Enn engin merki um goslok 28. apríl 2010 18:23 Kvikustreymi og gosmökkur í Eyjafjallajökli hefur verið með svipuðum hætti og undanfarna sólarhringa og hraun heldur áfram að renna til norðurs í upptökum Gígjökuls. Af gufu sem leggur upp af Gígjökli má ráða að hraunið sé komið í hallann til norðurs. Ekki sjást merki um að gosi sé að ljúka að mati Veðurstofunnar en gosórói hefur verið svipaður og undanfarna daga. Vatnsrennsli frá Gígjökli jókst mjög í dag en þá kom flóðgusa sem er sú stærsta síðan 16. apríl. „Vatnið í flóðinu var heitt og mældist vatnshitinn á sírita niðri við Markarfljótsbrú yfir 11°C. Leiðnin í vatninu er lág sem er einnig breyting frá því sem var. Vatnamælingamenn frá Veðurstofunni eru við Markarfljótsbrú og taka sýni af vatninu og mæla rennslið. Leiðni er mjög há í Krossá og var um 300 μS/cm í gær. Leiðni hefur einnig verið að hækka í Steinsholtsá og er nú yfir 170 μS/cm sem er óvenjulega há leiðni nema jarðhitavatn sé á vatnssviði árinnar. Öskufall eða öskumengaður snjór sem gæti hugsanlega verið ástæða hárrar leiðni í Steinsholtsá og hraunið á Fimmvörðuhálsi gæti einnig haft áhrif á leiðni í Krossá." Þá segir að hætta stafi af ósýnilegum gastegundum fyrir framan Gígjökul innan jökulgarðanna. „Helstu gastegundirnar eru CO2 og líklega SO2. Þær eru þyngri en andrúmsloft. Styrkur þeirra er því mestur rétt ofan árinnar og mestur í logni. Engin merki um breytingar undir Kötlu." Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Sjá meira
Kvikustreymi og gosmökkur í Eyjafjallajökli hefur verið með svipuðum hætti og undanfarna sólarhringa og hraun heldur áfram að renna til norðurs í upptökum Gígjökuls. Af gufu sem leggur upp af Gígjökli má ráða að hraunið sé komið í hallann til norðurs. Ekki sjást merki um að gosi sé að ljúka að mati Veðurstofunnar en gosórói hefur verið svipaður og undanfarna daga. Vatnsrennsli frá Gígjökli jókst mjög í dag en þá kom flóðgusa sem er sú stærsta síðan 16. apríl. „Vatnið í flóðinu var heitt og mældist vatnshitinn á sírita niðri við Markarfljótsbrú yfir 11°C. Leiðnin í vatninu er lág sem er einnig breyting frá því sem var. Vatnamælingamenn frá Veðurstofunni eru við Markarfljótsbrú og taka sýni af vatninu og mæla rennslið. Leiðni er mjög há í Krossá og var um 300 μS/cm í gær. Leiðni hefur einnig verið að hækka í Steinsholtsá og er nú yfir 170 μS/cm sem er óvenjulega há leiðni nema jarðhitavatn sé á vatnssviði árinnar. Öskufall eða öskumengaður snjór sem gæti hugsanlega verið ástæða hárrar leiðni í Steinsholtsá og hraunið á Fimmvörðuhálsi gæti einnig haft áhrif á leiðni í Krossá." Þá segir að hætta stafi af ósýnilegum gastegundum fyrir framan Gígjökul innan jökulgarðanna. „Helstu gastegundirnar eru CO2 og líklega SO2. Þær eru þyngri en andrúmsloft. Styrkur þeirra er því mestur rétt ofan árinnar og mestur í logni. Engin merki um breytingar undir Kötlu."
Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Sjá meira