Skýrir samningar og aukið eftirlit Steinunn Stefánsdóttir skrifar 15. desember 2010 10:23 Krafan um að draga úr opinberum umsvifum hefur verið sterk undanfarin ár og áratugi. Til að koma til móts við þessa kröfu en viðhalda um leið grunnþjónustu sem hér hefur verið til staðar og fæstir vilja sjá af þrátt fyrir fyrrnefndu kröfuna hefur svo kölluðum þjónustusamningum fjölgað og er slíka samninga nú að finna á öllum skólastigum, í heilbrigðisþjónustu og ýmiskonar annarri þjónustu við almenning. Með þjónustusamningi verður þjónusta sem áður var veitt af opinberum aðilum (ríki eða sveitarfélögum) að hluta eða öllu leyti í höndum einkaframtaks. Almenningur fær eftir sem áður þjónustuna, kannski ekki alveg ókeypis eða á sama lága verðinu og ef hún er keypt beint af opinberum aðila en gjaldið er ekki hátt. Og hvers vegna var gjaldið ekki hátt? Jú vegna þess að ríki og sveitarfélög borga eftir sem áður sambærilega fjárhæð til þess aðila sem þjónustuna veitir og sambærileg þjónusta kostar, sé hún veitt beint af opinberri stofnun. Þetta lítur í sjálfu sér ekkert illa út og gengur vel í mörgum tilvikum. Hægt er að velja setja barn sitt á leikskóla í rekstri sveitarfélags eða á einkarekinn leikskóla, til dæmis ef fólk hefur sérstakan áhuga á tilteknum áherslum í skólastarfi eða skólastefnu og fyrir þetta greiða foreldrar eilítið meira en fyrir skólavist í leikskóla á vegum sveitarfélagsins. Reyndar ber þess að geta að leikskólar á vegum sveitarfélaga eru, eins og hinir einkareknu, eins margvíslegir og þeir eru margir og vinna með mismunandi áherslum og skólastefnu. Valmöguleikarnir eru því fyrir hendi innan opinbera kerfisins. Það sama á svo við um grunnskóla. Á höfuðborgarsvæðinu er hægt að velja á milli hverfisskóla sem veita ókeypis þjónustu og nokkurra einkaskóla og borga þá skólagjöld sem þó eru alls ekki há. Fyrir sjö árum bættist svo við einkarekinn framhaldsskóli sem upphaflega átti sérstaklega að þjóna bráðgerum ungmennum en þeim gafst þar kostur á að ljúka stúdentsprófi á tveimur árum. Kjarni málsins er þó alltaf sá að allir þessir svokölluðu einkaskólar eru að stærstum hluta reknir af almannafé og ættu því að vera undir nákvæmu eftirliti rétt eins og um væri að ræða opinberan rekstur. Það er því verulega ámælisvert að fjármálaóreiða á borð við þá sem viðgengist hefur í Menntaskólanum Hraðbraut skuli hafa þrifist. Ríkisendurskoðun hefur nú kallað eftir 141 þjónustusamningi sem ráðuneytin hafa gert. Auðvitað er ekki ástæða til að ætla að í ljós komi fleiri dæmi um slíka svikamyllu og raunin virðist vera með Hraðbraut. Það er samt þarfaverk að fara yfir þessa samninga og raunar ættu sveitarfélögin að fara að dæmi ríkisins og fara yfir sína samninga. Þjónustusamningar sem ríki og sveitarfélög gera verða að vera skýrir þannig að báðum aðilum sé ljóst hvaða þjónustu á að veita og í hvaða umfangi, hvernig eftirliti sé háttað og hver uppsagnarákvæði séu að hálfu beggja aðila (sbr. Árbótarmálið). Við höfum ekki efni á því að missa tugi eða hundruð milljóna í sjálftöku þeirra sem opinberir aðilar kaupa þjónustu af fyrir almannafé vegna skorts á eftirliti eða samninga sem eru óskýrir. Þarna þarf að taka til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun
