáttir. Þetta vareitt skref í rétta átt," sagði Sigurður að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×