Körfubolti

Kobe í varnarliðinu fimmta árið í röð

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Varnarlið ársins í NBA-deildinni hefur verið valið og Kobe Bryant er í liðinu fimmta árið í röð.

Rajon Rondo hjá Boston Celtics kemst í liðið í fyrsta skipti á ferlinum en hann fékk næstflest atkvæði í kjörinu á eftir Dwight Howard, leikmanni Orlando Magic.

Aðrir leikmenn í liðinu eru Gerald Wallace frá Charlotte Bobcats og LeBron James sem er í liðinu annað árið í röð.

Það eru þjálfarar deildarinnar sem kjósa í liðið.

Einnig er valið B-lið en í því eru Tim Duncan, Dwayne Wade, Thabo Sefolosha, Josh Smith og Anderson Varejao.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×