Krafan um að draga úr opinberum umsvifum hefur verið sterk undanfarin ár og áratugi. Til að koma til móts við þessa kröfu en viðhalda um leið grunnþjónustu sem hér hefur verið til staðar og fæstir vilja sjá af þrátt fyrir fyrrnefndu kröfuna hefur svo kölluðum þjónustusamningum fjölgað og er slíka samninga nú að finna á öllum skólastigum, í heilbrigðisþjónustu og ýmiskonar annarri þjónustu við almenning. Með þjónustusamningi verður þjónusta sem áður var veitt af opinberum aðilum (ríki eða sveitarfélögum) að hluta eða öllu leyti í höndum einkaframtaks. Almenningur fær eftir sem áður þjónustuna, kannski ekki alveg ókeypis eða á sama lága verðinu og ef hún er keypt beint af opinberum aðila en gjaldið er ekki hátt. Og hvers vegna var gjaldið ekki hátt? Jú vegna þess að ríki og sveitarfélög borga eftir sem áður sambærilega fjárhæð til þess aðila sem þjónustuna veitir og sambærileg þjónusta kostar, sé hún veitt beint af opinberri stofnun. Þetta lítur í sjálfu sér ekkert illa út og gengur vel í mörgum tilvikum. Hægt er að velja setja barn sitt á leikskóla í rekstri sveitarfélags eða á einkarekinn leikskóla, til dæmis ef fólk hefur sérstakan áhuga á tilteknum áherslum í skólastarfi eða skólastefnu og fyrir þetta greiða foreldrar eilítið meira en fyrir skólavist í leikskóla á vegum sveitarfélagsins. Reyndar ber þess að geta að leikskólar á vegum sveitarfélaga eru, eins og hinir einkareknu, eins margvíslegir og þeir eru margir og vinna með mismunandi áherslum og skólastefnu. Valmöguleikarnir eru því fyrir hendi innan opinbera kerfisins. Það sama á svo við um grunnskóla. Á höfuðborgarsvæðinu er hægt að velja á milli hverfisskóla sem veita ókeypis þjónustu og nokkurra einkaskóla og borga þá skólagjöld sem þó eru alls ekki há. Fyrir sjö árum bættist svo við einkarekinn framhaldsskóli sem upphaflega átti sérstaklega að þjóna bráðgerum ungmennum en þeim gafst þar kostur á að ljúka stúdentsprófi á tveimur árum. Kjarni málsins er þó alltaf sá að allir þessir svokölluðu einkaskólar eru að stærstum hluta reknir af almannafé og ættu því að vera undir nákvæmu eftirliti rétt eins og um væri að ræða opinberan rekstur. Það er því verulega ámælisvert að fjármálaóreiða á borð við þá sem viðgengist hefur í Menntaskólanum Hraðbraut skuli hafa þrifist. Ríkisendurskoðun hefur nú kallað eftir 141 þjónustusamningi sem ráðuneytin hafa gert. Auðvitað er ekki ástæða til að ætla að í ljós komi fleiri dæmi um slíka svikamyllu og raunin virðist vera með Hraðbraut. Það er samt þarfaverk að fara yfir þessa samninga og raunar ættu sveitarfélögin að fara að dæmi ríkisins og fara yfir sína samninga. Þjónustusamningar sem ríki og sveitarfélög gera verða að vera skýrir þannig að báðum aðilum sé ljóst hvaða þjónustu á að veita og í hvaða umfangi, hvernig eftirliti sé háttað og hver uppsagnarákvæði séu að hálfu beggja aðila (sbr. Árbótarmálið). Við höfum ekki efni á því að missa tugi eða hundruð milljóna í sjálftöku þeirra sem opinberir aðilar kaupa þjónustu af fyrir almannafé vegna skorts á eftirliti eða samninga sem eru óskýrir. Þarna þarf að taka til.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun